Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Birna Valgerður heim til Keflavíkur

Birna Valgerður Benonýsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Keflavík og mun leika með liðinu í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð. Birna kveðst spennt yfir því að koma heim.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjáðu ferðasögu Kjartans Atla frá Boston

Kjartan Atli Kjartansson hélt nýverið til Boston í Massachusetts til að sjá sína menn í Boston Celtics etja kappi við Miami Heat í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar. Brian Scalabrine og fleiri góðir koma við sögu í ferðadagbók Kjartans úr ferðinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin og félagar jöfnuðu metin

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu góðan sjö stiga sigur er liðið heimsótti Baskonia í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum spænsku ACB-deildarinnar í körfubolta í kvöld, 81-89.

Körfubolti
Fréttamynd

Úr Smáranum til Ástralíu

Íslenska körfuknattleikskonan Ísabella Ósk Sigurðardóttir hefur lagt land undir fót og mun leika í ástralska körfubolatanum eftir að hafa verið í lykilhlutverki hjá Breiðabliki í Subway deildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Borche tekur við Fjölni

Fjölnir hefur samið við Borche Ilievski um að taka við þjálfun meistaraflokks karla ásamt öðrum flokkum félagsins til næst þriggja ára.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston Celtics einum sigri frá úr­slitum

Boston Celtics lagði Miami Heat með 13 stiga mun, 93-80, í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Celtics er því aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Hissa og pirraður en fljótur að sættast við nýja stjórn

„Þetta kom mér sjálfum mjög á óvart,“ segir körfuboltamaðurinn Dominykas Milka um það þegar hann var rekinn frá Keflavík um síðustu mánaðamót. Þeirri ákvörðun var snúið í vikunni og Milka spilar því sína fjórðu leiktíð með Keflavík næsta vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Daniel Mortensen semur við Hauka

Besti erlendi leikmaður Subway-deildarinnar á síðasta tímabili, Daniel Mortensen, er búinn að ná samkomulagi við nýliða Hauka um að spila með þeim í deildinni á næsta leiktímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

Heat vann leik 3 án Butler

Miami Heat vann afar öflugan sigur 6 stiga útisigur á Boston Celtics í Boston í nótt, 109-103, þrátt fyrir að hafa misst einn af sínum albestu leikmönnum, Jimmy Butler, í meiðsli í hálfleik.

Körfubolti