Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Stjórnar­menn NBA taka í sama streng og Lög­mál leiksins: Dagar Kyri­e gætu verið taldir

Eins og kmur fram í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins þá gætu dagar Kyrie Irving verið taldir í NBA deildinni í körfubolta. Hans eigið félag, Brooklyn Nets, dæmdi hann í fimm leikja bann eftir að hann neitaði að biðjast afsökunar vegna gyðingahaturs. Forráðamenn deildarinnar taka margir hverjir undir með sérfræðingum Lögmál leiksins þegar kemur að framtíð Kyrie.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggvi Snær í sigur­liði Zaragoza gegn Real Madrid

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og skelltu stórliði Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Þá unnu Elvar Már Friðriksson og félagar í Rytas sigur á toppliði Zalgiris Kaunas.

Körfubolti
Fréttamynd

„Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila saman“

Farið var yfir slaka frammistöðu KR gegn Hetti á heimavelli í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi á föstudaginn var. Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi leikmaður KR og margfaldur Íslandsmeistari, segir að það sé eins og leikmönnum finnist ekki gaman að spila saman.

Körfubolti
Fréttamynd

„Eins og veggur ef þú lendir á honum“

Ólafur Ólafsson var til umræðu í þættinum Subway-Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en hann átti frábæran leik í sigri Grindavíkur á Njarðvík í Subway-deildinni í gærkvöldi.

Körfubolti
Fréttamynd

Áttundi þrjátíu stiga leikur Doncic í röð

Luka Doncic heldur áfram frábærri spilamennsku sinni í NBA deildinni í körfuknattleik en hann skoraði meira en þrjátíu stig áttunda leikinn í röð þegar lið hans Dallas Mavericks lagði Toronto Raptors í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

„Liðið hefur verið saman­safn af lokuðum pappa­kössum“

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir sigur liðsins á útivelli gegn Njarðvík í kvöld. Jóhann telur Grindvíkinga hafa skortað hörku undanfarin ár og kvaðst ánægður að Gkay Skordilis, leikmaður Grindavíkur, hafi látið reka sig af velli.

Körfubolti
Fréttamynd

Hard­en frá í mánuð hið minnsta

James Harden meiddist á hægri fæti í tapi Philadelphia 76ers gegn Washington Wizards í NBA deildinni í körfubolta á dögunum. Hann verður frá í mánuð hið minnsta vegna meiðslanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar

Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var.

Körfubolti
Fréttamynd

Tindastóll á sigurbraut á ný

Tindastóll lagði Stjörnuna að velli í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld en leikið var á Sauðárkróki. Lokatölur 98-89 og Tindastóll því kominn á sigurbraut á ný eftir tvö töp í deildinni í röð.

Körfubolti