Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Þeir gripu gæsina og gerðu það sem þeir gera best“

Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra háðu í kvöld lokabaráttu sína um að halda sæti sínu í Subway-deildinni að ári. Með sigri í kvöld hefði liðið ennþá átt tölfræðilegan möguleika á að halda sér uppi og sást það á leik þeirra framan af að það var allt undir. Í lokaleikhlutanum tóku heimamenn þó öll völd á vellinum, og vildi Pétur meina að hans menn hefðu einfaldlega klárað allt sem þeir áttu á tanknum í fyrstu þremur leikhlutunum

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 74-72 | Frábær endurkoma Keflavíkur í háspennuleik

Anna Ingunn Svansdóttir og Ameryst Alston voru í sérflokki hjá liðum sínum þegar Keflavík og Valur leiddu saman hesta sína í Blue-höllinni við Sunnubraut í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir sveiflukenndan leik fór Keflavík með sigur af hólmi enþað var Daniela Wallen Morillo sem tryggði heimakonum 74-72 sigur með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir af leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Mál Sigurðar og ÍR alla leið í Hæstarétt

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni körfuknattleiksdeildar ÍR um að áfrýja dómi Landsréttar í máli Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar sem dæmdar höfðu verið tæplega tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur Helgi: „Ég er bara aumingi“

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur verður eitthvað frá leiks vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Njarðvíkur og Breiðabliks á dögunum. Haukur ferðaðist ekki með Njarðvíkingum til Ísafjarðar í gær þar sem liðið lék gegn Vestra.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Úlfarnir áfram á siglingu

Minnesota Timberwolves hélt áfram góðu gegni sínu í NBA deildinni í nótt þegar að liðið bar sigurorð af ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 138-119. Þeir Anthony Edwards og Karl Anthony-Towns skoruðu 25 stig hvor fyrir Timberwolves en Khris Middleton skoraði 15 stig fyrir Bucks.

Körfubolti