Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Ósáttur með dómarana undir lokin“

KR tapaði með þremur stigum gegn Val 81-78. Þetta var frestaður leikur frá því fyrir áramót og var Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, svekktur með hvernig dómararnir leystu það þegar KR reyndi að brjóta undir lok leiks.

Körfubolti
Fréttamynd

Við vissum að við myndum geta skorað auðveldlega

Breiðablik náði að fylgja stór sigrinum á KR eftir með því að leggja Tindastól á heimavelli fyrr í kvöld í leik sem var hluti af 14. umferð Subway deildar karla. Blikar náðu að spila sinn leik og unnu 107-98 sigur sem að kemur þeim enn nær því að komast í úrslitakeppnina. 

Körfubolti
Fréttamynd

Hörmungar Brooklyn halda áfram

Nikola Jokic var með þrefalda tvennu þegar Denver Nuggets sigraði Brooklyn Nets, 124-104, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var áttunda tap Brooklyn í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Nets opið fyrir því að skipta á Hard­en og Simmons

Svo virðist sem vítisdvöl Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers sé senn á enda en það virðist sem Brooklyn Nets sé tilbúið að skipta á James Harden og Simmons sem hefur ekki enn spilað á þessari leiktíð vegna ósættis við stjórn 76ers-liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjöunda tap Nets í röð | Luka í þrennu­ham

Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets steinlá gegn Utah Jazz, þeirra sjöunda tap í röð. Þá bauð Luka Dončić upp á þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Philadelphia 76ers.

Körfubolti
Fréttamynd

Gerði hlé á blaðamannafundi eftir leik til að panta sér McDonald's

Anthony Edwards er litríkur persónuleiki ofan á það að vera frábær körfuboltamaður. Hann fór á kostum bæði í sigri Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í nótt sem og á blaðamannafundinum eftir leikinn. Atlanta Hawks endaði ellefu leikja sigurgöngu Phoenix Suns og Clippers vann nágranna sína Lakers á sigurkörfu 4,1 sekúndu fyrir leikslok.

Körfubolti