Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Af hverju eru þessir leikmenn að hætta í NBA?

Detroit Pistons varð í nótt sextánda og síðasta liðið sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en lið Charlotte Hornets og Miami Heat sátu eftir. Í fyrrinótt kvöddu Dirk Nowitzki og Dwyane Wade heimafólkið sitt og í nótt sögðu þeir endanlega bless við NBA-liðina og það með stæl.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade með 30 stig í síðasta heimaleiknum og enn er smá von um uppklapp í úrslitakeppninni

Miami Heat hélt mikið kveðjukvöld fyrir goðsögnina sína Dwyane Wade í NBA-deildinni í nótt og Wade svaraði með einum besta leik sínum í langan tíma. Dirk Nowitzki átti líka sinn langbesta leik í síðasta heimaleik sínum með Dallas og hálfgert varalið Golden State Warriors var nógu gott til að vinna Pelíkanana. Þrenna frá Russell Westbrook og sigurkarfa Paul George tryggðu Oklahoma City Thunder sigur á Houston Rockets.

Körfubolti
Fréttamynd

Rík ábyrgð á herðum Martins

Martin Hermannsson verður í stóru hlutverki hjá Alba Berlin sem mætir Valencia í úrslitum Evrópubikarsins í körfubolta. Einvígið hefst í dag en hafa þarf betur í tveimur leikjum til þess að hampa titlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Stefnir í sömu örlög hjá vinunum Dwyane Wade og LeBron James

Brooklyn Nets og Orlando Magic tryggðu sér bæði sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með góðum útisigrum í nótt og nýttu sér þar með sárgrætilegt tap Miami Heat í framlengingu í Toronto. Milwaukee Bucks liðið vann sinn sextugasta sigur og Golden State Warriors tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni.

Körfubolti