Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Stuðningsmaður Þórs handtekinn á Hlíðarenda

Svo virðist sem kappið hafi borið fegurðina ofurliði þegar Þór frá Þorlákshöfn heimsótti Íslandsmeistara Vals í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Einn maður var leiddur út úr höllinni í handjárnum í upphafi síðari hálfleiks.

Sport
Fréttamynd

„Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik“

Valsmenn fóru með nokkuð afgerandi og öruggan sigur af hólmi gegn Þórsurum í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld, lokatölur 91-65. Þórsarar mættu laskaðir til leiks, Vincent Shahid veikur og Pablo Hernandez puttabrotinn. Eftir aðeins rúmar tvær mínútur bættist Jordan Semple svo á sjúkralistann.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þurfti bara að taka til í hausnum“

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, hefur átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum í úrslitakeppninni Subway-deild karla í körfubolta. Haukur hitti þó heldur betur á sinn leik í kvöld er Njarðvík vann 31 stiga sigur á Tindastól, 109-78. Haukur endaði leikinn stigahæstur með 20 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már öflugur í enn einum sigrinum

Elvar Már Friðriksson og félagar í Rytas halda áfram að gera það gott í efstu deild karla í körfubolta í Litáen. Liðið vann góðan sex stiga sigur á Nevezis í kvöld, lokatölur 99-93.

Körfubolti
Fréttamynd

„Veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu“

„Ég var eiginlega bara í sjokki og átti bara síst von á þessu, að það væri einhver sem færi og gengi á bak orða sinna,“ segir Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, eftir að Tindastóll sendi formlega kvörtun inn til KKÍ vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjum liðanna í 11. flokki karla.

Körfubolti
Fréttamynd

Kim mætti til að styðja við fyrrverandi mág sinn

Kim Kardashian sat á fremsta bekk þegar Los Angeles Lakers, lið Tristans Thompson fyrrverandi mágs hennar, spilaði við Memphis Grizzlies í nótt. Tristan á tvö börn með Khloe Kardashian, systur Kim, en samband þeirra hefur verið ansi stormasamt í gegnum árin.

Lífið
Fréttamynd

„Velti fyrir mér virði heiðurs­manna­sam­komu­lags“

Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn.

Körfubolti
Fréttamynd

Rockets ræður þjálfarann sem Celtics setti í bann

Ime Udoka er nýr þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni í körfubolta. Sá var rekinn frá Boston Celtics á síðasta ári fyrir framhjáhald með samstarfskonu sinni. Þá var hann ásakaður um að láta óæskileg ummæli falla um kvenmann sem starfaði fyrir félagið.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við mætum dýrvitlausar í kvöld“

Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti magnaðan leik fyrir Val er liðið vann annan leik einvígis liðsins við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum. Valur leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn með sigri í Reykjanesbæ í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þor­láks­höfn - Valur 92-83 | Ís­lands- og bikar­meistararnir með bakið upp við vegg

Þór Þorlákshöfn tók á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Sanngjarn sigur Þórs var niðurstaðan. Valsmenn gátu varla keypt sér körfu á löngum stundum meðan að heimamenn léku við hvurn sinn fingur sóknarlega. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Körfubolti
Fréttamynd

„Gengur ekki á móti svona góðu liði eins og Þór“

„Þórsararnir tóku af skarið í byrjun, hittu vel og náðu yfirhöndinni og héldu henni út leikinn,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir tap sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 2-0 Þór í vil.

Körfubolti
Fréttamynd

Hamar upp í Subway deildina

Hamar tryggði sér í kvöld sæti í Subway deild karla á næstu leiktíð með sigri á Skallagrími í oddaleik. Lokatölur í Hveragerði 93-81 og Hamar komið aftur upp í deild þeirra bestu.

Körfubolti