Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Allt sem þau heyrðu reyndist vera satt

Von er á 23 farþegavélum til landsins í dag og hafa þær ekki verið fleiri það sem af er þessu ári. Hröð aukning hefur verið í fjölda komuvéla á Keflavíkurflugvelli síðustu vikur og samhliða því berast fregnir af örtröð í landamæraskimun, starfsmannaskorti ferðaþjónustuaðila og yfirvofandi vöntun á bílaleigubílum.

Innlent
Fréttamynd

Fá greiddan launa­auka en enga yfir­­vinnu

Alma Möller land­læknir og Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hafa fengið greidda launa­auka vegna á­lags í heims­far­aldrinum upp á sam­tals tæpa fimm og hálfa milljón. Víðir Reynis­son og Rögn­valdur Ólafs­son hjá al­manna­vörnum hafa unnið rúma 2.500 yfir­vinnu­tíma samanlagt síðustu fimmtán mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Þrír smitaðir en allir í sóttkví

Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Fjöru­tíu sjúkra­flutningar tengdir hóp­smitinu

Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skemmtanaglaðir hegðuðu sér vel

Nokkuð fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt nú þegar slakað hefur verið á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi að meira eða minna leyti í meira en ár. Þrátt fyrir það segir lögregla að allt hafi gengið vel fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Delta-af­brigðið greinist í Ástralíu

Yfirvöld í Viktoríu í Ástralíu tilkynntu í dag að Delta-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst í fyrsta skipti í landinu í Melbourne. Kórónuveirutilfellum hefur farið fjölgandi í Ástralíu undanfarna viku og hafa yfirvöld áhyggjur af nýjustu vendingum.

Erlent
Fréttamynd

Mælir ekki með að bólu­settir láti mæla mót­efna­svar

Rannsóknarstofan Sameind býður nú bólusettum að koma til sín og láta mæla hversu sterkt mótefnasvar þeir eru með við Covid-19 eftir bólusetningu. Sóttvarnalæknir mælir ekki með því að fólk nýti sér það og segir verndina, sem bóluefnið veitir, háða öðrum þáttum en mótefnasvari.

Innlent
Fréttamynd

Um bólu­setningar og hlut­leysi skóla

Síðustu ár hefur reglulega komið upp krafa um hlutleysi skóla í umdeildum málum. Í sjálfu sér hefur ekki farið fram mikil umræða um hlutleysiskröfuna sem slíka. Oftar er um að ræða einstök tilfelli sem af einhverjum ástæðum vekja heitar tilfinningar í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Hópsýking hjá hælisleitendum

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Innlent
Fréttamynd

Panta 300 milljónir skammta af ó­sam­þykktu bólu­efni

Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi.

Erlent
Fréttamynd

Bólusettir en Covidþreyttir samstarfsfélagar

Það neita því fæstir að heimsfaraldurinn hefur tekið á. Sóttvarnarreglur, boð og bönn, fjarvinna, lokun vinnustaða, hólfaskiptir vinnustaðir, öðruvísi matartímar, atvinnumissir, jólakúlur, páskakúlur, grímuskylda og spritt.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sví­þjóð orðin grá á Covid-kortinu

Ísland er enn flokkað grænt á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem segir til um stöðuna í hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Stór hluti Finnlands er nú einnig flokkaður sem grænt svæði. 

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin ætla að gefa 80 milljónir skammta í júní

Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að til stæði að gefa 80 milljónir skammta bóluefna til annarra ríkja í júní. Mest allt af því mun fara til COVAX-áætlunar Sameinuðu þjóðanna en hingað til hafa ríki þar sem þörfin er mikil fengið 76 milljónir skammta í gegnum áætlunina.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta hefur farið miklu betur en við reiknuðum með“

Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna hækkaði um 5,7% í fyrra frá árinu 2019 þrátt fyrir mikinn efnahagssamdrátt og stóraukið atvinnuleysi. Er það sama aukning og sást milli áranna 2018 og 2019. Hagfræðiprófessor segir að staðan hafi reynst mun betri en svartar spár gerðu ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­­lendingur á gjör­­gæslu eftir Co­vid-smit á E­verest

Ís­lensk-kúb­verski fjall­göngu­maðurinn Y­an­dy Nu­nez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi E­verest í síðasta mánuði, er nú á gjör­gæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóð­tappa í lungu ofan í Co­vid-19 smit. Eigin­kona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á bata­vegi.

Innlent