Allt sem þau heyrðu reyndist vera satt Von er á 23 farþegavélum til landsins í dag og hafa þær ekki verið fleiri það sem af er þessu ári. Hröð aukning hefur verið í fjölda komuvéla á Keflavíkurflugvelli síðustu vikur og samhliða því berast fregnir af örtröð í landamæraskimun, starfsmannaskorti ferðaþjónustuaðila og yfirvofandi vöntun á bílaleigubílum. Innlent 6. júní 2021 08:01
Fá greiddan launaauka en enga yfirvinnu Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa fengið greidda launaauka vegna álags í heimsfaraldrinum upp á samtals tæpa fimm og hálfa milljón. Víðir Reynisson og Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavörnum hafa unnið rúma 2.500 yfirvinnutíma samanlagt síðustu fimmtán mánuðum. Innlent 5. júní 2021 20:55
Hópsýkingin tengd gömlum smitum sem ekki hefur tekist að rekja Innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust í gær tengjast öll hópsýkingu meðal hælisleitenda á höfuðborgarsvæðinu. Sýkingin hefur verið rakin til eldri smita, sem ekki hefur tekist að rekja til landamæra. Innlent 5. júní 2021 12:47
Sóttkvíarbrjótar komu til landsins daginn áður en þeir létu greipar sópa í Smáralind Karl og kona sem áttu að vera í sóttkví voru handtekin fyrir þjófnað úr verslunum í Smáralind. Þau komu frá Lettlandi deginum áður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá hlaut lögreglumaður áverka á kinnbeini í átökum við karlmann á þrítugsaldri sem virti ekki reglur um sóttkví í gær. Innlent 5. júní 2021 12:32
Þrír smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna. Innlent 5. júní 2021 10:53
Fjörutíu sjúkraflutningar tengdir hópsmitinu Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær. Innlent 5. júní 2021 10:24
Átti að vera í sóttkví en veittist að lögreglumönnum Lögreglumaður þurfti að fara á slysadeild vegna minniháttar meiðsla sem hann hlaut þegar einstaklingur sem átti að dvelja í sóttvarnahúsi veittist að lögreglumönnum sem voru kallaðir til að flytja hann þangað. Innlent 5. júní 2021 07:18
Skemmtanaglaðir hegðuðu sér vel Nokkuð fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt nú þegar slakað hefur verið á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi að meira eða minna leyti í meira en ár. Þrátt fyrir það segir lögregla að allt hafi gengið vel fyrir sig. Innlent 5. júní 2021 07:07
Delta-afbrigðið greinist í Ástralíu Yfirvöld í Viktoríu í Ástralíu tilkynntu í dag að Delta-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst í fyrsta skipti í landinu í Melbourne. Kórónuveirutilfellum hefur farið fjölgandi í Ástralíu undanfarna viku og hafa yfirvöld áhyggjur af nýjustu vendingum. Erlent 4. júní 2021 23:29
Spenntar fyrir sprautunni þótt þær séu með þeim síðustu í röðinni Margir hafa eflaust beðið spenntir þegar árgangar voru dregnir upp úr potti í dag til að ákveða röð bólusetninga næstu þrjár vikurnar. Karlar fæddir 1979 voru fyrstir upp úr pottinum og konur fæddar 1985 síðastar. Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir. Innlent 4. júní 2021 22:26
Mælir ekki með að bólusettir láti mæla mótefnasvar Rannsóknarstofan Sameind býður nú bólusettum að koma til sín og láta mæla hversu sterkt mótefnasvar þeir eru með við Covid-19 eftir bólusetningu. Sóttvarnalæknir mælir ekki með því að fólk nýti sér það og segir verndina, sem bóluefnið veitir, háða öðrum þáttum en mótefnasvari. Innlent 4. júní 2021 21:46
Smituðum í Bretlandi fjölgar um 66 prósent á einni viku Kórónuveirusmituðum hefur fjölgað gífurlega í Bretlandi undanfarnar vikur. Um 100 þúsund manns hafa greinst smitaðir af veirunni í Bretlandi frá 23. til 29. maí en vikuna þar áður greindust 60 þúsund manns. Erlent 4. júní 2021 20:19
Um bólusetningar og hlutleysi skóla Síðustu ár hefur reglulega komið upp krafa um hlutleysi skóla í umdeildum málum. Í sjálfu sér hefur ekki farið fram mikil umræða um hlutleysiskröfuna sem slíka. Oftar er um að ræða einstök tilfelli sem af einhverjum ástæðum vekja heitar tilfinningar í samfélaginu. Skoðun 4. júní 2021 13:31
„Mér líður pínu eins og ég hafi verið að vakna úr dvala“ Í kjölfar stórkostlegar velgengni fyrstu útgáfu Global Music Match árið 2020 snýr samstarfsverkefnið aftur frá 7. júní en alls kemur 78 tónlistarfólk frá 17 löndum og fjórum heimsálfum til með að taka þátt. Lífið 4. júní 2021 13:01
Hópsýking hjá hælisleitendum Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Innlent 4. júní 2021 11:39
Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. Innlent 4. júní 2021 10:57
Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 klukkan tíu í morgun. Vísir var í beinu streymi frá drættinum. Innlent 4. júní 2021 09:31
Segir Delta afbrigðið 30 til 100 prósent meira smitandi Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar SARS-CoV-2, áður kennt við Indland, er 30 til 100 prósent meira smitandi en Alfa-afbrigðið, áður kennt við Bretland. Þetta segir einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. Erlent 4. júní 2021 09:00
Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. Erlent 4. júní 2021 08:48
Bólusettir en Covidþreyttir samstarfsfélagar Það neita því fæstir að heimsfaraldurinn hefur tekið á. Sóttvarnarreglur, boð og bönn, fjarvinna, lokun vinnustaða, hólfaskiptir vinnustaðir, öðruvísi matartímar, atvinnumissir, jólakúlur, páskakúlur, grímuskylda og spritt. Atvinnulíf 4. júní 2021 07:01
Fyrsta skemmtiferðaskipið frá upphafi faraldursins leggur að bryggju í Feneyjum Fyrsta skemmtiferðaskipið hefur lagt að bryggju í Feneyjum frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á, þrátt fyrir að slík skip megi ekki koma nálægt miðborg Feneyja. Erlent 3. júní 2021 21:38
Svíþjóð orðin grá á Covid-kortinu Ísland er enn flokkað grænt á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem segir til um stöðuna í hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Stór hluti Finnlands er nú einnig flokkaður sem grænt svæði. Erlent 3. júní 2021 18:58
Bandaríkin ætla að gefa 80 milljónir skammta í júní Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að til stæði að gefa 80 milljónir skammta bóluefna til annarra ríkja í júní. Mest allt af því mun fara til COVAX-áætlunar Sameinuðu þjóðanna en hingað til hafa ríki þar sem þörfin er mikil fengið 76 milljónir skammta í gegnum áætlunina. Erlent 3. júní 2021 18:05
Átta greindust í Færeyjum í gær Átta kórónuveirusmit greindust í Færeyjum í gær. Landlæknir Færeyja segir veiruna leika lausum hala í samfélaginu. Erlent 3. júní 2021 16:50
„Þetta hefur farið miklu betur en við reiknuðum með“ Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna hækkaði um 5,7% í fyrra frá árinu 2019 þrátt fyrir mikinn efnahagssamdrátt og stóraukið atvinnuleysi. Er það sama aukning og sást milli áranna 2018 og 2019. Hagfræðiprófessor segir að staðan hafi reynst mun betri en svartar spár gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 3. júní 2021 15:30
Ábyrgð á eftirliti með vottorðum færð yfir á flugfélög Flugfélög sem fljúga til Íslands verða frá og með næsta laugardegi að neita þeim um flutning til landsins sem geta ekki sýnt fram á fullgilt vottorð um bólusetningu fyrir Covid-19, fyrri sýkingu eða neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Innlent 3. júní 2021 14:26
Draga alla hópana á morgun og raða niður í bólusetningarröð Á morgun verður dregið um hvernig hópar í handahófskenndri bólusetningarboðun á höfuðborgarsvæðinu raðast niður. Fyrirkomulagið verður því ekki með þeim hætti að hópar verði dregnir og boðaðir samstundis, heldur mun röð hópanna liggja fyrir. Innlent 3. júní 2021 14:09
Sænsk þingnefnd segir ríkisstjórnina hafa brugðist Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur brugðist þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þetta er niðurstaða rannsóknar stjórnarskránefndar sænska þingsins sem kynnt var í dag. Erlent 3. júní 2021 12:34
Íslendingur á gjörgæslu eftir Covid-smit á Everest Íslensk-kúbverski fjallgöngumaðurinn Yandy Nunez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi Everest í síðasta mánuði, er nú á gjörgæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóðtappa í lungu ofan í Covid-19 smit. Eiginkona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á batavegi. Innlent 3. júní 2021 12:33
Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. Viðskipti innlent 3. júní 2021 11:11