Strangari reglur á íþróttaviðburðum Tilkynnt var í dag um uppfærðar reglur um framkvæmd leikja hjá bæði HSÍ og KKÍ. Aukin smit kórónuveirunnar eru ástæðan fyrir því að reglur hafa verið hertar á íþróttaviðburðum. Sport 9. mars 2021 18:31
Tæplega þrjátíu gestir World Class í sóttkví Tæplega 30 manns sem voru í líkamsrækt á föstudaginn hafa verið skikkaðir í sóttkví. Innlent 9. mars 2021 18:19
„Ekki fallegt ásýndar“ að reyna að svindla sér framar, segir Kári „Það er sérstaklega ógnvekjandi að vita af þessum tveimur sem greindust utan sóttkvíar en ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná utan um þetta og ég reikna ekki með að þetta verði stór bylgja,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Innlent 9. mars 2021 17:19
Gera ráð fyrir að bóluefni Janssen fái markaðsleyfi fyrir helgi Vænta má þess að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi fyrir lok þessarar viku að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefninu en ólíkt þeim sem hafa verið notuð hér á landi dugar einn skammtur af bóluefni Janssen til að veita fullnægjandi vernd gegn Covid-19. Innlent 9. mars 2021 16:19
79-81 árs fengu bólusetningu í dag Allir sem eru 79 ára til 81 árs á höfuðborgarsvæðinu, fæddir á árunum 1940-1942, fengu boð um bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku. Innlent 9. mars 2021 15:59
Sér fram á að á annað hundrað verði í sóttkví í lok dags Smitrakningarteymi almannavarna er nú önnum kafið við að ná utan um alla þá sem gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti vegna þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Innlent 9. mars 2021 15:25
Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. Innlent 9. mars 2021 14:59
Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Innlent 9. mars 2021 13:34
Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. Erlent 9. mars 2021 13:15
Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. Innlent 9. mars 2021 12:29
Bóluefni Pfizer virðist virka gegn brasilíska afbrigðinu Ný rannsókn bendir til að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 vinni gegn meira smitandi afbrigði kórónuveirunnar sem kennt hefur verið við Brasilíu. Erlent 9. mars 2021 11:44
Kvenleiðtogum hrósað á alþjóðlegum baráttudegi „Það hefur sýnt sig að þar sem konur eru æðstu valdhafar eru öflugar viðbragðsáætlanir við heimsfaraldrinum,“ segir í frétt UN Women á Íslandi. Heimsmarkmiðin 9. mars 2021 10:54
Tveir greindust innanlands í gær og voru báðir utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru utan sóttkvíar. Innlent 9. mars 2021 10:42
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ smitaður Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist jákvæður fyrir Covid-19 í gærkvöldi. Umræddur starfsmaður vinnur á nóttunni við áfyllingar og var við störf aðfaranótt laugardags og sunnudags um liðna helgi. Innlent 9. mars 2021 09:56
Þríeykið komið á striga Jóa Fel Nýjasta viðbótin í málverkasafni bakarans og listamannsins Jóa Fel eru myndir af frægasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Lífið 8. mars 2021 21:27
Vísar á bug gagnrýni um að starfsfólk hafi ekki verið látið vita nógu fljótt Sýni hjá 70 starfsmönnum og sjúklingum hafa verið tekin á Landspítala eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á laugardag. Sýni hafa verið tekin í gær og dag og hafa hingað til öll reynst neikvæð. Innlent 8. mars 2021 19:59
Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 8. mars 2021 17:04
Bólusettir geta hist grímulausir Fólk sem hefur verið bólusett við kórónuveirunni getur hist innandyra án þess að vera með grímu eða halda fjarlægðarmörk samkvæmt nýjum leiðbeiningum bandarísku sóttvarnastofnunarinnar sem voru kynntar í dag. Erlent 8. mars 2021 16:27
Ákveðin vonbrigði og áminning „Þetta eru ákveðin vonbrigði en minnir okkur á að það þarf mjög lítið til þess að hlutirnir fari af stað,“ segir Svandís Svavarsdóttir, um innanlandssmitin sem greindust um helgina. Innlent 8. mars 2021 16:21
Assad-hjónin sögð smituð af kórónuveirunni Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og Asma eiginkona hans greindust smituð af kórónuveirunni. Í opinberri yfirlýsingu forsetaembættisins segir að forsetahjónin þjáist aðeins af vægum einkennum. Erlent 8. mars 2021 12:39
„Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. Innlent 8. mars 2021 12:26
Um 1300 manns skráðir í skimun Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Innlent 8. mars 2021 10:58
Þrír hafa greinst með veiruna innanlands síðan á föstudag Þrír hafa greinst með veiruna innanlands síðan á föstudag. Einn á föstudag, tveir á laugardag, en enginn í gær, sunnudag. Sá sem greindist á föstudag var utan sóttkvíar. Annar þeirra sem greindist á laugardag var utan sóttkvíar, en hinn ekki. Innlent 8. mars 2021 10:52
Fólki fæddu 1942 eða fyrr boðin bólusetning Fólki á höfuðborgarsvæðinu sem fætt er 1942 eða fyrr verður boðin bólusetning gegn Covid-19 í Laugardalshöllinni í Reykjavík á morgun. Innlent 8. mars 2021 09:04
Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Innlent 8. mars 2021 08:16
Tíu Covid-tengd verkefni hjá slökkviliði síðasta sólarhringinn Alls voru tíu svokallaðir Covid-flutningar skráðir hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn. Helgin var mjög erilsöm hjá slökkviliðinu, og þá sérstaklega síðastliðinn sólarhringur. Innlent 8. mars 2021 07:39
Ekkert sýni jákvætt hingað til Búið er að skima meirihluta þeirra starfsmanna Landspítalans sem gætu hafa verið útsettir fyrir smiti eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 greindist með kórónuveirusmit. Hingað til hefur ekkert sýni verið jákvætt. Innlent 7. mars 2021 21:24
Samhengi sóttvarna og jarðhræringa Ástæðan fyrir því að ekki þykir ráðlegt að slaka á sóttvarnaraðgerðum á meðan jarðhræringar standa yfir er fyrst og fremst sú að ef til náttúruhamfara kemur getur reynst erfiðara að koma í veg fyrir smit ef aukin smithætta er í samfélaginu. Tilslakanir geti haft í för með sér aukna smithættu og ef smit er í samfélaginu kynnu fleiri að vera útsettir ef bregðast þyrfti við náttúruhamförum, til dæmis með því að safna fólki saman í fjöldahjálparstöðvum. Innlent 7. mars 2021 20:30
Smitfréttirnar minni á mikilvægi sóttvarna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fréttir dagsins áminningu um að slaka ekki á sóttvörnum. Fjöldi fólks sé kominn í sóttkví og enn fleiri hafi verið boðaðir til sýnatöku. Innlent 7. mars 2021 18:35
Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. Innlent 7. mars 2021 17:16