Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Heimila notkun á bóluefni Pfizer í Evrópu

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að heimila notkun á bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Nefndin mælir með því að bóluefnið fái skilyrt markaðsleyfi í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Nýsmituð tengjast vinahópum

Þau sem hafa verið að greinast með kórónuveiruna síðustu daga tengjast vinahópum, að sögn landlæknis. Vísbendingar eru um að faraldurinn sé á uppleið. Vel má vera að þegar búið er að bólusetja mestu áhættuhópa verði hægt að slaka á sóttvarnaaðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

„Bitur reynsla sem að fjölmargir þekkja“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kominn á sinn stað á upplýsingafund Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis í morgun. Víðir hafði staðið vaktina í langflestum fundum ársins þar til hann greindist með Covid-19 í nóvember. Fundurinn í dag var sá 148. í röðinni.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­verjar ef­laust ekki allir kátir með „jóla­gjöfina“

Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu.

Innlent
Fréttamynd

Bloom­berg upp­færir Ís­lands­tölur í bólu­efna­út­tekt

Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Svona var 148. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:03 í dag. Alma D. Möller landlæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er sem kunnugt er í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Sex greindust með smit í Ilu­lissat

Sex greindust með kórónuveiruna í Ilulissat á Grænlandi í gær. Flestir þeirra sem greindust komu með flugi frá Danmörku og greindust í seinni landamæraskimun. Allir eru sagðir hafa virt sóttkví og segir landlæknir Grænlands takmarkaða hættu á frekari útbreiðslu.

Erlent
Fréttamynd

Munu grafa upp milljónir minka­hræja vegna mengunar­hættu

Milljónir minkahræja verða grafin upp í Danmörku á næsta ári til að koma í veg fyrir mengun. Danska ríkisstjórnin greindi frá þessu í gær en vinna hefst í maí á næsta ári þegar hætta á kórónuveirusmiti vegna minkanna er talin liðin hjá.

Erlent
Fréttamynd

Svíar og Frakkar loka á Bretland

Svíþjóð og Frakkland hafa bæst í hóp þeirra Evrópuríkja sem hafa sett takmörk á eða bannað alfarið samgöngur frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem dreifst hefur um Bretland, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði.

Erlent
Fréttamynd

„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði.

Innlent
Fréttamynd

Fauci bólu­setti jóla­sveininn

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, sló á áhyggjur barna um að kórónuveirufaraldurinn gæti sett strik í reikninginn hvað varðar komu jólasveinsins. Sagðist hann hafa farið til Norðurpólsins og bólusett jólasveininn sjálfur.

Lífið
Fréttamynd

Banna flug frá Bret­landi vegna nýja af­brigðisins

Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði.

Erlent
Fréttamynd

Þrettán greindust innanlands í gær

Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru átta í sóttkví við greiningu. Fimm voru utan sóttkvíar. Öll greindust í einkennasýnatöku.

Innlent
Fréttamynd

WHO í sam­skiptum við Breta vegna nýja af­brigðisins

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) fylgist grannt með stöðu mála í Bretlandi vegna nýja afbrigðisins af kórónuveirunni sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnaborg og suðausturhluta Bretlands. Stofnunin er í nánum samskiptum við yfirvöld og verið er að rannsaka afbrigðið.

Erlent
Fréttamynd

Þing­kona sýndi frá bólu­setningu á Insta­gram

Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins.

Erlent