Telur góða hugmynd að skima víðar um land Kári Stefánsson telur það góða hugmynd að skimað verði fyrir kórónuveirunni með slembiúrtaki víðar en þegar hefur verið gert. Innlent 3. ágúst 2020 13:18
Átta til viðbótar greindust með veiruna innanlands Átta greindust með kórónuveiruna á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. Tveir greindust við landamæraskimun og bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Innlent 3. ágúst 2020 11:17
Tala látinna sögð þrefalt hærri en stjórnvöld halda fram Tala þeirra sem látist hafa af völdum kórónuveirunnar í Íran er þrefalt hærri en opinberar tölur ríkisstjórnarinnar gefa til kynna. Þetta sýna tölur sem breska ríkisútvarpið fékk sendar frá ónafngreindum heimildarmanni. Erlent 3. ágúst 2020 09:02
Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. Innlent 2. ágúst 2020 22:38
Enginn smitaður í skimuninni á Akranesi Enginn af þeim 612 sem skimaðir voru fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag reyndist smitaður. Innlent 2. ágúst 2020 22:36
Besta helgi ársins varð að þeirri verstu Tekjusamdráttur um verslunarmannahelgina hjá veitingamanni í Vestmannaeyjum er allt að 95 prósent miðað við árin á undan. Viðskipti innlent 2. ágúst 2020 21:13
Veiran „ótrúlega útbreidd“ í Bandaríkjunum Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, segir að kórónuveiran sé nú útbreiddari í Bandaríkjunum en hún var í upphafi faraldursins. Erlent 2. ágúst 2020 21:11
Skagamenn mættu í hundraðatali í skimun Skagamenn sem lentu í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu mættu í hundraðatali í skimun fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Innlent 2. ágúst 2020 19:00
Ekki hugmynd Ágústu að senda bréfið á ráðherra Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir ósanngjarnt að draga hennar persónu sérstaklega fram í tengslum við bréf sem forsvarsmenn líkamsræktarstöðva sendu á sóttvarnalækni og ráðherra. Innlent 2. ágúst 2020 18:18
Allir þurfi að huga að smitvörnum Almannavarnir hafa fengið margar ábendingar um að fólk virði ekki tveggja metra reglu á opinberum stöðum að sögn Ölmu D. Möller landlæknis. Innlent 2. ágúst 2020 14:28
Aðeins einn var í sóttkví Aðeins einn þeirra sem greindist með kórónuveiruna í gær var í sóttkví. Innlent 2. ágúst 2020 14:12
Ráðherra sagður hafa ýjað að dómgreindarbresti Ágústu Johnson Harkaleg umræða er sögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar á vormánuðum varðandi opnun landsins. Innlent 2. ágúst 2020 13:43
Svona var 92. upplýsingafundurinn um kórónuveirufaraldurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. Innlent 2. ágúst 2020 13:30
Skima allt að sex hundruð Skagamenn Skagamenn hafa sýnt skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi mikinn áhuga og er búist við því að allt að sex hundruð fari í skimun í dag. Innlent 2. ágúst 2020 13:05
Þrettán innanlandssmit í gær Þrettán greindust með kórónuveiruna á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og einn við landamæraskimun. Innlent 2. ágúst 2020 11:09
Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. Erlent 2. ágúst 2020 10:00
Lýsa yfir neyðarástandi vegna faraldursins í Viktoríuríki Yfirvöld í Viktoríu, næstfjölmennasta ríki Ástralíu, hafa lýst yfir neyðarástandi og komi á útgöngubanni í höfuðborginni Melbourne til þess að kveða niður kórónuveirufaraldurinn. Erlent 2. ágúst 2020 07:42
Fullt í skimun á Akranesi Góð viðbrögð Skagamanna við skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni eru ástæða þess að þeir skimunartímar sem í boði voru fylltust fljótt. Innlent 1. ágúst 2020 22:15
Hyggjast byrja að bólusetja í október Yfirvöld heilbrigðismála í Rússlandi stefna á að byrja að bólusetja fólk í landinu fyrir kórónuveirunni í þar næsta mánuði. Kennarar og læknar yrðu bólusettir fyrst. Erlent 1. ágúst 2020 21:39
Vísa ásökunum um dómgreindarleysi á bug Víkingur Ólafsvík vísar því á bug að stjórn og starfsmenn félagins hafi vitað að leikmaðurinn liðsins, sem greindist með kórónuveiruna í gær, hafi hitt einstakling sem var í sóttkví. Íslenski boltinn 1. ágúst 2020 19:00
Mótmæla aðgerðum stjórnvalda í baráttunni við veiruna Þúsundir Berlínarbúa mótmæla nú takmörkunum og reglum sem þýsk stjórnvöld hafa komið á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Þýskalandi. Erlent 1. ágúst 2020 18:12
Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. Innlent 1. ágúst 2020 15:58
Ekki útlit fyrir útbreitt samfélagslegt smit Fimm hundruð sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndust sjö vera jákvæð. Innlent 1. ágúst 2020 14:21
Svona var 91. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. Innlent 1. ágúst 2020 13:30
Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum Innlent 1. ágúst 2020 12:23
Boðað til upplýsingafundar í dag Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita. Innlent 1. ágúst 2020 11:12
Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. Innlent 1. ágúst 2020 11:06
„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. Innlent 1. ágúst 2020 10:56
Tveir greindust á Vestfjörðum Tveir einstaklingar hafa greinst með kórónuveirusmit á Vestfjörðum. Innlent 1. ágúst 2020 10:55
Fáir á ferðinni á Suðurlandi en lögregla með stíft eftirlit Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu. Innlent 1. ágúst 2020 09:56