Þrír Vestramenn smitaðir og allt liðið í sóttkví Þrír úr liði Vestra á Ísafirði, sem leikur í Lengjudeild karla, hafa greinst með kórónuveiruna. Allir leikmenn liðsins, auk þjálfarateymis, eru því komnir í sóttkví. Íslenski boltinn 16. ágúst 2021 18:02
„Hvað gerðist á Íslandi?“ „Hvað gerðist á Íslandi?“Þessari spurningu er velt upp í nýrri umfjöllun Washington Post um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Innlent 16. ágúst 2021 17:33
Börn í borginni mæta í bólusetningu eftir viku Bólusettir farþegar sem búa hér á landi eða hafa tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Þá hófust bólusetningar að nýju í Laugardalshöll í morgun þar sem örvunarsprautur eru í boði. Börn á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 12-15 ára mæta í Laugardalshöll á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Innlent 16. ágúst 2021 13:10
Ekki von á róttækum breytingum á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir segir smitaða ferðamenn frá Ísrael auka álagið á heilbrigðiskerfið en þrjátíu Ísraelar hafa greinst hér á landi og er að minnsta kosti einn þeirra alvarlega veikur af Covid-19. Hann ætlar að byggja nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra á formlegu erindi sem hann býst við frá Landspítalanum á næstu dögum. Hann á ekki von á róttækum breytingum hvað varðar reglur um sóttkví. Innlent 16. ágúst 2021 12:57
Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. Innlent 16. ágúst 2021 11:29
Á annað hundrað í sóttkví eftir smit í dansbúðum á Laugarvatni Tveir nemendur sem tóku þátt í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni í síðustu viku greindust smitaðir með Covid-19. Fyrir vikið eru á annað hundrað börn og kennarar komnir í sóttkví. Innlent 16. ágúst 2021 11:05
Minnst 55 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 55 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Ef um lokatölur er að ræða er þetta í fyrsta sinn frá 31. júlí sem meirihluti nýgreindra var í sóttkví við greiningu og í annað sinn frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst. Innlent 16. ágúst 2021 10:55
Hefðu átt að fjölga gjörgæslurýmum í fyrstu bylgjunni Heibrigðisyfirvöld hefðu átt að nýta meðbyr í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins til þess að fjölga gjörgæslurýmum sem eru of fá á Landspítalanum, að mati Tómasar Guðbjartssonar, hjartaskurðlæknis. Innlent 16. ágúst 2021 10:14
Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Innlent 16. ágúst 2021 10:07
Þjóðverjar ráðast í bólusetningar barna Þýska bólusetningarráðið, sem hefur fram að þessu mótað stefnu Þjóðverja í málaflokknum, hefur mælt með að ráðist verði í bólusetningar 12-17 ára. Ávinningurinn vegur þyngra en mögulegir ókostir, segir ráðið. Erlent 16. ágúst 2021 09:38
Bólusettir með tengsl við Ísland þurfa nú í sýnatöku eftir komu til landsins Bólusettir farþegar og þau sem hafa vottorð um fyrri sýkingu með tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin nýjum reglum. Innlent 16. ágúst 2021 09:25
Reikna með að gefa um tíu þúsund skammta í dag Bólusetningar í Laugardalshöll í Reykjavík verða teknar upp á ný eftir sumarfrí í dag. Bólusett verður næstu fjóra daga milli klukkan 10 og 15. Innlent 16. ágúst 2021 09:04
Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Innlent 16. ágúst 2021 08:37
Trudeau boðar til kosninga á undan áætlun Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, boðaði til þingkosninga þegar tvö ár eru enn eftir af kjörtímabilinu í gær. Réttlætti hann ákvörðun sína með því að þjóðin þyrfti að fá að segja hug sinn um hvernig ætti að ljúka baráttunni gegn kórónuveirufaraldurinn. Erlent 16. ágúst 2021 08:24
Eyddi brúðkaupsdeginum í einangrun Þau Íris Rós Ragnhildardóttir og Árni Beinteinn Árnason gátu ekki haldið draumabrúðkaupið sitt, eins og til stóð að gera í gær. Íris greindist með kórónuveiruna nokkrum dögum fyrir stóra daginn og er því reglum samkvæmt í einangrun. Lífið 15. ágúst 2021 18:55
Telur að laða þurfi menntaða heilbrigðisstarfsmenn aftur til starfa Þingmaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórninni hafi fatast flugið í að fjármagna heilbrigðiskerfið og fjölga starfsfólki innan þess. Hún segir ekki hægt að ætlast til þess að heilbrigðisstarfsfólk hlaupi sífellt hraðar, þegar álagið eykst. Innlent 15. ágúst 2021 18:12
Mælir með bólusetningu þrátt fyrir að liggja lömuð á Landspítalanum Hin nítján ára gamla Tinna Katrín Owen lamaðist fyrir neðan mitti eftir örvunarskammt af bóluefninu Moderna. Læknar telja þó að lömunin sé aðeins tímabundin. Atvikið hefur ekki haft áhrif á viðhorf Tinnu sem hvetur alla til þess að láta bólusetja sig. Innlent 15. ágúst 2021 16:07
Kannast ekki við skyndilega lömun ungrar konu eftir bólusetningu Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ung kona segir frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti í kjölfar örvunarbólusetningar með bóluefni Moderna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa heyrt af málinu. Tilkynning um það gæti þó átt eftir að berast. Innlent 15. ágúst 2021 12:00
Minnst 64 greindust innanlands í gær Í gær greindust að minnsta kosti 64 innanlands með Covid-19, þar af 38 utan sóttkvíar. Alls liggur 31 sjúklingur inni á Landspítala og hefur þeim því fjölgað um einn frá því í gær. Sex eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. Innlent 15. ágúst 2021 10:54
Hellisbúi nýjasti talsmaður bólusetninga Rúmlega sjötugur Serbi sem búið hefur í helli undanfarin ár ratar nú í heimsfréttirnar fyrir eindregna hvatningu sína til samlanda sinna að láta bólusetja sig. Hann átti erindi til byggða fyrir skemmstu, heyrði þar af Covid-19 og lét slag standa og fékk bóluefni. Erlent 15. ágúst 2021 09:46
Leiðarar úr leið Leiðarar stærstu dagblaða landsins sl. sólarhring valda miklum vonbrigðum - og sýna vanmat á því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 á Íslandi. Leiðarahöfundar virðast telja að bólusetning flestra fullorðinna hérlendis þýði að „alvarleg veikindi séu sjaldgæf“ og „verndi okkur nær algjörlega við ótímabærum dauðdaga“. Þetta stenst ekki skoðun. Skoðun 14. ágúst 2021 18:00
Einn lagður inn á Akureyri með Covid-19 Í gær var einstaklingur lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með Covid-19 og er hann sá fyrsti til þess að vera lagður inn á sjúkrahúsið þar í þessari bylgju faraldursins. Innlent 14. ágúst 2021 17:12
Styrkir Landspítalann fyrir hverja neikvæða athugasemd um sjálfan sig Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason ætlar að styrkja Landspítalann um 118 þúsund krónur. Það eru þúsund krónur fyrir hvert neikvætt tvít sem hefur verið skrifað um hann síðastliðna viku. Lífið 14. ágúst 2021 16:25
Hátt í fjögur hundruð börn í sóttkví eftir vikuna Hátt í fjögur hundruð börn hafa verið send í sóttkví í þessari viku vegna leikskóla- eða frístundastarfs. Flestir leikskólar eru nýteknir til starfa á ný eftir sumarfrí. Grunnskólar hefja göngu sína á næstu dögum og má því ætla að enn fleiri börn eigi eftir að lenda í sóttkví á næstu vikum. Innlent 14. ágúst 2021 15:32
Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. Innlent 14. ágúst 2021 13:51
„Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum“ Fari svo að Landspítalinn lýsi yfir neyðarástandi vegna álags, yrði sóttvarnalæknir fljótur að skila inn tillögum að hertum sóttvarnaráðstöfunum innanlands og minnir á að fækkun smitaðra í samfélaginu taki minnst tvær vikur að skila sér með tilliti til álags á spítalann. Innlent 14. ágúst 2021 12:24
Allur leikskólinn sendur í sóttkví Öll börn og allt starfsfólk leikskólans Álftaborg í Safamýri í Reykjavík hafa verið send í sóttkví eftir að smit kom upp hjá einum starfsmanni leikskólans. Innlent 14. ágúst 2021 11:28
Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. Innlent 14. ágúst 2021 11:01
Nýlegs örvunarskammts ekki lengur getið í vottorðum Íslendingar á leið til útlanda geta nú fengið hefðbundið bólusetningarvottorð í Heilsuveru án þess að nýlegur örvunarskammtur raski vottorðinu. Innlent 14. ágúst 2021 10:18
Delta er ekki jafn smitandi og hlaupabóla en mun skæðari en fyrsta afbrigðið Delta-afbrigði kórónuveirunnar SARS-CoV-2 er ekki jafn smitandi og hlaupabóla en mun meira smitandi en það afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst kom fram í Wuhan í desember árið 2019. Erlent 14. ágúst 2021 07:01