Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.



Fréttamynd

Vonbetri eftir daginn í dag

„Eftir þennan dag er ég vonbetri um að þetta geti náð saman. Ég segi það með þeim fyrirvara að það eru nokkur stór álitaefni eftir. En miðað við hvernig við höfum leyst önnur álitaefni er ég bjartsýn á að við náum niðurstöðum í þeim. Meiri líkur en minni eftir þennan dag að við sjáum nýja ríkisstjórn alla vega fyrir áramót.“

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir

Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Viku frestur til að kæra kosningarnar

Viku kærufrestur hófst í dag til að kæra framkvæmd nýafstaðinna kosninga til Alþingis, þegar Landskjörstjórn staðfesti kjör þingmanna fyrir sitt leyti. Þing þarf að koma saman á innan við tíu vikum frá kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Bjart­sýn á að til verði stjórn sem þori að taka á­kvarðanir

Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í.

Innlent
Fréttamynd

Frá­farandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram

Kristrún Frostadóttir segir liggja fyrir að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. Við stjórnarmyndunarviðræður nú sé mikil áhersla lögð á efnahagsmálin. Búið sé að setja fram nokkuð stífan afkomuramma í viðræðunum.

Innlent
Fréttamynd

Landskjör­stjórn kemur saman til fundar

Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum og nokkur ágreiningsefni nú þegar verið leyst.

Innlent
Fréttamynd

Vinnuhópar funda eftir há­degi

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram nú fyrir hádegi. Eftir hádegi munu vinnuhópar á vegum flokkanna funda um einstök málefni.

Innlent
Fréttamynd

Út­hluta þing­sætum á morgun

Landskjörstjórn kemur saman til fundar á morgun, þriðjudaginn 10. desember, klukkan 11:00 til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

„Mér finnst þetta mjög ó­sann­gjarnt“

Stjórnmálafræðingur segir ósanngjant að 22 þúsund kjósendur eigi sér ekki fulltrúa á þingi. Fráfarandi forseti Alþingis segir ekki um ósanngirnismál að ræða, mestu máli skipti að niðurstaða kosninga endurspegli vilja þjóðarinnar og stuðli að starfhæfum meirihluta.

Innlent
Fréttamynd

Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sam­eigin­lega sam­nefnara

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Ráða­menn uggandi vegna væntan­legrar niður­stöðu starfs­hóps

„Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“

Innlent
Fréttamynd

Haf­ró og Fiski­stofa skiluðu um­sögnum um hval­veiðar fyrir kosningar

Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofa skiluðu umsögnum sínum um hvalveiðar til matvælaráðuneytisins fyrir síðustu alþingiskosningar. Í leynilegum upptökum sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ef ekki næð­ist að gefa út hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­ar væri vel hægt að gera það á með­an aðr­ir flokk­ar reyndu að mynda rík­is­stjórn.

Innlent
Fréttamynd

Hafa þegar af­greitt ýmis á­greinings­efni

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og ágreiningsmál.

Innlent
Fréttamynd

Engin endur­talning í Kraganum

Niðurstaða skoðunar yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis á framkvæmd talningar eftir nýafstaðnar alþingiskosningar er sú að ekkert bendir til þess að framkvæmd talningar eða kjörfundar að öðru leyti hafi verið ábótavant. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis telur því ekki þörf á endurtalningu eða frekari staðfestingu niðurstaðna kosninganna.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar

Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist.

Innlent
Fréttamynd

Allir í við­bragðs­stöðu í Kapla­krika vegna endurtalningar

Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar.

Innlent
Fréttamynd

Arn­dís Anna og Brynjar vilja dómara­sæti

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru á meðal umsækjenda um embætti héraðsdómara. 

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að vera for­maður í stjórnar­and­stöðu

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og formaður Framsóknar segir eðlilegt að óánægja komi upp eftir vonbrigðakosningar. Hann hefur ekki heyrt af mögulegum formannaskiptum hjá flokknum. Það sé eðlilegt að Framsókn verði í stjórnarandstöðu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef átt á­kveðin sam­töl“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast.

Innlent
Fréttamynd

Fresta út­hlutun þing­sæta

Að beiðni yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hefur landskjörstjórn ákveðið að fresta fundi til úthlutunar þingsæta sem halda átti á morgun. Ástæðan er meðal annars sautján utankjörfundaratkvæði sem þarf að úrskurða um.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólguálag hækkar og fjár­festar óttast að ný ríkis­stjórn sýni ekki nægt að­hald

Vextir á skuldabréfamarkaði fóru hækkandi í aðdraganda Alþingiskosninga, meðal annars vegna óvissu um niðurstöðu þeirra, og eru verðbólguvæntingar fjárfesta núna farnar að rísa á nýjan leik sem kann að vera merki um að þeir „óttist“ að væntanleg ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins muni ekki sýna nægt aðhald í ríkisrekstrinum, að sögn sjóðstjóra. Útlit er fyrir að vextir Seðlabankans muni að óbreyttu lækka jafnt og þétt í hverri vaxtaákvörðun á nýju ári og verði mögulega komnir niður í 6,5 prósent í árslok.

Innherji
Fréttamynd

Þessi voru oftast strikuð út í Norðaustur­kjör­dæmi

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var sá frambjóðandi í kjördæminu sem oftast var strikað yfir í nýafstöðnum kosningum. Næstur var oddviti Samfylkingarinnar en þar á eftir kom maðurinn í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins hugnaðist ekki 23 kjósendum flokksins.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum málamiðlunarflokkur“

Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins segir fundi með Viðreisn og Samfylkingunni ganga vel. Hann segir ófrávíkjanlega kröfu flokksins að stefna að því að útrýma fátækt á Íslandi. Flokkurinn sé þó málamiðlunarflokkur.

Innlent