Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. Innlent 16. október 2024 22:46
Uppstillingar á báðum listum í Reykjavík Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykkti í kvöld einróma að haga vali á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmum með uppstillingu. Innlent 16. október 2024 22:13
Oddný ætlar ekki aftur fram Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður flokksins, mun ekki sækjast eftir sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum. Innlent 16. október 2024 21:19
Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. Innlent 16. október 2024 21:11
Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Innlent 16. október 2024 20:37
Skýr skilaboð um að hún vilji verða formaður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ákvörðun sína um að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar, vera skýr skilaboð um að hún sé reiðubúin að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum þegar þar að kemur. Innlent 16. október 2024 18:17
Steinunn Þóra gefur ekki kost á sér Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið það út að hún sækist ekki eftir því að taka sæti á lista hreyfingarinnar yfir komandi Alþingiskosningar. Innlent 16. október 2024 17:45
Stemningin „eftir atvikum ágæt“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja skiptingu ráðuneyta Vinstri grænna fyrir forseta á ríkisráðsfundi á morgun, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 18. Hann segir ráðherra VG samt sem áður verða áfram ráðherrar. Innlent 16. október 2024 17:43
Óli Björn hættir á þingi Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. Hann segir ákvörðunina hafa legið fyrir í nokkurn tíma. Innlent 16. október 2024 16:22
„Ef allir gerðu þetta væri landið stjórnlaust“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir með ólíkindum ábyrgðarlaust af Vinstri grænum að starfa ekki í starfsstjórn, sem forseti hefur óskað eftir að sitji þar til ný ríkisstjórn er mynduð. Innlent 16. október 2024 16:16
Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þórdísar Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum. Innlent 16. október 2024 15:44
Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. Innlent 16. október 2024 15:30
Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. Innlent 16. október 2024 15:20
Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Innlent 16. október 2024 13:48
Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. Innlent 16. október 2024 13:36
Bæjarstjórinn íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína til að taka sæti á lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember. Innlent 16. október 2024 13:25
Vill vera oddviti áfram og hlakkar til slagsins Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, mun sækjast eftir endurkjöri í fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæmin. Hann hefur fengið mótframboð og því stefnir í slag um oddvitasætið. Innlent 16. október 2024 12:37
Útilokar ekkert en mundar tuskuna gegn smjörklípunum „Ég bíð við símann og fylgist með í gegnum dyrabjölluna heima,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Bjargs íbúðafélags, í léttum dúr þegar hann er inntur eftir því hvort hann vonist til að lenda á uppstilltum lista fyrir þingkosningarnar. Innlent 16. október 2024 12:30
Sjálfstæðismenn kjósa um efstu sæti á lista á landsbyggðinni Kosið verður um efstu sætin á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í landsbyggðarkjördæmunum á fundum kjördæmaráða sem fara fram á sunnudag. Raðað verður í neðri sætin. Innlent 16. október 2024 12:26
Viðstaddir í Strassbourg fengu smjörþefinn af pólitískri ólgu á Íslandi Stuðla ætti að frekari sameiningu íslenskra sveitarfélaga, veita Reykjavík sérstaka stöðu sem höfuðborg og bæta samskipti sveitarfélaga og ríkis, samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar Evrópuráðsins. Til stóð að innviðaráðherra ávarpaði sveitarstjórnarþing ráðsins í Strassbourg morgun en viðstaddir fengu í staðinn smjörþefinn af þeirri óvissu sem ríkir í íslenskum stjórnmálum. Innlent 16. október 2024 11:59
„Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. Innlent 16. október 2024 11:54
Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. Innlent 16. október 2024 11:29
Jens Garðar vill oddvitasætið Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Hann er aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtæksisins Kaldvíkur. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu í síðustu kosningum. Innlent 16. október 2024 11:23
Ríkisstjórn í almannaþágu, ekki auðvalds Nú er staðfest að við göngum til kosninga 30. nóvember næstkomandi. Stjórnmálafólk mun, líkt og venjulega, lofa öllu fögru og tala um mikilvægi þess að reisa við heilbrigðiskerfið okkar, menntakerfið, innviði, að ná niður verðbólgu og vöxtum. Skoðun 16. október 2024 11:17
Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. Innlent 16. október 2024 11:11
„Bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í“ Alþingismaðurinn Sigmar Guðmundsson segist hafa almennt áhyggjur af stöðu mála og vill ráðherrastól í framtíðinni. Lífið 16. október 2024 10:32
Styðjum fólk í sjálfbærari neyslu Lausnir á stærstu grænu áskorunum samtímans virðast oft vaxa stjórnmálafólki í augum – hvort sem er umgengni við auðlindir Jarðar, sú virðing sem við sýnum vistkerfum eða hvernig á að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Skoðun 16. október 2024 10:16
Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. Innlent 16. október 2024 09:40
Mannúð í stað markaðslausna Það er ástæða til að fagna komandi kosningum þó þær séu skyndilegar því loksins losnum við við eina skaðlegustu ríkisstjórn í manna minnum. Skoðun 16. október 2024 09:30
Framboðin þurfi að vanda sig Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir mikilvægt að öll framboð hugi að formsatriðum við skil á sínu framboði. Frestur er til 31. október til að skila inn framboðslistum. Kristín hvetur einnig framboðin til að nota rafræn meðmælendakerfi. Innlent 16. október 2024 09:02