Gameveran og Óli Jóels kíkja til Queens Stelpurnar í Queens fá til sín góða gesti í streymi kvöldins. Það eru þau Marín eða Gameveran og Óli Jóels. Leikjavísir 13. september 2022 20:30
Framhald BOTW kallast Tears of the Kingdom Nintendo birti í dag stutta stiklu fyrir nýjasta Zelda-leikinn. Framhald leiksins Breath of the Wild hefur fengið titilinn Tears of the Kingdom. Leikjavísir 13. september 2022 15:01
Hryllingur hjá GameTíví Strákarnir í GameTíví ætla að láta reyna á taugarnar í kvöld. Það verður eintómur hryllingur hjá þeim í leiknum Pacify. Leikjavísir 12. september 2022 19:30
Assassin's Creed fer loks til Japans Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Ubisoft opinberuðu um helgina að ninjur munu loksins sjást í söguheimi Assassin‘s Creed leikjanna. Starfsmenn fyrirtækisins í Kanada vinna nú að leik sem á að gerast í Japan en spilarar hafa um árabil kallað eftir slíkum leik. Leikjavísir 12. september 2022 13:22
Úr Red Dead í GTA 6 Starfsmenn leikjafyrirtækisins Rockstar kvöddu nýverið leikinn Red Dead Redemption. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ákveðið að hætta að þjónusta fjölspilunarhluta leiksins etir nýjustu uppfærslu hans og munu starfsmenn Rockstar þess í stað einbeita sér að framleiðslu sjötta Grand Theft Auto leiksins. Leikjavísir 9. september 2022 14:18
Heimsækja fjarlæga stjörnuþoku Mjamix, eða Marín, tekur á móti Allifret í kvöld og saman ætla þau að ferðast aftur í tíma til fjarlægrar stjörnuþoku í órafjarlægð. Þau munu spila Lego Star Wars í streymi kvöldsins. Leikjavísir 8. september 2022 20:31
Fallhlífarstökk og skothríð hjá Babe Patrol Stelpurnar í Babe Patrol ætla að æfa sig í stafrænu fallhlífarstökki í kvöld með því að stökkva bæði úr logandi flugvélum og þyrlum í Warzone. Leikjavísir 7. september 2022 20:30
Senda skýr skilaboð til EA og boða upprisu herkænskuleikja Starfsmenn leikjafyrirtækisins Slipgate birtu á dögunum myndband sem sýnir spilun úr leiknum Tempest Rising. Leikurinn svipar mjög til gamalla herkænskuleikja og þá sérstaklega til Command & Conquer-leikjanna. Það er engin tilviljun. Leikjavísir 7. september 2022 16:05
Leggja vinskapinn að veði í Shift Happens Stelpurnar í Queens ætla að leggja vinskapinn að veði í streymi kvöldsins og spila leikinn Shift Happens. Í þeim leik þurfa tveir spilarar að taka höndum saman til að leysa þrautir. Leikjavísir 6. september 2022 20:30
The Last of Us Part I: Ekki einn besti leikur PlayStation að ástæðulausu Það er ekki að ástæðulausu að upprunaleg Last of Us sé af mörgum talinn einhver besti leikur sem gefinn hefur verið út á PlayStation. Þetta er einfaldlega klikkaður leikur og svei mér þá ef hann er ekki betri á PS5 en hann var á PS3. Leikjavísir 3. september 2022 09:00
Hryllingur er BaraSara_ tekur GameTíví yfir Stelpurnar í BaraSara_ munu taka yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Þær munu láta reyna á taugarnar í hryllingsleiknum Devour. Leikjavísir 2. september 2022 19:30
Portal-partí hjá Gameverunni Gameveran, eða Marín, snýr aftur í kvöld eftir sumarfrí. Í fyrsta streymi vetrarins ætlar hún að halda gott Portal 2-partí. Leikjavísir 1. september 2022 20:32
Samruni leikjarisa undir smásjám víða um heim Samkeppniseftirlit Bretlands hefur lokið grunnskoðun á kaupum Microsoft á leikjarisanum Activision Blizzard. Niðurstaða þeirrar skoðunar er mögulega gætu þau haft slæm áhrif á samkeppni á tölvuleikjamarkaði. Yfirvöld víða um heim hafa svipaðar áhyggjur af kaupunum. Viðskipti erlent 1. september 2022 13:00
Skotið og eldað hjá Babe Patrol Það verður bæði skotið og eldað hjá stelpunum í Babe Patrol í kvöld. Þær ætla sér að taka á því í eldahúsinu og spila leikinn Overcooked í streymi kvöldsins. Leikjavísir 31. ágúst 2022 20:31
Móna hrellir áhorfendur í Maid of Sker Móna í Queens ætlar að hrella áhorfendur sína í kvöld. Það mun hún gera með því að spila hryllingsleikinn Maid of Sker. Leikjavísir 30. ágúst 2022 20:30
GameTíví: Lofa þremur sigrum í Warzone Strákarnir í GameTíví ætla að kíkja á nýjustu uppfærslu Warzone í kvöld. Þá heita þeir því að ná þremur sigrum í streyminu. Leikjavísir 29. ágúst 2022 19:31
Nýir leikir og sjórán Strákarnir í Sandkassanum ætla að skoða nýja leiki í kvöld. Þeir munu þó einnig stunda sjórán í leiknum Sea of Thieves. Leikjavísir 28. ágúst 2022 20:30
Prufukeyra nýja uppfærslu Warzone Stelpurnar Í Babe Patrol ætla að skoða nýjustu uppfærslu Warzone í kvöld. Í leiðinni munu þær reyna að sækja sigra á Caldera. Leikjavísir 24. ágúst 2022 20:31
Stiklusúpa: Allt það helsta frá fyrsta kvöldi Gamescom Tölvuleikjasýningin Gamescom 2022 hófst í kvöld en af því tilefni voru fjölmargir leikir sem eru í vinnslu opinberaðir í fyrsta sinn. Þar að auki voru sýndar stiklur og margt annað góðmeti. Leikjavísir 23. ágúst 2022 22:32
Drottningarnar snúa aftur úr sumarfríi Drottningarnar í Queens snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Þær munu verja fyrsta streymi vetrarins í að fara yfir hvað gerðist í sumar, hvaða leikir eru væntanlegir og eflaust rífast yfir co-op leik. Leikjavísir 23. ágúst 2022 20:31
Sprella með áhorfendum Strákarnir í GameTíví ætla að taka á honum stóra sínum í kvöld og sýna áhorfendum sínum hvers megnugir þeir eru. Það munu þeir gera í hinum vinsæla Fall Guys í kvöld. Leikjavísir 22. ágúst 2022 19:30
Stunda sjórán í Sandkassanum Strákarnir í Sandkassanum snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Það fyrsta sem þeir ætla að gera er að valda usla á höfunum sjö. Leikjavísir 21. ágúst 2022 20:31
Láta byssurnar tala eftir frí Stelpurnar í Babe patrol snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Samhliða því má búst við auknu mannfalli á Caldera. Leikjavísir 17. ágúst 2022 20:30
GameTíví snýr aftur Strákarnir í GameTíví snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Það verður margt um að vera hjá þeim og meðal annars rosaleg keppni þeirra á milli. Leikjavísir 15. ágúst 2022 19:31
Spider-Man Remastered: Spidey er enn frábær á PC Það hefur reynst Sony vel að gefa út leiki sína á PC nokkrum árum eftir upprunalega útgáfu. Það hefur hingað til verið gert við God of War, Days Gone og fleiri leiki en nú er komið að Köngulóarmanninum. Leikjavísir 10. ágúst 2022 16:54
Covid-fjörinu að ljúka hjá leikjaframleiðendum Heimsbúar spila minna af tölvuleikjum, eftir að spilunin jókst til muna á tímum Covid. Nú er fólk í meira mæli að leggja frá sér fjarstýringarnar og fara úr húsi. Áhrifin á leikjaframleiðendur eru mikil, þó staðan sé betri en hún var fyrir heimsfaraldurinn. Viðskipti erlent 9. ágúst 2022 16:46
Breimandi fjör í GameTíví í kvöld Haldið gæludýrunum frá skjánum í kvöld, því Daníel Rósinkrans ætlar að spila kattarleikinn Stray í streymi GameTíví. Markmið Rósaer að reyna að klára leikinn krúttlega á innan við tveimur tímum. Leikjavísir 4. ágúst 2022 20:30
Hinsegin streymi hjá ApocalypsticK Meðlimir ApocalypsticK taka yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Þau verða í fullu drag-i og halda hinsegin streymi í tilefni hinsegin daga. Leikjavísir 2. ágúst 2022 20:30
Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. Leikjavísir 29. júlí 2022 11:49
Helgaruppgjör hjá Rocket mob Strákarnir í Rocket Mob ætla að gera upp helgina í streymi kvöldsins og auðvitað spila tölvuleiki. Leikjavísir 17. júlí 2022 18:31