Flugferð Icelandair aflýst vegna mótmæla á flugvelli Flugferð Icelandair frá flugvellinum í Frankfurt am Main til Keflavíkur var aflýst í morgun vegna tafa sem urðu þegar loftslagsaðgerðasinnar mótmæltu á flugvellinum. Aðgerðasinnar hafa mótmælt á fjölförnum flugvöllum í Evrópu síðustu daga. Erlent 25. júlí 2024 10:57
Heimshitamet slegið tvisvar á jafnmörgum dögum Methiti sem mælist nú á jörðinni hélt áfram á mánudag. Þá var dagsgamalt hitamet sem talið er að hafi verið sett á sunnudag slegið um brot úr gráðu. Ekki hefur verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Erlent 24. júlí 2024 12:19
Bráðabirgðamælingar sýna heitasta dag jarðar frá upphafi mælinga Sunnudagurinn 21. júlí var samkvæmt bráðabirgðatölum Copernicus-loftslagsþjónustu Evrópusambandsins heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga. Erlent 23. júlí 2024 13:45
Rangfærslur um rannsóknarverkefni Running Tide í nýlegri umræðu Í júnímánuði 2024 var töluverð umfjöllun og umræða um kolefnisbindingu í hafi og Running Tide. Á sama tíma og Running Tide fagnar umræðu um jafn mikilvægt mál, hafa rangfærslur og staðreyndavillur því miður verið áberandi. Skoðun 18. júlí 2024 10:02
Vatnið og tíminn Carbfix-aðferðin við að binda koldíoxíð þarfnast vatns. Ekki með neysluvatnsgæðum en þó ferskvatn eða jafnvel sjó. Sérstaklega verður kannað betur hvort sjór henti aðferðinni. Ferksvatnsstreymi á Íslandi er takmarkað eins og annars staðar og þarft að vita hvort saltvatn dugar til kolefnisbindingar. Skoðun 18. júlí 2024 08:01
Loftslagsávinningur Coda Terminal er gífurlegur EFLA verkfræðistofa tók að sér að vinna vistferilsgreiningu á fyrstu stigum hönnunar fyrir Coda Terminal verkefnið. Vistferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar yfir hluta eða alla virðiskeðju framkvæmdarinnar. Umfang þessarar vistferilsgreiningar náði yfir sjóflutninga á milli landa til og frá Coda Terminal, uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og bindingu CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar. Skoðun 17. júlí 2024 12:01
„Verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu“ Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið. Innlent 13. júlí 2024 12:31
Höfnin muni loka á útsýnið og valda hljóðmengun Íbúi í Hvaleyrarholti fordæmir áform Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um að reisa stærðarinnar höfn í Straumsvík. Hún segir þetta vera eins og að fá höfn í bakgarðinn og segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. Innlent 12. júlí 2024 21:02
Heimur á heljarþröm Þegar Covid faraldurinn geysaði um víða veröld voru uppi raddir um það að nota ætti tækifærið, þegar umsvif manna minnkuðu á nánast öllum sviðum, til þess að skrúfa niður neyslusamfélagið. Það yrði hvort sem er að gera fyrr eða seinna ef koma ætti í veg fyrir hörmungar vegna loftlagsbreytinga og áhrif þeirra á lífsviðurværi stórs hluta mannkyns. Skoðun 12. júlí 2024 16:01
Gullverðlaun í mengun Það stendur til að dæla niður 3 milljónum tonna af menguðu CO2 við Straumsvík nokkur hundruð metrum frá sprungusvæði í íbúabyggð. Þetta er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum tankskipum. Skoðun 11. júlí 2024 21:31
Coda Terminal: Verndum náttúru, umhverfi og leiðréttum mýtur Umræður um Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík í Hafnarfirði hafa verið nokkuð fyrirferðarmiklar í fjölmiðlum síðustu daga og vikur. Sem er jákvætt þar sem verkefnið getur haft mikil áhrif í baráttunni fyrir betra loftslagi á jörðinni. Skoðun 11. júlí 2024 13:31
Mengum minna Heiðar Guðjónsson hefur allt á hornum sér gagnvart Orkuveitunni og dótturfyrirtæki hennar Carbfix í grein hér á Vísi sem ber fyrirsögnina “Mengum meira”. Aðrir hafa hrakið sumt í grein Heiðars en víkja þarf að fleiru. Skoðun 11. júlí 2024 08:01
Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. Innlent 10. júlí 2024 19:24
Náttúran hafi sterkt umboð í samfélaginu og þurfi ekki umboðsmann Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sér ekki ástæðu til þess að stofna sérstakt embætti umboðsmanns náttúrunnar, náttúran hafi þegar sterkt umboð í samfélaginu. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Valgerðar Árnadóttur, varaþingmanns Pírata. Innlent 8. júlí 2024 15:27
Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ Innlent 7. júlí 2024 13:30
Carbfix: Stærsta framlag Íslands í loftslagsmálum heimsins Við erum heppin að búa á Íslandi.Fyrir utan að vera friðsælt og öruggt, býr landið yfir miklum náttúrulegum gæðum. Þar getum við nefnt náttúrufegurðina, fiskinn í sjónum og orkuna allt í kringum okkur. Skoðun 7. júlí 2024 09:59
Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. Innlent 6. júlí 2024 14:04
Beryl lék Mexíkó grátt Fellibylurinn Beryl gekk yfir Júkatanskagan í Mexíkó í gær og í nótt eftir að hafa valdið umfangsmikilli eyðileggingu víðs vegar um Karabíahafið og að minnsta kosti tíu dauðsföllum. Erlent 6. júlí 2024 08:21
Leggja til íbúakosningu vegna framkvæmda Carbfix Viðreisn hyggst leggja fram tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þar sem flokkurinn er í minnihluta, að íbúakosning fari fram um leyfi Carbfix til þess að koma upp aðstöðu fyrir loftslagsverkefnið Coda Terminal. Innlent 4. júlí 2024 07:30
Af hverju að byggja Coda Terminal? Carbfix hefur frá árinu 2007 lagt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum með því að sinna viðamiklu rannsóknarstarfi sem hefur leitt af sér sannaða leið til þess að breyta lofttegundinni koldíoxíði (CO2) í steindir (karbónöt). Skoðun 3. júlí 2024 19:00
Umræðan verði að vera málefnaleg Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix segir eðlilegt að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Innlent 2. júlí 2024 18:20
Fatasöfnunargámar Rauða krossins fjarlægðir á næstu dögum Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða kross Íslands segir stefnt á að fjarlægja alla fatasöfnunargáma Rauða krossins af grenndarstöðvum í þessari viku. Eftir það mun Sorpa sjá um fatasöfnun en Grænir skátar munu sjá um að tæma og hirða gámana fyrir Sorpu. Nýir gámar eru grænir og allir merktir fyrir textíl. Innlent 2. júlí 2024 15:03
Allt að fimmtíu prósent aukning tilfella alvarlegrar ókyrrðar Loftslagsbreytingar verða þess valdandi að tilfellum ókyrrðar í háloftunum fjölgar. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku.is í samtali við fréttastofu. Hækkandi hitastig í veðrahvolfinu, neðra hluta lofthjúpsins, hefur þau áhrif að kólnar í heiðhvolfinu og hitamunurinn veldur aukinni ókyrrð. Innlent 2. júlí 2024 11:25
„Enn fólk að birtast sem hafði ekki hugmynd um þetta“ Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. Innlent 1. júlí 2024 23:04
Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. Erlent 1. júlí 2024 07:58
Banninu verður ekki flýtt Ráðherra orkumála segir að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum. Bílar 29. júní 2024 13:19
Íslensk hugbúnaðarlausn greinir kolefnisspor innkaupa fyrirtækja Ný íslensk hugbúnaðarlausn sem kallast GreenSenze gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að greina og fylgjast með kolefnisspori í innkaupum. Lausnin er hönnuð og búin til af KPMG og Origo. Í tilkynningu segir að algengt sé að íslensk fyrirtæki geti aðeins gert grein fyrir 30 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í sinni starfsemi. Viðskipti innlent 28. júní 2024 12:50
Íslenskir jöklar minnka um fjörutíu ferkílómetra á ári Heildarflatarmál íslenskra jökla minnkar um það bil um 40 ferkílómetra á ári, eða sem nemur einu Mývatni á ári. Frá aldamótum hefur flatarmál íslensku jöklanna minnkað um um það bil 850 ferkílómetra eða sem samsvarar næstum tíu Þingvallavötnum. Hop íslensku jöklanna er sagt skýrt merki um hlýnandi loftslag. Jöklafræðingar segja áríðandi að fylgjast vel með og minna á alvarlega stöðu. Innlent 27. júní 2024 08:14
Loftslagsáætlun á hugmyndastigi Síðastliðinn föstudag kynntu fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýja og uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur verið í vinnslu síðastliðin tvö ár í þéttu samstarfi stjórnvalda og atvinnulífsins. Stórauknum fjölda aðgerða var lýst sem fagnaðarefni, en áætlunin hefur að geyma 150 aðgerðir í stað 50 áður. Skoðun 19. júní 2024 20:32
Það sem er satt og rétt um kolefnisbindingu í hafi og Running Tide Kolefnisbinding á hafi og landi eru mikilvæg tól í baráttunni við loftlagsvandann. Þær lausnir eiga að koma til viðbótar miklum og hröðum samdrætti í losun. En sökum þess hve hægt það gengur að draga úr losun, eykst nauðsyn fyrir kolefnisbindingu. Skoðun 19. júní 2024 18:00