Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. Innlent 18. júní 2024 23:40
Efast um að ráðherrar nái fram markmiði sínu Formaður Ungra umhverfissinna segir ýmislegt við boðaðar aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skjóta skökku við. Ráðherra hafi meðal annars farið með rangt mál þegar aðgerðirnar voru kynntar í gær. Innlent 15. júní 2024 12:12
Kynntu á annað hundrað aðgerðir í loftslagsmálum Hundrað og fimmtíu aðgerðir voru kynntar í nýrri áætlun í loftslagsmálum í dag. Hún felur í sér grundvallarbreytingu í nálgun stjórnvalda hvað varðar samtal við atvinnulíf og sveitarfélög um loftslagsmál. Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu uppfærða útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum í dag. Aðgerðaáætlunin samanstendur af 92 loftslagsaðgerðum og 58 loftslagstengdum verkefnum. Innlent 14. júní 2024 21:01
Kynna 150 aðgerðir í loftslagsmálum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur kynningarfund í dag þar sem uppfærð áætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem inniheldur einar 150 aðgerðir, verður kynnt. Innlent 14. júní 2024 13:30
Lokuðu ferðamannastöðum og skólum vegna mikils hita Loka þurfti einum vinsælasta ferðamannastað í Grikklandi, Akrópólis í Aþenu, í dag vegna mikils hita. Þá var einnig skólum lokað og gefin úr viðvörun frá heilbrigðisyfirvöldu. Hitabylgja gengur nú yfir landið. Methiti, miðað við árstíma, var í dag og verður á morgun í Aþenu. Hitastigið gæti náð 43 gráðum. Erlent 12. júní 2024 23:44
Running Tide segir upp öllu starfsfólki á Íslandi Fyrirtækið Running Tide sagði síðasta föstudag öllu sínu starfsfólki á Íslandi upp. Kristinn Árni L. Hróbjartsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði frá þessu á Linkedin síðu sinni í dag. Hann segir síðasta föstudag einn þann erfiðasta dag sem hann hefur upplifað. Hann segir fyrirtækið ekki gjaldþrota og að allir starfsmenn muni fá laun greidd út uppsagnarfrest og allir birgjar fái greitt. Viðskipti innlent 12. júní 2024 21:24
Stefnt á að virkjun Hvalár geti hafist eftir tvö ár Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. Viðskipti innlent 12. júní 2024 21:12
Íhuga að virða tímamótadóm að vettugi Neðri deild svissneska þingsins greiðir atkvæði um tillögu um að stjórnvöld hunsi tímamótadóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að þau yrðu að gera meira til þess að draga úr hnatttrænni hlýnun. Þingmenn saka dómstólinn um inngrip í innri málefni landsins. Erlent 12. júní 2024 10:17
Orkuskipti í forgang Veröldin stefnir núna hraðbyri inn í flöskuháls fjöldaútdauða tegunda ásamt yfirstandandi loftslagsbreytingum. Alþjóðlega er stefnt að því að halda hækkun á meðalhita jarðar innan við 2 gráður á Celsius, en málið er ekki svo einfalt. Mikil afneitun er í gangi og stjórnmálamenn yst á hægri væng stjórnmálanna, sem afneita vísindalegum niðurstöðum loftslagsvísinda, njóta mikils og vaxandi fylgis. Skoðun 10. júní 2024 17:00
Jónsósómi Það komst eitt sinn í tísku að berjast með bölmóðinn að vopni og sjá ekkert bjart framundan. Undanfarið ár hefur verið rekin mikil herferð gegn laxeldi í sjó, einmitt í þessum sérstaka heimsósómastíl. Þar er allt sem úrskeiðis fer í mannheimum laxeldinu að kenna sama hvað það er. Skoðun 6. júní 2024 21:01
Icelandia kolefnisjafnar akstur flugrútunnar Kynnisferðir, sem starfa undir nafninu Icelandia, munu hér eftir kolefnisjafna allan sinn akstur í samstarfi við VAXA Technologies. Um er að ræða akstur bæði flugrútunnar og dagsferða Reykjavík Excursions. Innlent 4. júní 2024 17:50
Bein útsending: LOKI – Kolefnisreiknir innviðaframkvæmda Vegagerðin stendur fyrir hádegisfundi milli klukkan 11:30 og 12:30 í dag þar sem kynntur verður til leiks LOKI, nýr kolefnisreiknir fyrir innviðaframkvæmdir sem Vegagerðin hefur látið þróa. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Innlent 4. júní 2024 11:00
Fjórir látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Þýskalands Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, heimsótti bæinn Reichertshofen í gær en að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir mikil flóð í Bæjaralandi. Kanslarinn segir hörmungarnar til marks um nauðsyn þess að grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Erlent 4. júní 2024 07:42
Verður þér að góðu? Nú þegar rúmlega fjörutíu sveitarfélög vinna eftir nálguninni um heilsueflandi samfélag ásamt fjölbreyttum vinnustöðum þar á meðal mörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum er mikilvægt að horfa til matarmenningar og neysluhátta. Markmið heilsueflandi samfélags, skóla og annarra vinnustaða er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum þar sem hlutverk mataræðis er stórt. Skoðun 3. júní 2024 08:01
Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). Skoðun 30. maí 2024 14:01
Um 60 prósent af farartækjum Póstsins umhverfisvæn Loftslagsdagurinn 2024 fór fram í Hörpu í fyrradag. Fulltrúar á vegum Póstsins hlýddu á erindin enda loftslagsmál og orkuskipti eitt mikilvægasta viðfangsefnið okkar. Skoðun 30. maí 2024 11:46
Til varnar líffjölbreytileika Ágengar framandi tegundir eru meðal helstu ógna við líffjölbreytileika, ekki síst í vistkerfum sem eru landfræðilega einangruð. Hættan sem fylgir ágengum tegundum er talin geta aukist með síauknum flutningi varnings og ferðafólks, til viðbótar við loftslagsbreytingar. Skoðun 29. maí 2024 08:01
Heilt kjörtímabil án árangurs í loftslagsmálum Í dag stóð Umhverfisstofnun fyrir Loftslagsdeginum í Hörpu, viðburði sem er búinn að festa sig í sessi sem árlegt tilefni til að taka stöðuna og ræða staðreyndir í kringum loftslagsmálin. Fullur salur af sérfræðingum og áhugafólki þurfti þar, líkt og undanfarin ár, að hlusta á umhverfisráðherra lýsa stöðu sem engin kannast við nema þau sem eyða flestum dögum í grænþvottaherbergjum ríkisstjórnarinnar. Skoðun 28. maí 2024 15:54
Yfir fimmtíu stig í hitabylgju í Pakistan Hitamælar sýndu yfir 52 gráður í sunnanverðu Pakistan í gær. Sérfræðingar segja að hitabylgja sem hefur gengið yfir Asíu síðasta mánuðinn sé bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Erlent 28. maí 2024 12:02
Þess vegna er Halla Hrund efst Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna. Skoðun 28. maí 2024 12:01
Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. Innlent 27. maí 2024 20:40
Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Útlit er fyrir að Íslands nái losunarskuldbindingum sínum á fyrstu tveimur árum Parísarsamkomulagsins samkvæmt nýjum tölum Umhverfisstofnunar. Heildarlosun jókst um eitt prósent en samfélagslosun stóð í stað. Innlent 27. maí 2024 14:40
Í dag er dagur líffjölbreytileika Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir.S Skoðun 22. maí 2024 08:00
Umhverfis- og loftslagsmálin „Icesave okkar tíma“ „Nú er til dæmis mál sem brennur mjög augljóslega á ungu fólki í dag og ætti ekki að hafa farið framhjá neinum; umhverfis- og loftslagsmálin. Ég er búinn að vera að standa í þessari kosningabaráttu núna í einhverjar vikur og ég hef aldrei verið spurður út í það.“ Innlent 17. maí 2024 10:30
Þróun ES-30 flugvélarinnar flutt frá Svíþjóð til Kaliforníu Sænska flugvélafyrirtækið Heart Aerospace tilkynnti í dag að það hefði ákveðið að flytja hluta af þróunarstarfi vegna þrjátíu sæta tvinn-rafmagnsflugvélar frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Jafnframt hefur félagið hætt við verksmiðjubyggingu í Halmstad en í staðinn ákveðið að reisa rannsóknar- og þróunarmiðstöð í Los Angeles í Kaliforníu. Erlent 15. maí 2024 17:44
Lausnin út í mýri? Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. Skoðun 15. maí 2024 12:31
Nýsköpun er svarið Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum virðast oft vera óyfirstíganleg. En hvað gerist ef við horfum á þessar áskoranir frá nýju sjónarhorni? Að nú sé einmitt tækifærið til að skrifa nýjan kafla, að endurmarka heiminn í átt að sjálfbærri og grænni framtíð. Árangur í loftslagsaðgerðum kallar nefnilega á nýja hugsun – nýja nálgun. Skoðun 15. maí 2024 09:15
Nýir fatasöfnunargámar á leið til landsins Nýir fatagámar Sorpu eru nú framleiðslu og munu koma til landsins í byrjun júní. Sorpa tekur við fatasöfnun af Rauða krossinum í byrjun júní. Lítill hluti þess sem er safnað hérlendis selst innanlands. Greint var frá því fyrr í gær að slæm umgengni væri við gámana víða um borg. Innlent 15. maí 2024 08:57
Gróðureldar ógna olíuvinnslumiðstöð í Kanada Hundruð íbúum bæjarins Fort McMurray í Alberta í Kanada hefur verið gert að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem ógna bænum. Fort McMurray er meðal annars miðstöð olíuvinnslu á tjörusöndunum í Kanada. Erlent 15. maí 2024 08:47
Umgengni og viðhorf til fatagáma hafi farið hríðversnandi Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins segir slæma umgengni við fatagámana hafa aukist mikið síðustu ár. Fjallað hefur verið um það í hverfagrúppum á Facebook síðustu daga að fatagámar séu fullir og búið að tæta úr pokum. Sorpa tekur við söfnun textíls úr fatagámum í júní. Innlent 14. maí 2024 06:47