Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Sjaldgæf sjón í höfuðborginni

Snjóleysið í janúar veldur skíðaáhugafólki á suðvesturhorninu áhyggjum en gefur um leið lögreglumönnum kost á að sinna umferðareftirliti á tveimur hjólum í stað fjögurra.

Innlent
Fréttamynd

Ók inn í garð á Snorrabraut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði það nokkuð náðugt í gærkvöldi og nótt ef marka má dagbók lögreglu. Aðeins 46 mál komu inn á borð lögreglu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Sunn­a Elvir­a ekki á vitn­a­list­a í Skák­sam­bands­mál­in­u

Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem lamaðist til lífstíðar eftir að hafa fallið um fjóra metra á heimili sínu í Málaga á Spáni og sætti farbanni vegna fíkniefnamáls, kemur ekki til með að bera vitni í Skákasambandsmálinu svokallaða. Sigurður Kristinsson, fyrrverandi eiginmaður Sunnu, er einn þriggja sakborninga í málinu, sem snýr að smygli á fíkniefnum til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Starfsfólk Landspítalans afvopnaði ósáttan hnífamann

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn.

Innlent