Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Barcelona-ævintýri Cesc Fabregas úr sögunni

    Raul Sanllehi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að félagið muni ekki gera annað tilboð í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, en félagið eltist við Fabregas allt síðasta sumar og hefur verið orðað við leikmanninn í langan tíma.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Balotelli: Mourinho þarf að læra kurteisi og mannasiði

    Mario Balotelli, framherji Manchester City og fyrrum lærisveinn Jose Mourinho hjá Inter, er einn af fáum leikmönnum portúgalska stjórans sem talar ekki vel um þjálfarann. Það var mjög stormasamt sambandið á milli þeirra Balotelli og Mourinho þessi tvö ár þeirra saman á Ítalíu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Messi er enginn leikari - þriggja mínútna sönnun

    Það er erfitt að stöðva Barcelona-manninn Lionel Messi sem er af mörgum talinn vera besti fótboltamaður í heimi. Ólíkt flestum öðrum knattspyrnusnillingum þá lætur Messi leikaraskapinn næstum því alveg vera og það þrátt fyrir að verða fyrir stöðugum árásum frá grimmum varnarmönnum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldinho búinn að semja við æskufélagið sitt Gremio

    Brasilíumaðurinn Ronaldinho er á heimleið en hann hefur gert samning við æskufélagið sitt Gremio og er því væntanlega búinn að spila sinn síðasta leik með AC Milan. Paulo Odone, forseti Gremio, staðfesti það í kvöld að félagið væri búið að semja við Ronaldinho.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson ánægður með dráttinn

    Man. Utd dróst gegn franska liðinu Marseille í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ánægður með dráttinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: Barcelona vildi ekki mæta okkur

    Stórleikur sextán liða úrslita Meistaradeildar Evrópu er tvímælalaust viðureign Barcelona og Arsenal. Liðin mættust einnig í keppninni í fyrra og þá sló Barcelona sveina Wenger úr keppni, 6-3 samanlagt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Redknapp spenntur fyrir Milan

    Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segist vera spenntur fyrir leikjum liðsins gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dómari segir að Ronaldo sé svindlari

    Cristiano Ronaldo, stórstjarna Real Madrid, er óheiðarlegur leikmaður. Þetta segir danski dómarinn Claus Bo Larsen sem dæmdi í vikunni sinn síðasta leik í Meistaradeildinni þegar Ajax vann AC Milan á San Siro.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Drogba: Erfitt að spila þennan leik

    Didier Drogba snéri á sinn gamla heimavöll í kvöld er Chelsea sótti Marseille heim. Franska liðið vann góðan heimasigur og Drogba var ekki kátur eftir leikinn þó svo hann hafi fengið góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Marseille.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal í sextán liða úrslit - Chelsea tapaði

    Arsenal komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu er liðið lagði Partizan Belgrad á heimavelli. Leikurinn var liðinu alls ekki auðveldur en Partizan jafnaði 1-1 áður en Arsenal kláraði leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney: Ánægður með formið og frammistöðuna

    Wayne Rooney, framherji Manchester United, var sáttur eftir 1-1 jafntefli á móti Valencia í Meistaradeildinni í gær en með því tryggði United sér sigur í sínum riðli. Rooney náði ekki að skora í leiknum en átti marga góða spretti og flottar sendingar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sir Alex: Rooney að verða betri með hverjum leik

    Manchester United tók toppsætið í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir 1-1 jafntefli gegn Valencia í kvöld. Sir Alex Ferguson eyddi flestum sínum kröftum eftir leik í að hrósa sóknarmanninum Wayne Rooney sem sé enn betur að finna taktinn með hverjum leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Redknapp: Algjör snilld að vinna riðilinn

    „Þegar dregið var í riðla sagði ég að þetta yrði mjög erfiður riðli. Ég tel þetta hafa verið sterkasta riðilinn og að enda á toppi hans er algjör snilld," sagði Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ashley Cole og Nicolas Anelka verða hvíldir á morgun

    Ashley Cole og Nicolas Anelka fóru ekki með Chelsea til Marseille þar sem að liðið mætir heimamönnum í lokaleik riðilakeppni Meistaradeildarinnar á morgun. Leikurinn skiptir ekki miklu máli því það er þegar ljóst að Chelsea-liðið vinnur riðilinn og Marseill fylgir þeim í 16 liða úrslitin.

    Enski boltinn