Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Guardiola: Gefumst aldrei upp

    Það var ævintýralegt að fylgjast með Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þegar Iniesta jafnaði leikinn í kvöld. Hann hljóp eftir allri hliðarlínunni til að taka þátt í fögnuðinum. Rétt eins og Jose Mourinho gerði með Porto á Old Trafford á sínum tíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pique: Virði ákvörðun dómarans

    Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, bíður eflaust spenntur eftir úrslitaleiknum í Meistaradeildinni en hann var einmitt á mála hjá Man. Utd áður en hann fór til Barcelona.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Graham Poll: Þetta var hárréttur dómur

    Fyrrum dómarinn Graham Poll hefur komið ítölskum kollega sínum Roberto Rosetti til varnar eftir meistaradeildarleikinn í gær og segir hann hafa tekið hárrétta ákvörðun þegar hann dæmdi víti á Manchester United og sendi Darren Fletcher af velli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fimmti úrslitaleikur Ferguson

    Alex Ferguson mun stýra liði í úrslitaleik í Evrópukeppni í knattspyrnu nú í lok mánaðarins er United mætir annað hvort Chelsea eða Barcelona í Róm.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fletcher sá fyrsti síðan 2003

    Darren Fletcher verður fyrsti leikmaðurinn sem tekur út leikbann í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðan að Pavel Nedved gerði það árið 2003.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rauða spjaldið stendur

    Knattspyrnusamband Evrópu segir að ekkert sé hægt að gera til að draga rauða spjaldið sem Darren Fletcher fékk í leik Manchester United og Arsenal til baka.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson: Kannski sér dómarinn að sér

    Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vonast innilega til þess að Roberto Rosetti dómari viðurkenni að það hafi verið mistök að reka Darren Fletcher af velli í leik Manchester United og Arsenal í gær.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Wenger er bjartsýnn

    Arsene Wenger hefur tröllatrú á sínum mönnum í Arsenal fyrir síðari leikinn gegn Manchester United í meistaradeildinni annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van Persie og Silvestre æfðu með Arsenal

    Framherjinn Robin van Persie og varnarmaðurinn Mikael Silvestre æfðu báðir með Arsenal í dag og verða því væntanlega klárir í síðari leikinn gegn Manchester United í meistaradeildinni annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferdinand gat æft

    Rio Ferdinand æfði í dag með liði Manchester United og eru það góða fréttir fyrir liðið en United mætir Arsenal í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Evra: Áttum að vinna 4-0

    Franski bakvörðurinn Patrice Evra hjá Manchester United segir að liðið hefði átt að gera betur í leiknum við Arsenal í gær svo það væri í betri stöðu fyrir síðari leikinn í Lundúnum.

    Fótbolti