Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Slasaðist við tökur í Bret­landi

John Goodman slasaðist á mjöðm við tökur á nýrri Hollywood-mynd í Bretlandi í fyrradag. Áverkarnir voru taldir alvarlegir í fyrstu en betur fór en á horfðist. Vonir eru bundnar við að Goodman snúi fljótt aftur til starfa.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Breyta reglum um hljóðfærafar­angur

Flugfélagið Play hefur breytt reglum varðandi hljóðfæraflutninga með flugferðum á vegum félagsins. Fiðlur, básúnur og önnur sambærileg hljóðfæri eru nú velkomin í handfarangurshólfið.

Innlent
Fréttamynd

Til­nefningar til ís­lensku myndlistarverðlaunanna

Íslensku myndlistarverðlaunin verða afhent 20. mars við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin eru í þremur flokkum, Myndlistarmaður ársins, Hvatningarverðlaun og heiðursverðlaun fyrir ævistarf. Sjö myndlistarmenn voru í dag tilnefndir.

Menning
Fréttamynd

Anna Kristín Arn­gríms­dóttir er látin

Leikkonan Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin 76 ára að aldri. Anna Kristín fæddist þann 16. júlí 1948 á Böggvistöðum í Svarfaðardal og var hún dóttir Kristjönu Margrétar Sigurpálsdóttur og Arngríms Stefánssonar.

Innlent
Fréttamynd

Tjörnin trónir á toppnum

Rán Flygenring er í fyrsta sæti á toppi bóksölulistans með bók sína Tjörnina. En hún hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka.

Menning
Fréttamynd

Elísa­bet fær upp­reist æru

Innkaupapokinn er frekar látlaust heiti á tilfinningaþrungnu og litríku leikverki sem byggir á gömlu leikriti Elísabetar Jökulsdóttur – Mundu töfrana. Leikritið gengur í endurnýjun lífdaga í samstarfi við leikhópinn Kriðpleir. Áhorfendur fylgjast með glímu leikhópsins við að finna leiðina í gegnum völundarhúsið sem leiktexti Elísabetar er en í seinni hluta sýningarinnar er leikritið sjálft sett á svið. Afraksturinn af þessu sérstaka samvinnuverkefni er leikhúskvöld sem líður manni seint úr minni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Dusta rykið af danssokkunum

„Við erum algjört rólyndisfólk utan sviðs, svo umbreytumst við bara í partýdýr á tónleikum,“ segir listakonan Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Milkywhale. Sveitin var að senda frá sér tónlistarmyndband við lag sem einblínir á að draga djúpa andann og dansa í núinu.

Tónlist
Fréttamynd

Stór­myndir í út­rýmingar­hættu

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir risabreytingar á sjónvarps- og kvikmyndamarkaði útskýra hvers vegna færri kannast við þær kvikmyndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna í ár heldur en tíðkaðist á árum áður þegar stórmyndir voru gjarnan tilnefndar. Hann segir alveg ljóst að stórmyndin sem slík, blockbuster myndin, sé í útrýmingarhættu.

Lífið
Fréttamynd

Hefndi kossins með kossi

Bandaríska leikkonan Halle Berry smellti einum rembingskossi á kollega sinn Adrien Brody á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin í gær. Þar með „hefndi“ hún fyrir það þegar Brody kyssti hana á sömu hátíð fyrir meira en tuttugu árum.

Lífið
Fréttamynd

Maskadagur á Ísa­firði

Móðir á Ísafirði hefur í nægu að snúast enda ber bolludag og maskadag upp á afmælisdag sex ára sonar hennar. Já, maskadagur er haldinn hátíðlegur vestur á fjörðum en fyrir vikið er lítið um fagnaðarlæti á öskudaginn sjálfan líkt og annarsstaðar á landinu - í það minnsta á Ísafirði.

Lífið
Fréttamynd

Daniil og Birnir í eina sæng

„Birnir hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum,“ segir rapparinn og ungstirnið Daniil en hann og Birnir voru að senda frá sér lagið Hjörtu. Lagið er unnið í samvinnu við pródúsentinn Matthías Eyfjörð, sem er jafnframt litli bróðir íslensku stórstjörnunnar GDRN.

Tónlist
Fréttamynd

Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið

Guðmundur Ingi Þórvaldsson leikari segist hafa tengst stórleikaranum Anthony Hopkins í gegnum sameiginlega reynslu þeirra af tólf spora kerfinu. Hann segir hvert ár sem tekst að halda börnum frá áfengi og fíkniefnum skipta sköpum. Taka verði utan um þá krakka sem ekki passi inn í.

Lífið
Fréttamynd

Hendur sem káfa, snerta og breyta

Myndlistarkonan Ragnhildur Jóhanns sérhæfir sig í einstaklega grípandi og líflegum málverkum sem vekja upp ýmsar tilfinningar hjá áhorfendum. Hún á afmæli næstkomandi fimmtudag og fagnar deginum með því að opna sölusýningu.

Menning
Fréttamynd

Aukatónleikar Bryan Adams

Vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur Sena ákveðið að halda aukatónleika með Bryan Adams í Eldborg, Hörpu. Aukatónleikarnir fara fram daginn eftir hina tónleika, þriðjudaginn 22. apríl.

Lífið
Fréttamynd

Anora sigur­vegari á Óskarnum

Kvikmyndin Anora fékk flest verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór vestanhafs í nótt. Myndin fékk alls fimm verðlaun og var meðal annars valin besta myndin. Þá varð leikstjóri myndarinnar Sean Baker sá fyrsti til að vinna fern verðlaun fyrir sömu myndina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“

„Eftir að ég var búinn að flytja þetta þá hugsaði ég: „Er ég kannski að segja of mikið?“ segir Guðmundur Einar sem ýtti nýverið úr vör sinni allra fyrstu uppistandssýningu, sem ber heitið Lítill töffari. Guðmundur opnar sig meðal annars upp á gátt um eigið óöryggi, tilraunir hans og kærustu hans til þess að eignast barn og svo glænýtt foreldrahlutverk en óhætt er að segja að hann hefji sýninguna á alvöru sjónarspili.

Menning
Fréttamynd

Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV

Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur segist standandi hissa yfir notkun Ríkisútvarpsins á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um sögu matar og matarmenningar á Íslandi. Í þáttunum eru fleiri viðtöl við Nönnu sem hefur mikið fjallað um matarsögu Íslands.

Innlent