Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Inga tók jóla­lag á fyrsta fundi

Fyrsti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur var haldinn nú í morgun. Glatt var á hjalla og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, var kát og brast hún í söng.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Brostnar væntingar á Frostrósum

Jólatónleikarnir Frostrósir nutu mikilla vinsælda á árum áður, en ég verð að viðurkenna að ég fór aldrei á meðan þeir voru árviss viðburður frá 2002 til 2013. Ekki heldur þegar hefðin var endurreist í fyrra. Ef marka má tónleikana á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu, þá hefur maður ekki misst af miklu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Iceguys með opna búð og á­rita bókina

Iceguys munu árita IceGuys bókina í Iceguys búðinni í Kringlunni á morgun milli klukkan 12 og 13. Búið er að opna búðina aftur en loka þurfti í tvo daga þegar allar hillur tæmdust. Jón Jónsson segir stemmninguna í kringum hljómsveitina ævintýralega.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Bölvað basl á Bond

Innan veggja Amazon hefur lítið sem ekkert gengið að endurvekja James Bond, ofurnjósnarann breska og ímyndaða, frá því Daniel Craig hætti að leika hann og síðasta myndin kom út árið 2021.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Lágspennubókmenntir“

„Þetta er ekki hasarbók, þannig lagað, en ég hef kallað þetta „lágspennubókmenntir“,” segir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, spurður hvort lesendur eigi von á testósterónbombu þegar þeir opna nýjustu bók hans Synir himnasmiðs, skáldsögu um tólf karlmenn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæða­húsi

Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana í bílastæðahúsi í miðborg sænsku borgarinnar Norrköping í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar segja að hinn látni sé rapparinn Gaboro sem hafi verið með tengsl við glæpagengi í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Fjölgar lista­verkum eftir konur á Bessa­stöðum

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla.

Lífið
Fréttamynd

Prinsinn kom á undan Kónginum

Tónlistarmenn eru nú hver um annan þveran að senda frá sér textaverk. Hendingar úr söngtextum eru teknar, settar á pappír, rammað inn og selt. Þetta hefur á fáeinum árum orðið að stórútgerð.

Lífið
Fréttamynd

Brjálaðist út í barn í bíó

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum vegna atviks sem átti sér stað í bíósal í júlí á þessu ári, nánar tiltekið í Sambíóunum í Kringlunni.

Innlent
Fréttamynd

Jói Pé og Króli skrifa söng­leik

Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins.

Menning
Fréttamynd

Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google

Slík ferð hefur verið á hinum 27 ára gamla Snorra Mássyni að ýmsum þykir nóg um. Hann hafði ungur (yngri) vakið nokkra athygli sem hlaðvarpsstjóri ásamt bróður sínum Bergþóri en þeir voru með hlaðvarpið Skoðanabræður.

Lífið
Fréttamynd

Féll í mynd­list en fann sig sem mynd­listar­maður

„Ég verð að segja að mamma og pabbi höfðu rétt fyrir sér, ég fíla mig feitt í myndlist og sé ekkert eftir því vali,“ segir myndlistarmaðurinn Bergur Nordal sem var að opna sína fyrstu einkasýningu hérlendis síðastliðna helgi á Kontórnum, Hverfisgötu. Bergur hefur verið búsettur í Vínarborg undanfarin ár þar sem hann stundar nám við Listaakademíuna og hefur meðal annars sýnt í frægu listgalleríi í Berlín.

Menning
Fréttamynd

Fagnaði fjöru­tíu árum og gaf út textaverk

Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson bauð vinum og vandamönnum til fagnaðar í verslun herrafataverslunar Kölska á dögunum. Tilefnið var útgáfa textaverka sem voru framleidd í tengslum við fjörutíu ára útgáfuafmælis Helga.

Lífið
Fréttamynd

Bestu vin­konur sam­einast í listinni

Vinkonurnar og listakonurnar Hulda Katarína og Helena Reynis ákváðu fyrr í vetur að sameina krafta sína og setja upp sýninguna Tabi-Sabi þar sem þær sækja innblástur í japanska hugmyndafræði. Þær opnuðu með pomp og prakt í Klei Atelier, Baldursgötu 36.

Menning