Sigraði Overtune Showdown með kynþokkanum „Konan mín er kominn rúma 7 mánuði á leið og segir oft að ég sé svo sexý þegar ég þríf. Mér fannst það frábær hugmynd og fyndin til að nota inn á Overtune. Svo kom lagið fáránlega vel út. Þetta app er miklu meira en ég bjóst við,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Örn Magnússon, betur þekktur sem Bixxi, en hann bar sigur úr bítum í Overtune Showdown Vísis, með lag sitt Sexý þegar ég þríf. Lífið samstarf 28. apríl 2022 13:00
Skepta heldur tónleika á Íslandi í sumar Einn stærsti tónlistarmaður Bretlands, rapparinn Skepta, er væntanlegur til landsins til að halda sínu fyrstu sólótóleika á Íslandi. Hann er ein stærsta stjarna rappheimsins sem hefur haldið tónleika á Íslandi. Tónlist 28. apríl 2022 12:46
Svala Björgvins og Sósa eru fluttar Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er flutt og er um þessar mundir að koma sér vel fyrir í nýrri bjartri íbúð ásamt hundinum Sósu. Þær ætla að hafa það náðugt á pallinum í sumar sem er að vekja mikla lukku. Lífið 28. apríl 2022 11:27
Bríet og Bubbi mæta á langþráða Þjóðhátíð Það er loksins komið að því að Þjóðhátíð í Eyjum fari fram eftir að hafa legið niðri síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Landslið listamanna er nú þegar á dagskránni og á enn eftir að bætast við í flóruna eftir því sem nær dregur. Lífið 28. apríl 2022 10:14
Silja Rós og Kusk á upphitunargleði RVK Feminist Film Festival Laugardaginn 30. apríl mun RVK Feminist Film Festival bjóða til upphitunargleði á LOFT Hostel. Þar verður í boði markaður, tónlist, húðflúr og söfnun fyrir nýrri rannsókn. Lífið 28. apríl 2022 09:31
Fyrsta blikið: Óttaðist það mest að „falla fyrir honum“ á blindu stefnumóti Það var mikið um hlátur, grín og gaman á dásamlegu blindu stefnumóti þeirra Bjargar og Villa í stefnumótaþættinum Fyrsta blikið á Stöð 2. Makamál 28. apríl 2022 08:01
Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. Innlent 27. apríl 2022 20:31
Frumsýning - Manic State með glænýtt lag og myndband! Haraldur Már og Friðrik Thorlacius skipa dúóið Manic State og eru þeir heldur betur að þruma sér inn í sviðsljósið en í dag gefa drengirnir út nýtt lag og myndband. Lagið ber heitið Heltekinn og er það Æsir sem ljáir laginu rödd sína. Albumm 27. apríl 2022 14:55
Villi Neto ráðinn til Borgarleikhússins og fer beina leið í Kattholt Leikarinn Vilhelm Neto mun stíga á svið næstu helgi eftir að hafa gert samning við Borgarleikhúsið. Þar mun hann meðal annars taka við hlutverki leikarans Hjartar Jóhanns Jónssonar í leikritinu um Emil í Kattholti þar sem hann heldur í önnur verkefni. Lífið 27. apríl 2022 14:31
Yfirlýsing vegna listaverksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum Verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum var afhjúpað þann 9. apríl sl. fyrir framan Marshallhúsið í Reykjavík. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug, skotpalli og skilti úr brotajárni; hinsvegar af bronsafsteypu af styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1938. Skoðun 27. apríl 2022 13:30
„Þú getur verið virkilega gömul um sextugt eða þú getur verið virkilega ung áttatíu og fimm ára“ Jane Fonda sem er þessa dagana að slá í gegn í þáttunum Grace og Frankie ásamt Lily Tomlin sagði í viðtali að það hræði sig ekki að vera nær dauðanum nú þegar hún er orðin áttatíu og fjögurra ára gömul. Lífið 27. apríl 2022 11:30
„Þá fór ég svo djúpt inn í karakterinn að ég hætti bara ekki að gráta“ Birgir Dagur Bjarkason og Viktor Benóný Benedikstsson fara með tvö af aðalhlutverkunum í myndinni Berdreymi sem fumsýnd var um helgina. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og vann meðal annars verðlaun í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Bíó og sjónvarp 27. apríl 2022 07:00
Fyrrverandi saxófónleikari Earth, Wind & Fire látinn Andrew Woolfolk, fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar Earth, Wind & Fire, er látinn. Philip Bailey, einn söngvara hljómsveitarinnar, greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Lífið 26. apríl 2022 21:18
Speglar hið íslenska í hinu alþjóðlega Hiatus Terræ er fyrsta plata Ara Árelíusar í fullri lengd. Á plötunni leitast Ari við að spegla hið íslenska í hinu alþjóðlega. Albumm 26. apríl 2022 14:30
Auka sýnileika hjá úkraínsku listafólki á Íslandi Samtökin ARTISTS4UKRAINE opnuðu á dögunum listgallerí á Laugavegi 12, í sama húsi og Prikið er staðsett. Þar sýna úkraínskir listamenn verk sín ásamt öðrum og stefnt er að því að hafa galleríið gangandi í að minnsta kosti tvo mánuði til viðbótar. Blaðamaður ræddi við Alexander Zaklynsky, sem stofnaði ARTISTS4UKRAINE ásamt Juliu Mai Linnéu Mariu. Menning 26. apríl 2022 12:30
Beta klæddist ACDC bol á sviðinu í Madríd Hljómsveitin Systur, skipuð af Eyþórsdætrunum Elínu, Sigríði og Elísabetu, steig á svið á Eurovision tónleikum sem haldnir voru í Madríd á Spáni. Tíska og hönnun 26. apríl 2022 11:30
Full Eldborg af Keflvíkingum er ávísun á bestu mögulegu læti Hún var aldeilis biðarinnar virði kvöldstundin í Hörpu laugardaginn 23. apríl þegar keflvísku rokkararnir í hljómsveitinni Valdimar héldu loksins upp á tíu ára afmæli sveitarinnar. Eftir endurteknar frestanir af augljósum ástæðum undanfarin tvö ár var komið að því. Það yrðu læti í Eldborg. Lífið 26. apríl 2022 10:31
Kanada fer af stað með eigin Eurovision keppni Í gær var tilkynnt að Kanada fylgir í fótspor Bandaríkjanna og byrjar með eigin Eurovision keppni. Keppendur frá öllum hlutum Kanada munu keppa með frumsömdum lögum í beinni útsendingu í þáttunum Eurovision Canada. Tónlist 26. apríl 2022 09:57
Hroki listakvenna Í tilefni umræðu fjölmiðla síðustu daga um stuld listakvennanna Bryndísar Björnsdóttur og Steinunnar Gunnlaugsdóttur á verki Ásmundar Sveinssonar afa míns Fyrstu hvítu móðurinni vil ég nefna nokkur atriði. Skoðun 26. apríl 2022 09:31
„Auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel“ „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig.“ Lífið 26. apríl 2022 07:00
Menningarsögu fargað í Hafnarfirði? Þó margt sé vel gert í Hafnarfirði þá situr iðulega það á hakanum sem ekki er hægt að verðmerkja eða reikna út i krónum og aurum. Þar á meðal eru menningarmál, til að mynda staða leikfélaganna í Hafnarfirði: Leikfélags Hafnarfjarðar, sem er á hrakhólum, og Gaflaraleikhússins, sem verður brátt á hrakhólum, ef svo fer sem horfir. Skoðun 26. apríl 2022 07:00
Mánudagsplaylisti Ísaks Morris Tónlistarmaðurinn Ísak Morris hefur komið víða við og er á blússandi siglingu um þessar mundir. Fyrir skömmu sendi hann frá sér lagið You Light Up The Sky sem hefur fengið frábærar viðtökur. Albumm 26. apríl 2022 01:51
Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. Lífið 26. apríl 2022 00:06
Kominn með Emmy og BAFTA-verðlaun í safnið: „Gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins“ Daði Einarsson hlaut í gær BAFTA-verðlaun fyrir myndbrellur í þáttunum Witcher. Hann segir að um krefjandi og skemmtilegt verkefni hafi verið að ræða og er með fleiri í vinnslu. Lífið 25. apríl 2022 22:01
Nýtt lag frá Vök: „Að utan virðist hún djörf og óttalaus, en að innan er hún niðurbrotin og hrædd“ Þríeykið Vök var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið „Miss Confidence“ og fylgir í kjölfar „Lose Control“ sem gefið var út í lok febrúar. Tónlist 25. apríl 2022 16:00
Áfram menning og listir á Akureyri Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt. Skoðun 25. apríl 2022 12:00
Fregnir af hruni Netflix stórlega ýktar: „Hlutabréfaeigendur eru dramadrottningar“ Kvikmyndaleikstjóri telur ólíklegt að streymisveitur fari sömu leið og vídeóleigur eftir fregnir af uppgjöri Netflix í vikunni. Hann segir hlutabréfaeigendur dramadrottningar en staðreyndin sé sú að samkeppnin verði sífellt harðari. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2022 22:01
Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2022 21:28
Lilli klifurmús og Mikki refur á Sólheimum Lilli klifurmús og Mikki refur eru allt í öllu á Sólheimum í Grímsnesi þessa dagana, ásamt öðrum dýrum úr Dýrunum í Hálsaskógi. Mikil stemming er á leikritinu enda standa leikararnir sig eins og hetjur á sviðinu. Innlent 24. apríl 2022 20:31
Þolendur ofbeldis þurfa að þroskast hratt Nýja, Íslenska rokkhljómsveitin Tragically Unknown hefur gefið út sitt fyrsta lag, Villain Origin Story. Albumm 24. apríl 2022 16:31