Lisa Ekdahl með tónleika í Hörpu í sumar Sænska söngkonan Lisa Ekdahl er á leiðinni til landsins og mun halda tónleika í Eldborg í Hörpu þann 6. júní í sumar. Lífið 29. mars 2022 11:19
Sigurður Hannesson nýr stjórnarformaður Sinfóníunnar Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins hefur tekið við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands af Sigurbirni Þorkelssyni, sem hefur sinnt stöðunni síðan 2014. Menning 29. mars 2022 10:54
KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. Menning 29. mars 2022 07:01
Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. Lífið 28. mars 2022 19:41
Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum. Tónlist 28. mars 2022 17:00
Óskarsverðlaunaflutningur Billie Eilish og Finneas O'Connell Systkinin Billie Eilish og Finneas O'Connell unnu Óskarsverðlaunin í ár fyrir besta frumsamda lagið. Bond lagið þeirra No Time to Die var valið það besta úr kvikmyndum síðasta árs. Tónlist 28. mars 2022 15:00
Blue Ivy kom fram í Óskarsatriði Beyoncé Beyoncé ljómaði eins og sólin í stórkostlegu atriði í nótt. Söngkonan Beyoncé opnaði Óskarsverðlaunin með flutningi á laginu Be Alive úr kvikmyndinni King Richard. Tónlist 28. mars 2022 10:31
Billie Eilish hreppir Óskarinn fyrir besta frumsamda lagið Tónlistarkonan Billie Eilish var rétt í þessu að vinna Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lagið ásamt bróður sínum Finneas Eilish. Lagið sem um ræðir heitir No Time To Die og er titillag nýjustu James Bond kvikmyndarinnar. Tónlist 28. mars 2022 03:01
Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar á Óskarsverðlaununum nú í nótt. DeBose er fyrsta dökka opinberlega hinsegin konan til að vinna til Óskarsverðlauna fyrir leik í kvikmynd. Lífið 28. mars 2022 01:04
Myndirnar sem eru tilnefndar sem besta myndin á Óskarnum í kvöld Það hefur eflaust reynst mörgum erfitt að reyna að ná að horfa á allar þær myndir sem tilnefndar eru til Óskarsins sem besta myndin í kvöld. Lífið á Vísi tók saman það allra helsta um hverja mynd fyrir sig til þess að auðvelda málið. Lífið 27. mars 2022 22:11
Stemning á opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar Það var heilmikil stemning í Bíó Paradís við opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar fyrir helgi. Fólk úr kvikmyndabransanum og aðrir góðir gestir fjölmenntu og nutu þess að skála og spjalla án fjölda- og fjarlægðatakmarkana. Bíó og sjónvarp 27. mars 2022 21:00
Útgáfurisinn Universal gefur út íslenska kórtónlist Útgáfurisinn Universal hefur nýverið gefið út plötuna Vökuró í samstarfi við dömukórinn Graduale Nobili. Platan er gefin út undir formerkjum Decca plötuútgáfu Universal. Í þessu felst gríðarlega mikil útrás fyrir íslenska kórtónlist, sem sífellt er að verða vinsælli erlendis. Albumm 27. mars 2022 18:35
Magnaðar ljósmyndir á gömlu almenningssalerni Í Núllinu í miðbæ Reykjavíkur var áður almenningssalerni, en nú er starfrækt þar listastúdíó. Þessi dægrin má þar finna ljósmyndasýningu sem hverfist um Úkraínu, sögu landsins og stríðið sem geisað hefur þar síðasta rúma mánuðinn. Menning 27. mars 2022 18:05
Alexandra Sif í tökum með lagahöfundi Beyoncé Alexandra Sif Tryggvadóttir vinnur hjá stórfyrirtækinu Spotify og er búsett í sólríku Los Angeles. Hún er að gera öfluga hluti vestanhafs í ýmsum verkefnum og öðlaðist það eftirsótta tækifæri að fá að sækja sérstakan fjölmiðla dag fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. Blaðamaður hafði samband við Alexöndru og tók púlsinn á stemningunni svona rétt fyrir Óskarinn. Bíó og sjónvarp 27. mars 2022 11:01
Ópíóðar og þunglyndislyf í blóði trommarans Leifar tíu mismunandi lyfja og efna, meðal annars ópíóða, þunglyndislyfja og kannabis, fundust í blóði trommarans Taylor Hawkins sem féll frá á föstudaginn aðeins fimmtíu ára gamall. Tónlist 27. mars 2022 10:08
Þórdís Erla bæjarlistarmaður Seltjarnarness Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður var útnefnd bæjarlistarmaður Seltjarnarness árið 2022 við hátíðlega athöfn á bókasafni bæjarins föstudaginn 25. mars síðastliðinn. Menning 27. mars 2022 09:43
„Eins og að búa í tjaldi uppi á Esjunni allt árið“ Ragnar Axelsson á ótal minningar af ferðalögum um Síberíu, þar á meðal þegar hann prófaði að skjóta úr byssu úti í skógi í leit að „Wolverine.“ Menning 27. mars 2022 07:00
Handalögmál, hurðum skellt og framhjáhald í Aratungu Það gengur mikið á á sviðinu í Aratungu í Biskupstungum þessa dagana því þar sem verið að sýna farsa, sem kitlar hláturstaugarnar. Hurðum er skellt, misskilningur á sér stað, handalögmál eru á sviðinu, og grátbroslega atvik í bland við sprenghlægileg atriði eins og eiga að prýða góðan farsa. Menning 26. mars 2022 22:31
Wheel of Fortune and Fantasy: Svik og framhjáhald Japana á Stockfish Stockfish kvikmyndahátíðin er nú hafin og kennir þar ýmissa grasa. Fyrsta sýning opnunardagsins var hin japanska Wheel of Fortune and Fantasy eftir Ryûsuke Hamaguchi. Hún inniheldur þrjár stuttmyndir sem tengjast allar á þann máta að hafa kvenpersónur í forgrunni og fjalla um ástarsambönd og einhverskonar svik. Gagnrýni 26. mars 2022 16:56
Íslenskt tónlistarfólk tekur yfir topp tíu Íslenskt tónlistarfólk átti öfluga viku á íslenska listanum. Sex íslensk lög sitja nú í topp tíu og efstu fjögur lög listans eru eftir íslenska tónlistarmenn. Tónlist 26. mars 2022 16:00
Útgáfurisi gefur út íslenska kórtónlist Útgáfurisinn Universal gaf nýverið út plötuna Vökuró í samstarfi við dömukórinn Graduale Nobili. Kórinn var stofnaður um aldamótin og skipar 24 konur á aldrinum 18-32 ára. Tónlist 26. mars 2022 15:46
Eitt elsta bíó landsins brátt fyrir bí Sögu eins elsta kvikmyndahúss landsins lýkur þann 1. maí þegar Borgarbíó á Akureyri hættir starfsemi. Verktakafyrirtækið BB Byggingar hefur keypt húsnæðið og fyrirhuguð er uppbygging á íbúðar- og verslunarrými á reitnum og nærliggjandi svæði. Meðal hugmynda er að rífa húsið og byggja nýtt. Menning 26. mars 2022 09:00
Trommari Foo Fighters látinn aðeins fimmtugur Taylor Hawkins, trommari rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters, er látinn fimmtugur að aldri. Hljómsveitin tilkynnti fráfall hans í gærkvöldi. Tónlist 26. mars 2022 08:48
Reynsluheimur kvenna og kynlíf yfirfærð á strigann Listakonan Aldís Gló Gunnarsdóttir opnar þriðju einkasýningu sína í dag í Gróskusalnum á Garðatorgi 1. Sýningin ber nafnið TABÚ og er bönnuð innan sextán ára. Eins og titill sýningarinnar gefur til kynna skoðar Aldís viðfangsefni sem hafa jafnvel verið tabú í samfélagslegri umræðu og yfirfærir meðal annars reynsluheim kynlífs frá kvenmanns sjónarhorni á strigann. Blaðamaður tók púlsinn á Aldísi og fékk að heyra nánar frá listsköpun hennar. Menning 26. mars 2022 07:01
Vill að umdeilt listaverk til heiðurs samstarfi Rússa og NATO verði fjarlægt Ritari Samtaka hernaðarandstæðinga vill að listaverk fyrir utan Hótel Sögu verði fjarlægt. Verkið er tuttugu ára gamalt og táknar vináttu og samstarf Rússlands við NATO-ríkin. Innlent 25. mars 2022 22:51
Páll Óskar tók lagið: „Ég er búinn að lifa alveg dásamlegu lífi“ Poppkóngurinn Páll Óskar fagnar fimmtugsafmæli sínu í kvöld með stórtónleikum í Háskólabíói í kvöld og á morgun. Hann kveðst ótrúlega þakklátur og segist vera búinn að lifa dásamlegu lífi. Lífið 25. mars 2022 20:34
Tim Burton endurvekur Addams fjölskylduna Tim Burton mun glæða Addams fjölskylduna lífi í nýrri þáttaseríu fyrir Netflix en þetta verður í fyrsta skipti sem hann leikstýrir seríu. Þættirnir bera heitir Wednesday og er það tilvitnun í dóttur Addams fjölskyldunnar sem Jenna Ortega mun leika. Lífið 25. mars 2022 16:30
Fagnar plötuútgáfu með tónleikum í Hörpu: „Platan Drown to Die a Little varð til samhliða heilsufarslegu ferðalagi“ Tónlistarkonan Stína Ágústsdóttir fagnar útgáfu sinnar fjórðu sólóplötu, Drown to Die a Little, með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn næstkomandi, 27. mars. Síðustu verk Stínu, Jazz á íslensku og The Whale hlutu bæði tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hafa fengið jákvæða dóma á Íslandi sem og á Norðurlöndunum. Blaðamaður spjallaði við Stínu um væntanlega tónleika. Tónlist 25. mars 2022 13:30
Friðrik Dór og BÓ endurútsetja lagið Dagar og nætur Friðrik Dór gaf í dag út endurútgáfu af laginu Dagar og nætur. Lagið framleiddi Pálmi Ragnar og mun það birtast í þáttaröðinni Brúðkaupið okkar. Tónlist 25. mars 2022 13:04
Lay Low syngur Með Hækkandi sól í söfnunarmessu fyrir Úkraínu Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, mun flytja lagið Með hækkandi sól í söfnunarmessu fyrir hjálparstarf kirkjunnar í Úkraínu í sunnudagsmessu í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn. Lagið er framlag Íslands til Eurovision í ár. Lífið 25. mars 2022 12:14