Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Lovísa Ósk nýr list­dans­stjóri Ís­lenska dans­flokksins

Lovísa Ósk Gunnarsdóttur hefur verið skipuð í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins. Logi Einarsson, M-menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur skipað hana í embættið frá og með 1. ágúst næstkomandi. Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að alls hafi borist átta umsóknir um starfið.

Menning
Fréttamynd

Walliams furðar sig á vin­sældum eigin frasa á Ís­landi

David Walliams, breski grínistinn og rithöfundurinn, segir það áhugavert að frasi úr bresku gamanþáttunum Little Britain sé notaður í daglegu tali á Íslandi, tveimur áratugum eftir að hann var fyrst kynntur til leiks. Þetta kom fram í nýlegu hlaðvarpi Robs Brydon.

Lífið
Fréttamynd

Klara og fé­lagar í upp­reisn gegn „femínistaþreytunni“

„Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku og sköpunargáfu þau krefjast sem og úthalds,“ segir Klara Elíasdóttir tónlistarkona og lagahöfundur sem hefur ásamt fjórum öðrum listakonum sett af stað hlaðvarpið Á bak við tjöldin.

Lífið
Fréttamynd

Segist vera orðinn of gamall

Bandaríski leikarinn George Clooney segist vera hættur að leika í rómantískum gamanmyndum. Hann segir ástæðuna einfaldlega vera aldurinn.

Lífið
Fréttamynd

Stefna á að loka skólanum á næsta ári

Söngskóla Sigurðar Demetz verður að öllu óbreyttu lokað haustið 2026. Kjarasamningar kennara og illa útfærður samningur við ríkið leiðir til mikilla rekstrarörðugleika innan skólans. Skólastjórinn hefur sjálfur þurft að taka persónulegt lán til að sjá fyrir rekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska ullin grunnurinn í hönnuninni

Magnea Einarsdóttir hefur síðustu tólf árin hannað og framleitt vörur úr íslenskri ull. Hún hefur í tvígang sett í sölu kápulínur sem eru framleiddar úr íslenskri ull á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að það skipti miklu máli að hægt sé að tryggja rekjanleika varanna. Á sama tíma segir hún það ekki skilgreina íslenska hönnun að hún sé framleidd hér.

Lífið
Fréttamynd

Heims­frægir dansarar kenndu nem­endum Brynju Péturs

Brynja Pétursdóttir einn frægasti danskennari landsins segir sitt fólk hafa fagnað vel og innilega þegar hún tilkynnti þeim að von væru á einum frægustu dönsurum í heimi í Hiphop senunni, hollensku systrunum Norah, Yarah og Rosa til Íslands. Þær héldu þriggja daga námskeið hjá Dans Brynju Péturs fyrr í mánuðinum.

Lífið
Fréttamynd

Vonar að tæknin taki aldrei yfir inn­sæi og ást­ríðu

„Ég hef mikinn áhuga á mannlegri hegðun og hlustaði á hlaðvarp um ADHD þar sem var verið að tala um áhrif samfélagsmiðla á heilann okkar. Það var í raun byrjunin á þessu sköpunarferli,“ segir listakonan Ása Karen Jónsdóttir sem var að opna sýninguna „Á milli þess kunnuglega“ í Gallerí Kontór.

Menning
Fréttamynd

Kvikmyndaskóli Ís­lands er gjald­þrota

Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Eld­borg breyttist í vél­rænt hel­víti

Segja má að aukaverkanirnar af tónleikunum á föstudagskvöldið séu þríþættar. Einstaklingar hafa greint frá myrkri framtíðarsýn, eins konar tónlistarútópíu þar sem aðeins orgel ogþungarokk fá að hljóma.

Gagnrýni
Fréttamynd

Eins­leit Edda

Hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðalleikonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki?

Skoðun
Fréttamynd

Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Kefla­vík

Glanni glæpur, Stína símalína, Nenni Níski, Siggi sæti, Halla hrekkjusvín, bæjarstjórinn og sjálfur íþróttaálfurinn er nú mætt til Keflavíkur þar sem leikritið um Glanna glæp í Latabæ er sýnt í Frumleikhúsinu við góðar viðtökur.

Lífið
Fréttamynd

Býður í sósupartý í Smekk­leysu á sunnu­dag

Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss.

Lífið
Fréttamynd

Björk á for­síðu National Geographic

„Annað hvert ár vel ég einn hlut sem ég berst fyrir,“ segir Björk í forsíðuviðtali við National Geographic þar sem hún ræðir við Carrie Battan um umhverfismál, aktívisma og list. Björk prýðir nú forsíðu National Geographic, ein af 33 fulltrúum breytinga; hugsjónafólki, höfundum, fyrirmyndum og ævintýrafólki sem trúa því að heimurinn okkar þarfnist úrræða og aðkallandi aðgerða. 

Lífið
Fréttamynd

Bein út­sending: Hlustendaverðlaunin 2025

Hlustendaverðlaunin 2025 fara fram á Nasa við Austurvöll í kvöld og verður margt um dýrðir og mun landslið tónlistarmanna stíga á stokk. Um er að ræða tólfta skiptið sem hátíðin fer fram.

Lífið