Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

For­setar mættu á til­finninga­ríka stund með Grind­víkingum

Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór.

Lífið
Fréttamynd

Bauð IceGuys upp á al­vöru á­skorun um helgina

Það hefur vart farið fram hjá neinum hérlendis að strákasveitin IceGuys tryllti lýðinn með fimm stórtónleikum í Laugardalshöllinni. Danshöfundurinn, leikstjórinn og listræni stjórnandinn Stella Rósenkranz spilar veigamikið hlutverk í þessu stóra verkefni en blaðamaður náði tali af henni eftir heldur betur viðburðaríka síðustu mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Opnuðu sjóð­heitt hönnunarstúdíó með stæl

Menningarlífið iðaði í miðborg Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld þegar splunkunýja hönnunargalleríið Hakk opnaði dyrnar að Óðinsgötu 1. Opnunin var að sögn forsprakka dúnmjúk og nýjasta hönnunartríó landsins Erindrekar frumsýndi þeirra fyrstu línu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Sig­mundur Davíð er súrreal­isti"

„Það þarf ekki svo mikið til að tvístra fjölskyldu. Ef búið er að spenna upp bogann í nokkur ár er eitt lítið augnaráð eða ein lítil athugasemd nóg,“ segir Jónas Reynir Gunnarsson, rithöfundur. Nýjasta skáldsaga hans, Múffa, er áleitin saga um fjölskyldubönd, vináttu, rými og mörk, frelsi og hyldýpi – og það hvernig fólk kýs að lifa lífi sínu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma

Stjörnur landsins nutu lífsins í vikunni sem er að líða. Jólin nálgast og hitastigið er á leiðinni niður sem ýtti undir hátíðarstemninguna.Það var líka nóg um að vera. Aðventan í algleymingi og einir stærstu tónleikar landsins með strákunum í Iceguys. Þá naut fólk lífsins á ýmsa vegu í faðmi fjölskyldunnar og sumir klæddu sig í rautt.

Lífið
Fréttamynd

Glasi grýtt í and­lit Foxx á af­mæli hans

Óprúttinn aðili henti glasi í munn leikarans Jamie Foxx á 57 ára afmæli hans á föstudag. Sauma þurfti spor í andlit leikarans eftir atvikið en Foxx sjálfur segist þó of lánsamur til að stressa sig á málinu.

Lífið
Fréttamynd

Kristni er miklu meira en menningar­leg arf­leifð

Höfundur Narníubókanna, C.S Lewis, var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur síðustu aldar, hann var líka einn öflugasti málsvari kristinnar trúar á Englandi, og þótt víðar væri leitað. Hann hafði sérstakt lag á því að útskýra trúna og koma henni skýrt til skila, þó án þess að einfalda hana um of. Bók hans „Mere Christianity” þykir afbragðsgóður inngangur að kristni en hún er byggð á útvarpsávörpum sem Lewis flutti á BBC á árunum 1941-1944.

Skoðun
Fréttamynd

Erfitt að skikka fólk til að vera til­lits­samt

Máni Pétursson eigandi og stofnandi Paxal umboðsskrifstofu vonar að gestir á Iceguys-tónleikunum í dag taki tillit til annarra gesta og fari til hliðar, ætli það að vera með börn sín á háhesti. Í dag fara fram þrennir tónleikar í Laugardalshöll með hljómsveitinni vinsælu, þar af tvennir fjölskyldutónleikar. Paxal sér um skipuleggja tónleikana. 

Lífið
Fréttamynd

Skelli­hlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egils­höll

Það var líf,  fjör og hlátrarsköll í Egilshöllinni í gærkvöldi þegar fyrstu tveir þættirnir af sketsaseríunni, Draumahöllinn, voru frumsýndir fyrir fullum sal áhorfenda. Þættirnir hefja göngu sína á Stöð 2 þann 27. desember næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands segir að hún og Ragnar Jónasson hafi fengið margar áskoranir um að skrifa framhald af glæpasögunni Reykjavík. Hún segist ekki myndu geta látið myrða pólitíska andstæðinga sína í mögulegum skáldverkum og segist aðallega vera að huga að endurminningum.

Menning
Fréttamynd

Hug­leiðing um lista­manna­laun II

Ég vil hefja greinina á því að þakka fyrir jákvæðar viðtökur við skrifum mínum og fyrir fjölda upplýsandi bréfa og skemmtileg samtöl. Og síðast en ekki síst, fjölmargar áhugaverðar tillögur að úrbótum er kemur að umgjörð Listamannalauna.

Skoðun
Fréttamynd

Töfrandi og kynngi­magnaður kvenna­heimur opnast

Einn frumlegasti rithöfundur landsins, Kristín Ómarsdóttir, sendi nýlega frá sér sögulega skáldsögu sem ber nafnið Móðurást: Draumþing en hún er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Móðurást: Oddný, sem kom út á síðasta ári en fyrir hana hlaut Kristín Fjöruverðlaunin 2024.

Lífið samstarf
Fréttamynd

40 ára ráð­gáta leyst

Í síðasta mánuði leystist ein stærsta ráðgáta internetsins. Ráðgátan er 40 ára gömul, en vinna að lausn hennar hófst af alvöru fyrir 17 árum síðan. Þann 4. nóvember 2024 leystist svo loks ráðgátan um „dularfyllsta lag internetsins“.

Skoðun