Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Björk hélt sína fyrstu tón­leika á Ís­landi í þrjú ár

Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark.

Tónlist
Fréttamynd

Yfirgefur NCIS eftir átján þáttaraðir

Leikarinn Mark Harmon hefur ákveðið að segja skilið við Leroy Jethro Gibbs, sem hann hefur leikið í rúmar átján þáttaraðir í þáttunum NCIS. Þetta tilkynnti framleiðandi þáttanna langlífu en hélt hann þó möguleikanum opnum á að Gibbs myndi stinga upp kollinum á nýjan leik seinna meir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nýi Súpermann er tvíkynhneigður

DC Comics myndasagnarisinn hefur tilkynnt að nýjasta útgáfan af persónu Súpermann verði tvíkynhneigð. Í næsta hefti myndasögunnar verður ofurhetjan ástsæla sýnd í ástarsambandi við karlmann.

Menning
Fréttamynd

Gerir upp margra ára ofbeldissamband

ZÖE var að senda frá sér smáskífu af væntanlegri plötu sem mun líta dagsins ljós í nóvember. Lagið heitir Blood in the Water, og mun það spila stóra rullu í lokaþætti Apple+ seríunnar „Truth Be Told“ sem skartar stórstjörnum á borð við Octaviu Spencer, Kate Hudson, Aaron Paul og Lizzy Caplan.

Albumm
Fréttamynd

Ánægð með árangurinn í keppni við sjálfan Bond

Kvikmyndin Dýrið var sýnd í hátt í 600 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina og þénaði ríflega eina milljón Bandaríkjadali í gegnum miðasölu á fyrstu þremur dögunum í sýningu. Dýrið, eða Lamb eins og hún heitir á alþjóðavísu, er því tekjuhæsta íslenska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Segir Lennon hafa sundrað Bítlunum

Bítillinn Paul McCartney segist hafa í tæp fimmtíu ár ranglega verið sakaður um að bera ábyrgð á því að hljómsveitin goðsagnakennda hætti. Í nýju viðtali segir hann John Lennon hafa gengið frá Bítlunum.

Erlent
Fréttamynd

Kampakát Kim kom á óvart í SNL

Kim Kardashian West þykir hafa staðið sig merkilega vel í Saturday Night Live um helgina. Hún var fengin til að stýra þættinum og gerði hún meðal annars stólpagrín að sjálfri sér og fjölskyldu sinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bjórostur kynntur í Hveragerði á bjórhátíð

Unnendur íslensk bjórs geta farið að láta sér hlakka til því nú er í undirbúningi risa bjórhátíð í Hveragerði í gróðurhúsi þar sem nýr bjórostur verður meðal annars kynntur. Í dag eru tuttugu og fimm brugghús á Íslandi, sem veita um 300 manns atvinnu.

Innlent
Fréttamynd

MR vann Söng­keppni fram­halds­skólanna

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Fyrir hönd skólans flutti Jóhanna Björk Snorradóttir lagið Distance eftir Yebba.

Tónlist
Fréttamynd

„Þvílíku tækifæri var engan veginn hægt að hafna“

„Í lok síðasta árs var haft samband við okkur og okkur boðið að ferðast um Norðurlandið að spila tónlist Geirmundar Valtýssonar. Þvílíku tækifæri var engan veginn hægt að hafna og þetta hefur reynst vera hið mesta ævintýri,“ segir Gunnar Hinrik Hafsteinsson meðlimur hljómsveitarinnar Undirleikararnir

Tónlist
Fréttamynd

Regnboginn í Vík í Mýrdal um helgina

Íbúar í Vík í Mýrdal og sveitunum þar í kring, ásamt gestum sínum ætla að skemmta sér saman um helgina því þar fer fram menningarhátíðin „Regnboginn – list í fögru umhverfi“.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt lag frá ZÖE í lokaþætti Truth Be Told

Í dag gefur tónlistarkonan ZÖE út smáskífuna Blood in the Water. Lagið mun verða áberandi í lokaþætti Apple+ þáttaraðarinnar Truth Be Told sem sem skartar stórstjörnum á við Octaviu Spencer, Kate Hudson, Aaron Paul og Lizzy Caplan. Lokaþátturinn verður frumsýndur á streymisveitunni í dag.

Lífið
Fréttamynd

Bein út­sending: RIFF spjall um kvik­mynda­gerð

Í dag sýnum við frá bransadögum RIFF í beinni útsendingu frá 16.00 – 17.30 hér á Vísi. Yfir hundrað fagaðilar, blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn koma að utan og taka þátt í Bransadögum RIFF í ár en fara fram í Norræna húsinu og standa til 9. október.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leynilögga lofuð í London: „Besta hasar-gamanmynd ársins“

“Þessir dómar eru hreint út sagt ótrúlegir og hópurinn gæti ekki verið glaðari. Ég viðurkenni að ég var aðeins stressuð fyrir þessa sýningu, hvort að Bretarnir myndu ná húmornum, en þær áhyggjur voru greinilega óþarfar,” segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi myndarinnar Leynilöggu. 

Lífið