Sænski tónlistarmaðurinn Svante Thuresson látinn Sænski djasstónlistarmaðurinn Svante Thuresson er fallinn frá, 84 ára að aldri. Hann lést fyrr í vikunni eftir langvinn veikindi. Menning 14. maí 2021 09:39
Vinamótin fá sýningardag Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends hefur fengið sýningardag á streymisveitunni HBO Max. Þátturinn hefur fengið heitið Friends: The Reunion og verður sýndur 27. maí næstkomandi. Lífið 13. maí 2021 17:40
Færðu Hörpu nýjan flygil og listaverk í tilefni afmælisins Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg færðu tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu nýjan konsertflygil og útilistaverkið Vindhörpu í tilefni af tíu ára afmæli hússins í dag. Samanlagður kostnaður við gjafirnar er metinn 55 milljónir króna. Innlent 13. maí 2021 15:25
Myndin sem smíðakennarinn vill að þú sjáir Laugarásbíó tók nýverið til sýningar Óskarsverðlaunamyndina Promising Young Woman, en hún hlaut verðlaunin eftirsóttu í flokknum besta frumsamda handrit. Það að horfa á hana nú í miðri annarri #metoo-bylgju gefur henni enn meira vægi og vigt. Gagnrýni 13. maí 2021 13:37
Bókuðu á víxl um stjórnarskrárverk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Fulltrúar meiri- og minnihlutans í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar skiptust á bókunum í gær um umdeilt listaverk sem tengist kröfu um nýja stjórnarskrá sem var fjarlægt af vegg menningarhússins Hafnarborgar á dögunum. Minnihlutinn vildi biðja listamenn afsökunar en bæjarstjóri telur að skerpa þurfi verklagsreglur. Innlent 13. maí 2021 12:45
Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. Menning 13. maí 2021 10:29
Segir Jimmy Kimmell hafa hermt eftir Með Hausverk um helgar Valgeir Magnússon segir að hugmyndin að Jimmy Kimmel þættinum The Man Show, sé tekin frá þættinum Með hausverk um helgar. Hann segir að sá vinsæli þáttur gengi ekki upp í sjónvarpi í dag. Lífið 13. maí 2021 07:01
Andervel og JóiPé gefa út myndband þar sem tekist er á við nýjan veruleika Andervel og JóiPé senda frumsýna í dag nýtt myndband við lagið Faðmaðu mig. Lagið kom út á stuttskífunni Noche sem mexíkóski tónlistarmaðurinn Andervel, öðru nafni José Louis Anderson, sendi frá sér í október 2020. Lífið 12. maí 2021 18:30
Ellen segir skilið við skjáinn Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres hyggst segja skilið við skjáinn. Ellen hefur haldið úti einum vinsælasta spjallþætti Bandaríkjanna um áratugaskeið. Nú stendur yfir nítjánda sería þáttanna The Ellen DeGeneres Show og verður hún sú síðasta. Lífið 12. maí 2021 14:57
Ein af stjörnum gullaldar Hollywood fallin frá Bandaríski leikarinn Norman Lloyd, ein af stjörnum hins svokallaða gullaldartímabils Hollywood, er látinn, 106 ára að aldri. Lífið 12. maí 2021 12:57
Konur áttu bresku tónlistarverðlaunin Bresku tónlistarverðlaunin voru afhend í gærkvöldi í O2-höllinni í London. Dua Lipa fór heim með tvenn verðlaun og alls unnu konur átta verðlaun í gærkvöldi, átta af ellefu verðlaunum. Tónlist 12. maí 2021 12:31
Íslendingar eiga heimtingu á einu verðmætasta frímerkta skjali heims Biblíubréfið, eitt verðmætasta frímerkta skjal í heimi, er í raun í eigu íslenska ríkisins, að mati Þjóðskjalasafns Íslands. Innlent 12. maí 2021 11:31
Önnur þáttaröð „Darkness - Those Who Kill“ aðgengileg á Viaplay Réttarsálfræðingurinn Loise Bergstein flækist persónulega inn í morðmál í nýrri þáttaröð. Lífið samstarf 12. maí 2021 08:51
Sinfó fær glænýtt hljóðfæri Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur fengið nýtt hljóðfæri í kistu sína, nefnilega alúfón. Menning 11. maí 2021 17:27
Agata fyrsti íslenski keppandinn í dansi á Special Olympics Agata Erna Jack verður fyrsti íslenski keppandinn á dansmóti á vegum Special Olympics en hún mun keppa í DanceSport World Championship keppninni sem fer fram í Graz í Austurríki í ágúst. Lífið 11. maí 2021 15:22
Bent gefur út nýtt Fylkislag Tónlistarmaðurinn Ágúst Bent mætti í morgun til þeirra Harmageddon bræðra Frosta og Mána á X-977 og frumflutti þar nýtt stuðningslag Fylkis. Lífið 11. maí 2021 13:30
Tom Cruise bætist í hóp gagnrýnenda og NBC segist ekki ætla að sjónvarpa verðlaununum Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar NBC segjast ekki munu senda frá Golden Globe-verðlaunahátíðinni á næsta ári nema Hollywood Foreign Press Association (HFPA) ráðist í naflaskoðun og verulegar úrbætur. Lífið 11. maí 2021 08:13
Söngvarinn Lloyd Price fallinn frá Bandaríski söngvarinn Lloyd Price er látinn, 88 ára að aldri. Price samdi og söng fjölda af fyrstu rokksmellum sögunnar og var valinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 1998. Lífið 11. maí 2021 08:13
Anna Maggý: „Okkur er ætlað að sjá brenglun og ófullkomnun“ „Í gegnum tíðina hefur mannveran og samfélagið reynt að skapa hina fullkomnu manneskju. Við erum föst í líkamanum, forminu, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir listakonan og ljósmyndarinn Anna Maggý í viðtali við Vísi. Lífið 10. maí 2021 20:01
Ný stikla úr Venom 2 Nú er komin út glæný stikla úr kvikmyndinni Venom: Let There Be Carnage sem er væntanleg í kvikmyndahús þann 24. september á Íslandi. Lífið 10. maí 2021 16:22
„Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði“ Sylvía Erla Melsteð var komin í níunda bekk þegar hún fékk loksins greiningu. Hún var lesblind. Lífið 10. maí 2021 10:31
Bachelor Party-stjarnan Tawny Kitaen er látin Bandaríska leikkonan Tawny Kitaen er látin, 59 ára að aldri. Kitaen sló í gegn í kvikmyndinni Bachelor Party, Steggjaveislunni, frá árinu 1984 sem skartaði Tom Hanks í aðalhlutverki, en hún átti síðar eftir að birtast í fjölda annarra kvikmynda og tónlistarmyndböndum, meðal annars með rokksveitinni Whitesnake. Lífið 8. maí 2021 15:50
Bein útsending: Partí á Bravó Á dögunum fór af stað nýr vefþáttur á Vísi sem ber nafnið Á rúntinum. Í fyrsta þættinum fór Bjarni Freyr Pétursson á rúntinn með tónlistarmanninum Ella Grill og úr varð skemmtilegt spjall. Lífið 7. maí 2021 18:15
Reynslumiklir tónlistarmenn stofna tónlistarskóla Á dögunum opnaði nýr tónlistarskóli sem ber nafnið Púlz en í honum er lögð áhersla á nútíma tækni og tónlistarsköpun. Lífið 7. maí 2021 13:30
Ásdís Hjálmsdóttir er nýr formaður íþróttamannanefndar ÍSÍ Ný Íþróttamannanefnd ÍSÍ hefur verið kosin og nefndin valdi sér nýjan formann á fyrsta fundi sínum á dögunum. Sport 7. maí 2021 10:30
Guðspjallið spilaði ... Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. Skoðun 7. maí 2021 09:49
Eystrasaltslönd í brennidepli: Byggjum brýr með barnastarfi Nú í vor býður Norræna húsið til baltneskrar barnamenningarhátíðar í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Skoðun 7. maí 2021 07:02
Fengu viðurkenningu fyrir tíu milljón streymi á Spotify Tónlistarfólkið Tómas Welding og ELVA (Elva Bjartey Aðalsteinsdóttir) fengu afhenda platínuplötu frá útgáfufélaginu Öldu Music fyrir 10 milljón streymi á Spotify á laginu Lifeline. Albumm 6. maí 2021 14:31
„Spurningar sem fólk vill spyrja út í en þorir því kannski ekki“ „Þetta er þáttur sem heitir Börn þjóða og er viðtalsþáttur við Íslendinga af erlendum uppruna. Þetta er þáttur sem ég byrjaði að þróa síðasta sumar og þá sendi Guðlaugur Victor [Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu] mér skilaboð og þarna er Black Lives Matters á fullu og skilaboðin voru um að það þyrfti að gera eitthvað með þessa umræðu hérna heim,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem fer af stað með nýja þætti á Stöð 2+ í dag. Lífið 6. maí 2021 07:00
Countess Malaise gefur út lag með LYZZA Um helgina kom út nýtt lag með Countess Malaise. Lagið nefnist Hit It og kemur brasilíska tónlistakonan LYZZA fram í laginu ásamt Countess Malaise. Albumm 5. maí 2021 16:45