Spenna í loftinu fyrir Hlustendaverðlaununum 2024 Hlustendaverðlaunin 2024 verða haldin í kvöld klukkan 20:00 í Gamla Bíói en þetta er í ellefta skipti sem hátíðin fer fram. Hún verður jafnframt sýnd í beinni útsendingu á Vísi en margir af stærstu listamönnum landsins stíga á svið í tónlistarveislu. Lífið 21. mars 2024 10:01
Marta hafði betur gegn 38 sem vildu verða sérfræðingur Marta Nordal, fráfarandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hafði betur gegn 38 umsækjendum um stöðu sérfræðings í sviðslistum hjá ráðuneyti menningarmála. Innlent 21. mars 2024 08:00
Bað hennar við sólsetrið á 100 mánaða afmælinu Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós lýsir sjálfri sér sem miklum orkubolta og á erfitt með að sitja kyrr og bíða eftir tækifærunum. Hún lærði leiklist í Los Angeles og hefur frá útskrift verið að þróa þætti sem fara í loftið í næstu viku og heita Skvíz. Blaðamaður ræddi við Silju Rós um lífið, listina og ofur rómantískt bónorð. Bíó og sjónvarp 21. mars 2024 07:00
M. Emmet Walsh látinn Bandaríski leikarinn M. Emmet Walsh er látinn, 88 ára að aldri. Hann lék meðal annars í myndunum Blade Runner og Christmas with the Kranks, en hann lék 233 hlutverk á leikaraferli sem hófst á sjöunda áratugnum. Lífið 20. mars 2024 22:43
Fyrsta alþjóðlega barokkhátíðin í Reykjavík Reykjavík Early Music Festival er nafnið á nýrri tónlistarhátíð sem haldin verður í Hörpu í næstu viku dagana 26.-28. mars. Fram munu koma íslenskir og erlendir flytjendur sem sérhæfa sig í upprunaflutningi barokktónlistar. Meðal þeirra sem koma fram er fiðlustjarnan Rachel Podger, sem heldur einnig meistaranámskeið fyrir tónlistarnemendur. Menning 20. mars 2024 20:30
Sviptir hulunni af heimildarmynd og sér um föstudagskvöldin á RÚV Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður til margra ára segir fyndið símtal hafa orðið til þess að hann ákvað að taka að sér framleiðslu heimildarmyndar um Ásgeir Elíasson, einn sigursælasta fótboltaþjálfara landsins. Logi er nú að vinna í gerð fleiri heimildamynda og er í ritstjórn spurningaþáttanna Er þetta frétt? sem sýndir eru á föstudagskvöldum á RÚV. Lífið 20. mars 2024 15:29
Hlustendaverðlaunin 2024: Patr!k svaraði hraðaspurningum Tónlistarmaðurinn Patr!k lét sér ekki bregða þegar einn af hans bestu vinum og félögum útvarpsmaðurinn Gústi B. lagði fyrir hann laufléttar hraðaspurningar. Patr!k svarar því til að mynda hver er sinn uppáhalds tónlistarmaður á Íslandi. Lífið 20. mars 2024 15:00
Dró Eyþór niður á jörðina að verða tvítugur tveggja barna faðir Eyþór Ingi Gunnlaugsson segir það hafa dregið sig niður á jörðina að verða óvænt tveggja barna faðir þegar hann var tvítugur. Hann segist eiga sér fá áhugamál fyrir utan tónlistina og veltir fyrir sér hvernig ímynd hann sé fyrir dóttur sína. Lífið 20. mars 2024 12:00
Frumsýning á X: Villi Neto mætti með mömmu að endimörkum sólkerfisins Dulmagnaða og hrollvekjandi spennuleikritið X var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöld. Þar var ákaflega góðmennt og mættu margir þekktir Íslendingar til að berja verkið augum í fyrsta sinn. Lífið 20. mars 2024 10:01
Hefur alltaf verið með bullandi bíladellu Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Magnea Björg Jónsdóttir hefur birst landsmönnum á skjánum í þáttunum LXS. Hún er nú að fara af stað með nýja bílaþætti sem heita 0 upp í 100. Blaðamaður ræddi við Magneu um bíladelluna. Lífið 20. mars 2024 07:01
Galið að geyma lagið í skúffunni Plötusnúðurinn DJ Margeir hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar undanfarna áratugi. Á dögunum urðu vatnaskil í hans lífi þegar hann ákvað að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni ásamt tónlistarkonunni Matthildi. Blaðamaður ræddi við Margeir og sömuleiðis má sjá tónlistarmyndband við lagið í pistlinum. Tónlist 20. mars 2024 07:01
Daði Freyr og Laufey spila á Lollapalooza Tveir Íslendingar munu koma fram á Lollapalooza tónlistarhátíðinni í Chicago-borg í Bandaríkjunum í sumar, Daði Freyr og Laufey. Lífið 19. mars 2024 22:21
Rokksafni Íslands verður ekki lokað Ekki stendur til að loka Rokksafni Íslands í Hljómahöll í Reykjanesbæ þó það eigi að flytja bókasafn bæjarins í húsið og efla starfseminni í því með samfélagsmiðstöð. Innlent 19. mars 2024 20:30
Gerður Kristný hlýtur virt norsk bókmenntaverðlaun Norska sendiráðið afhenti í dag Gerði Kristnýju virt bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Alfred Anderson-Ryssts. Gerður hlýtur verðlaunin fyrir þær margvíslegu og stundum óvæntu tengingar á milli Íslendinga og Norðmanna sem hún hefur búið til með skrifum sínum. Menning 19. mars 2024 17:54
Nýir Star Wars þættir líta dagsins ljós Disney hefur birt fyrstu stiklu nýrra þátta úr söguheimi Star Wars. Þættirnir bera titilinn The Acolyte en þeir eiga að gerast um hundrað árum áður en Qui-Gon Jinn finnur Anakin Skywalker á Tatooine í myndinni The Phantom Menace. Bíó og sjónvarp 19. mars 2024 15:38
Hlustendaverðlaunin 2024: „Er Bent í alvörunni svona massaður?“ Það styttist óðfluga í Hlustendaverðlaunin 2024 sem fram fara næsta fimmtudag. Í tilefni af því fékk útvarpsmaðurinn Gústi B. rapparann knáa Bent með sér í ræktina. Þar sýndi Bent úr hverju hann er gerður í bekkpressu. Lífið 19. mars 2024 15:00
Óforsvaranlegt að 2,1 milljarði verði varið til listaverkakaupa fyrir nýja Landspítalann Jón Gunnarsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á myndlistarlögum, þar sem lagt er til að kvöð um að verja prósenti af heildarkostnaði opinberrar byggingar til listaverkakaupa verði felld niður. Innlent 19. mars 2024 12:11
Hættir sem leikhússtjóri og hefur störf í ráðuneytinu Marta Nordal hefur ákveðið að hætta sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hún hefur gegnt stöðunni frá árinu 2018. Menning 19. mars 2024 11:22
Sagður vera næsti James Bond Breski leikarinn Aaron Taylor-Johnson er sagður hafa verið valinn til þess að taka við af Daniel Craig í hlutverki njósnara hans hátignar, James Bond. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky fréttastofunnar þar sem segir þó að leikarinn hafi enn ekki samþykkt boðið. Bíó og sjónvarp 19. mars 2024 09:40
Náðu markmiðinu og seldu rúmar 100 þúsund bækur Bókamarkaðnum á Laugardalsvelli í Reykjavík lauk á sunnudagskvöld og fór svo á endanum að sölumarkmið framkvæmdastjórann náðist. Hundrað þúsund bækur seldust. Viðskipti innlent 19. mars 2024 08:19
Frumsýnir nýtt myndband: Auður orðinn Luthersson Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, sendir frá sér stuttmyndband við lagið I Can Always Picture You sem kom út síðastliðinn föstudag og er frumsýnt hér að neðan. Lagið var gefið út samtísmis á ensku og íslensku og kemur út undir listamannsnafninu Luthersson. Tónlist 19. mars 2024 08:00
Sá Dune tvö hundruð sinnum og er búinn að fara nítján sinnum á Dune 2 í bíó Geimóperan Dune 2 er á allra vörum þessa dagana. Einn kvikmyndaunnandi hefur séð hana nítján sinnum í bíó en á samt enn langt í land með að sjá hana jafnoft og hann sá fyrri myndina. Fyrri myndina hefur hann horft á rúmlega 200 sinnum. Bíó og sjónvarp 19. mars 2024 08:00
Tröllaukinn kór valtaði yfir pínulítinn píanóleikara „Stóð við krossinn mærin mæra, mændi á soninn hjartakæra.“ Á þessum orðum hefst þýðing Matthíasar Jochumssonar á Stabat mater. Gagnrýni 19. mars 2024 07:00
Myndaveisla: Sex listrænum áratugum fagnað með glæsilegri sýningu Listunnendur sameinuðust á Kjarvalsstöðum á laugardaginn við opnun á sýningunni Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát. Þar eru til sýnis verk eftir listakonuna Borghildi Óskarsdóttur sem er fædd árið 1942. Menning 18. mars 2024 17:01
Selur tösku og eitt eintak af nýrri plötu á eina milljón „Útgáfudagur plötunnar er enn leyndó,“ segir tónlistarmaðurinn ISSI hefur að undanförnu unnið hörðum höndum að glænýrri plötu sem ber heitið 21. Fyrr í dag birti hann færslu á Instagram þar sem hann auglýsir tösku og eitt eintak af plötunni til sölu á milljón krónur. Tónlist 18. mars 2024 14:01
Súrrealískt að djamma með Zöru Larsson „Ég var á einhverju bleiku skýi, þetta er alveg besta kvöld lífs míns,“ segir plötusnúðurinn Guðbjörg Ýr, jafnan þekkt sem DJ Gugga. Gugga átti heldur betur ævintýralegt kvöld síðastliðinn laugardag á flöskuborði með sænsku stórstjörnunni Zöru Larsson. Tónlist 18. mars 2024 12:00
Zara tók sjálfur með gosinu Sænska ofurstjarnan Zara Larsson nýtti sér stund milli stríða vel á laugardagskvöldinu þegar það byrjaði að gjósa. Hún tók nokkrar sjálfur af sér með gosinu af toppi tónlistarhússins Hörpu þar sem hún var með tónleika það kvöldið. Lífið 18. mars 2024 10:09
Sigur Rós endar túrinn með Elju í Hörpu Sigur Rós er á leið í tónleikaferðalag með strengjasveit um Norðurlöndin. Ferðalagið mun enda í Eldborg í Hörpu í desember næstkomandi. Sveitin mun þar koma fram ásamt kammersveitinni Elju. Tónlist 18. mars 2024 09:44
Ingó veðurguð og Alexandra eiga von á stelpu Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur sem Ingó veðurguð, og kærasta hans Alexandra Eir Davíðsdóttir eiga von á stúlku í ágúst. Parið greinir frá tímamótunum í sameiginlegri færslu á Instagram. Lífið 18. mars 2024 09:17
Kann ekki að gefast upp Mollý Jökulsdóttir var tvítug þegar hún flutti ein út til Danmerkur, með tvær ferðatöskur og óljóst framtíðarplan. Í dag er hún í stjórnunarstöðu hjá einni stærstu verslunarkeðju í Evrópu og er á sama tíma á uppleið innan tónlistargeirans, en á dögunum undirritaði hún samning við Quattro Music sem er undirfyrirtæki Warner Brothers í Kaupmannahöfn. Lífið 18. mars 2024 09:03