Máttugur Mitchell og glæsilegur Dončić leiddu lið sín til sigurs Aðeins fóru þrír leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Segja má að Donavan Mitchell, leikmaður Cleveland Cavaliers, og Luka Dončić, leikmaður Dallas Mavericks, hafi stolið senunni. Körfubolti 7. desember 2022 10:31
Ekkert fær Boston hraðlestina stöðvað Boston Celtics er án efa besta lið NBA deildarinnar i körfubolta um þessar mundir. Liðið vann þægilegan sextán stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 100-116, og er til alls líklegt. Sem stendur er Boston með 80 prósent sigurhlutfall en liðið hefur unnið 20 af 25 leikjum sínum til þessa. Körfubolti 6. desember 2022 15:31
Nike slítur samstarfinu vegna hegðunar Irving Nike hefur slitið samningi sínum við körfuboltamanninn Kyrie Irving úr Brooklyn Nets einum mánuði eftir að hann auglýsti heimildamynd sem inniheldur gyðingahatur á samfélagsmiðlum. Körfubolti 6. desember 2022 08:30
„Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér“ Körfuboltaspekúlantinn Tómas Steindórsson hefur enga trú á að Denver Nuggets geti gert atlögu að meistaratitli NBA deildarinnar í körfubolta. Hann segir að liðið sé einfaldlega Nikola Jokić „og ekki neitt.“ Körfubolti 6. desember 2022 07:00
Davis gefur Lakers von Los Angeles Lakers er farið að láta sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í NBA deildinni í körfubolta. Ástæðan þar á bakvið er einföld, Anthony Davis. Körfubolti 5. desember 2022 23:01
„Það er þessi unglingaveiki sem þú varst að tala um hjá Trae Young“ Lögmál leiksins er á sínum stað á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Að venju er farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 5. desember 2022 18:00
Svo ótrúleg skotsýning hjá Curry að margir segja að um fölsun sé að ræða Bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry er líklega besta skytta körfuboltasögunnar, hann verður alla vega alltaf í umræðunni. Körfubolti 5. desember 2022 13:01
Gott gengi Golden State á heimavelli heldur áfram Steph Curry og Andrew Wiggins voru í aðalhlutverki hjá Golden State Warriors í nótt þegar liðið lagði Houston Rockets á heimavelli. Rudy Gobert hjá Minnesota Timberwolves var rekinn út úr húsi fyrir að fella mótherja. Körfubolti 4. desember 2022 09:30
Fjörutíu stig Antetokounmpos dugðu ekki gegn Lakers Anthony Davis skoraði 44 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Lebron James fór uppfyrir Magic Johnson á lista yfir stoðsendingahæstumenn sögunnar. Körfubolti 3. desember 2022 10:30
Kanye West segist hafa komið að Kim Kardashian með Chris Paul Stórstjörnur í NBA körfuboltanum eru farnir að dragast inn í hringavitleysuna sem er í gangi í kringum tónlistarmanninn og tískuhönnuðinn Kanye West. Körfubolti 2. desember 2022 15:45
Doncic afrekaði í þriðja sinn það sem enginn annar leikmaður hefur náð í vetur Luka Doncic fór enn á ný fyrir Dallas Mavericks liðinu í nótt þegar liðið ann þriggja stiga sigur á NBA-meisturum Golden State Warriors, 116-113. Körfubolti 30. nóvember 2022 17:30
„Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir“ Það er gríðarlega mikill munur á því að hvað leikmenn í NBA-deildinni og leikmenn í WNBA-deildinni eru að fá borgað í laun fyrir vinnu sína. Einn af bestu leikmönnum WNBA-deildarinnar á síðasta tímabili hefur lagt inn sín sjónarmið í umræðuna. Körfubolti 30. nóvember 2022 16:31
Barkley útskýrir af hverju Jordan hætti að tala við hann Michael Jordan og Charles Barkley voru miklir vinir í eina tíð en núna eru tíu ár síðan þeir töluðust við. Í viðtali við Bleacher Report fer Barkley yfir ástæðu þess að Jordan hætti að tala við hann. Körfubolti 30. nóvember 2022 07:31
Lögmál leiksins: „Þetta eru fjórir af fimm eða sex bestu leikmönnum deildarinnar“ Hinn klassíski liður „Nei eða Já“ er fastur liður hjá strákunum í Lögmál leiksins. Þar er farið yfir það helst sem hefur gerst í NBA deildinni á undanförnum dögum. Farið var yfir hvaða lið myndi vinna ef Bandaríkin myndu mæta heiminum í Ryder Cup körfuboltans. Þá var velt fyrir sér hvort Sacramento Kings myndi enda fyrir ofan Los Angeles Lakers. Körfubolti 28. nóvember 2022 23:01
Lögmál leiksins: „Er því miður bara ekki gott lið“ Lögmál leiksins er á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Þar er að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta. Í þætti kvöldsins verður staða mála hjá Luka Dončić og félögum í Dallas Mavericks skoðuð. Körfubolti 28. nóvember 2022 17:31
LeBron dró vagninn og Lakers vann annan leikinn í röð Eftir erfitt gengi í upphafi tímabils vann Los Angeles Lakers sinn annan leik í röð er liðið haimsótti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 138-143, en það var hinn 37 ára gamli LeBron James sem fór fyrir liði Lakers. Körfubolti 27. nóvember 2022 10:00
Boston besta liðið um þessar mundir | LeBron sneri aftur Gott gengi Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta hélt áfram í nótt þegar liðið lagði Sacramento Kings að velli. LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers sem vann einnig öruggan sigur. Körfubolti 26. nóvember 2022 10:00
Kyrie Irving segir að liðsfélagi hans frá Japan sé besti skotmaður í heimi Japanski körfuboltamaðurinn Yuta Watanabe hefur vakið mikla athygli í NBA-deildinni í vetur enda farið á kostum með liði Brooklyn Nets. Körfubolti 25. nóvember 2022 13:30
Lögmál leiksins: „Ég er ekki að setja hann í efstu hillu“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Hörður Unnsteinsson og Máté Dalmay, þjálfari Hauka í Subway deild karla. Körfubolti 22. nóvember 2022 07:00
„Þeir þurfa að fríska upp í krúinu í kringum hann“ Máté Dalmay, þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, er gestur í NBA-þættinum Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport í kvöld. Hann hefur sínar skoðanir á liði Miami Heat. Körfubolti 21. nóvember 2022 16:31
Hitt liðið fékk flautukörfuna eftir furðulega atburðarás Afar óvenjuleg uppákoma varð í leik Dallas Mavericks og Denver Nuggets í NBA-deildinni í gær þar sem annar leikhluti leiksins var í raun kláraður eftir hálfleikshléið. Körfubolti 21. nóvember 2022 14:00
Fær milljarða í laun en var stigalaus á 95 mínútum í röð Það er vel hægt að fullyrða að bandaríski körfuboltamaðurinn P. J. Tucker sé ískaldur þessa dagana. Körfubolti 21. nóvember 2022 13:31
Kyrie Irving slapp úr banninu í nótt Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving gat loksins mætt í vinnuna í NBA-deildinni í nótt en hann snéri þá aftur í lið Brooklyn Nets eftir tveggja vikna fjarveru. Körfubolti 21. nóvember 2022 10:30
Utah Jazz tyllti sér á topp Vesturdeildarinnar Utah Jazz skellti Portland Trail Blazers í toppslag í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 20. nóvember 2022 09:27
Doncic með þrefalda tvennu í fimmtugasta sinn á ferlinum Luka Doncic var í aðalhlutverki hjá Dallas Mavericks í nótt eins og svo oft áður. Hann skilaði þrefaldri tvennu í fimmtugasta sinn á NBA ferli sínum. Þá vann Los Angeles Lakers sinn annan sigur í röð. Körfubolti 19. nóvember 2022 09:31
Meiddist aftur eftir að hafa stigið á fót áhorfanda LaMelo Ball lék sinn fyrsta heimaleik fyrir Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann fór þó ekki eins og hann vonaðist eftir. Körfubolti 17. nóvember 2022 14:31
„Við hverju búist þið með þennan hóp? Þið búist við sigri því ég er þarna“ Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfuknattleik í upphafi tímabils. Liðið er aðeins með sex sigra í fimmtán leikjum og nú hefur Kevin Durant tjáð sig um stöðu liðsins og ástæðu þess að hann bað um skipti frá félaginu fyrr í haust. Körfubolti 16. nóvember 2022 22:30
Durant sagði tæknivillu Tatum hlægilega og þá verstu sem hann hefur séð Jayson Tatum spilar með Boston Celtics í NBA-deildinni einu af liðinu sem Kevin Durant og félagar í Brooklyn Nets eru að keppa við á Austurströndinni. Körfubolti 15. nóvember 2022 17:01
„Hann er fáránlega ungur“ „Nei eða Já“ var að sjálfsögðu á sínum stað í Lögmál leiksins sem sýndur var í gær, mánudag. Gæði Luka Dončić voru til umræðu sem og hvort Austrið væri sterkara en Vestrið, hvort töp ungra leikmanna snemma á ferlinum væru slæm og að endingu hvort NBA deildin hefði einhvern tímann verið jafn opin og í dag. Körfubolti 15. nóvember 2022 07:00
„Ekki hægt að kalla þá meistarakandídata núna“ Gengi Golden State Warriors, ríkjandi meistara NBA deildarinnar, er til umræðu í nýjasta þætti Lögmál leiksins. Síðan Draymond Green gerði sér lítið fyrir og sló Jordan Poole kaldan í byrjun októbermánaðar hefur allt gengið á afturfótunum hjá Stríðsmönnunum. Körfubolti 14. nóvember 2022 17:45