NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Wade á batavegi eftir tvær aðgerðir

Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, er á góðum batavegi eftir að hafa gengist undir tvær aðgerðir í vikunni, annars vegar á öxl og hins vegar á hné. Wade segist líða vel, bæði líkamlega og andlega, og stefnir á að verða klár í slaginn þegar næsta tímabil í NBA hefst.

Körfubolti
Fréttamynd

Van Gundy rekinn frá Houston

Jeff Van Gundy var í gær rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Houston Rockets í NBA-deildinni, en lærisveinar hans féllu úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrr í þessum mánuði. Svo slakur árangur var með öllu óviðunandi að mati forráðamanna liðsins, en í liðinu er að finna stjörnuleikmenn á borð við Yao Ming og Tracy McGrady.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio og Cleveland komin áfram

San Antonio og Cleveland tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar, en San Antonio lagði Phoenix á heimavelli, 114-106, en Cleveland vann New Jersey, 88-72. San Antonio mætir Utah í úrslitum Vesturdeildar en Cleveland tekur á móti Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago - Detroit í beinni á miðnætti

Sjötti leikur Chicago Bulls og Detroit Pistons í undanúrslitum Austurdeildar í NBA verður sýndur beint á NBA sjónvarpsrásinni á miðnætti í kvöld. Detroit komst í 3-0 í einvíginu en Chicago getur jafnað metin í 3-3 með sigri á heimavelli í kvöld. Annað kvöld verður svo NBA sannkölluð NBA veisla í sjónvarpinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Naumur sigur hjá San Antonio

San Antonio er komið í vænlega 3-2 stöðu í einvíginu við Phoenix í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir nauman 88-85 sigur á útivelli í nótt. Phoenix liðið var án tveggja lykilmanna sem voru í leikbanni, en hafði undirtökin fram á lokamínúturnar. Cleveland klúðraði á sama tíma möguleika sínum á að komast í úrslit Austurdeildar með því að steinliggja 83-72 á heimavelli fyrir New Jersey.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland getur klárað dæmið í kvöld

Cleveland Cavaliers getur tryggt sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA með sigri á New Jersey Nets í fimmta leik liðanna sem sýndur verður beint á NBA TV á miðnætti í nótt. Síðar í nótt eigast við Phoenix og San Antonio þar sem staðan er jöfn 2-2 og þrír leikmenn taka út leikbann.

Körfubolti
Fréttamynd

Utah í úrslit Vesturdeildar

Utah Jazz tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir 100-87 sigur á Golden State í fimmta leik liðanna í Salt Lake City. Chicago heldur enn lífi í einvíginu við Detroit eftir nokkuð óvæntan stórsigur á útivelli í nótt 108-92.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Þrír leikmenn í bann

Handalögmál leikmanna Phoenix og San Antonio í leik liðanna í úrslitakeppni NBA í fyrrakvöld höfðu alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir liðin. Robert Horry, leikmaður San Antonio var í kvöld dæmdur í tveggja leikja bann og þeir Amare Stoudemire og Boris Diaw hjá Phoenix í eins leiks bann.

Körfubolti
Fréttamynd

Davis og Richardson mega spila í kvöld

Þeir Baron Davis og Jason RIchardsson mega báðir leika með liði Golden State Warriors gegn Utah Jazz í úrslitakeppni NBA í kvöld þrátt fyrir að hafa gerst sekir um agabrot í síðasta leik. Fimmti leikur liðanna verður í beinni á NBA TV klukkan hálf þrjú í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Nowitzki tók við verðlaunum sínum í dag

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas var í dag formlega sæmdur verðlaunum fyrir að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarkeppninnar í NBA, en fréttir þess efnis höfðu löngu lekið í fjölmiðla. Nowitzki er fyrsti Evrópubúinn sem hlýtur þennan heiður, en verður leikmanninum líklega lítil huggun eftir að lið hans var niðurlægt í úrslitakeppninni á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Phoenix

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA í nótt. Phoenix vann góðan útisigur á San Antonio 104-98 og jafnaði þar með metin í 2-2 í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og Cleveland komst í 3-1 gegn New Jersey með 87-85 sigri á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Úrvalslið ársins í NBA tilkynnt í dag

Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið ársins í NBA deildinni. Það er nefnd fjölmiðlamanna í Bandaríkjunum og Kanada sem stendur að valinu. Nokkur ný andlit voru í liðunum í ár í bland við gamalkunnug.

Körfubolti
Fréttamynd

Mikil dramatík í Utah

Utah hefur náð 2-0 forystu í einvígi sínu við Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir dramatískan sigur í framlengingu í nótt 127-117. Derek Fisher mætti ekki í leikinn fyrr en í síðari hálfleik eftir að hafa flogið frá New York þar sem dóttir hans var í lífshættulegri aðgerð. Fisher spilaði stóra rullu undir lokin og skoraði öll fimm stig sín í framlengingunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Utah - Golden State í beinni í nótt

Annar leikur Utah Jazz og Golden State Warriors í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt í nótt. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og lauk með naumum sigri heimamanna. Hér fyrir neðan má sjá leikina sem sýndir verða næstu daga.

Körfubolti
Fréttamynd

Réttarhöldum yfir Jackson frestað á ný

Nú er ljóst að vandræðagemlingurinn Stephen Jackson hjá Golden State Warriors getur spilað með liðinu það sem eftir er af úrslitakeppninni, því réttarhöldum yfir honum hefur ferið frestað í annað sinn til 21. júní. Jackson komst í kast við lögin í haust vegna áfloga og vopnaskaks fyrir utan strípibúllu í Indianapolis. Hann á yfir höfði sér fangelsisvist ef hann verður fundinn sekur.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix vann nauðsynlegan sigur

Phoenix lagði San Antonio á nokkuð sannfærandi hátt 101-81 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í nótt. Staðan í einvíginu er því orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í San Antonio. Cleveland náði 2-0 forystu gegn New Jersey með sigri á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix - San Antonio í beinni í nótt

Annar leikur Phoenix Suns og San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf þrjú í nótt. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir verða sýndir á stöðinni og rásum Sýnar næstu daga.

Körfubolti
Fréttamynd

Nelson bannað að drekka bjór

Don Nelson, þjálfari Golden State Warriors, hefur verið beðinn um að hætta að drekka bjór á blaðamannfundum eftir leiki liðsins í úrslitakeppninni í NBA. Nelson opnaði dós af Bud Light og drakk á blaðamannafundum eftir leikina við Dallas og þótti forráðamönnum deildarinnar þetta ekki við hæfi.

Körfubolti
Fréttamynd

Utah vann nauman sigur á Golden State

Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit lúskraði aftur á Chicago

Detroit er komið með 2-0 forystu gegn Chicago Bulls í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA eftir annan stóran sigur í í nótt 108-87. Varnarleikur Detroit var ógnarsterkur og Chicago sá aldrei til sólar eftir að hafa lent undir 34-18 strax í fyrsta leikhluta. Detroit vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínum en næstu tveir fara fram í Chicago.

Körfubolti
Fréttamynd

Van Gundy ætlar ekki að hætta

Jeff Van Gundy, þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni, segist ekki ætla að hætta að þjálfar eins og fram kom í grein í New York Post um helgina. Hann segist aftur á móti ætla að hugsa sig vel um í sumar og íhuga framhaldið, en hann er með lausa samninga hjá Houston og hefur enn ekki verið boðinn nýr samningur. Lið hans féll úr úrslitakeppninni eftir tap gegn Utah í sjöunda leik um helgina.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit - Chicago í beinni í kvöld

Annar leikur Detroit Pistons og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan tólf á miðnætti í kvöld. Detroit vann afar sannfærandi sigur í fyrsta leiknum 95-69 og ljóst að gestirnir verða að mæta ákveðnari til leiks í kvöld ef ekki á illa að fara. Í nótt hefst svo einvígi Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Blóðugt tap hjá Phoenix í fyrsta leik

San Antonio vann mikilvægan útisigur á Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA á sunnudagskvöldið 111-106. Segja má að tap Phoenix hafi verið blóðugt í bókstaflegum skilningi, því liðið naut ekki krafta Steve Nash á lokasprettinum vegna skurðar sem hann fékk á nefið í fjórða leikhlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland lagði New Jersey

Cleveland hefur náð 1-0 forystu í einvígi sínu við New Jersey í undanúrstitum Austurdeildarinnar í NBA eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld 81-77. Bæði lið hittu skelfilega í leiknum en það voru fyrst og fremst yfirburðir heimamanna í fráköstunum sem skiluðu sigrinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland - New Jersey í beinni núna

Fyrsti leikur Cleveland Cavaliers og New Jersey Nets hófst klukkan 17 og er hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu. Klukkan 20:50 verður svo útsending frá fyrsta leik Phoenix og San Antonio á Sýn. Þetta eru fyrstu leikir liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Van Gundy að hætta hjá Houston?

Jeff Van Gundy, þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni, ætlar að hætta með liðið og taka sér frí frá þjálfun. Þetta hefur dagblaðið New York Post eftir heimildamanni sínum í dag, en hann segir brottför hans ekki tengjast tapi liðsins á heimavelli fyrir Utah í úrslitakeppninni í nótt. Van Gundy er með lausa samninga hjá félaginu í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Sögulegur sigur hjá Utah - McGrady grét á blaðamannafundi

Utah Jazz varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA með dramatískum og sögulegum sigri á Houston Rockets í oddaleik í Houston 103-99. Utah varð með sigrinum aðeins 19. liðið í sögu NBA til að vinna leik 7 á útivelli af þeim 97 leikjum þeirrar tegundar sem háðir hafa verið.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit tók Chicago í kennslustund

Detroit Pistons bauð Chicago Bulls velkomið í aðra umferð úrslitakeppninnar í nótt með stórsigri 95-69 á heimavelli sínum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Chicago skoraði aðeins 28 stig í síðari hálfleiknum og þótti fyrnasterkur varnarleikur Detroit-liðsins minna á þann sem tryggði liðinu meistaratitilinn árið 2004.

Körfubolti