NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Miami 2 - New Jersey 0

Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær.

Sport
Fréttamynd

Detroit 2 - Philadelphia 0

Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik.

Sport
Fréttamynd

Jackson fundar með Bryant

Samkvæmt nýjustu fregnum frá Bandaríkjunum gætu unnendur körfuboltans átt von á að sjá Phil Jackson, einn sigursælasta þjálfara allra tíma, leggja leið sína á ný í NBA-körfuboltann.

Sport
Fréttamynd

Marion verður líklega með í kvöld

Hinn kraftmikli framherji Phoenix Suns, Shawn Marion, mun að öllum líkindum leika með liði sínu í kvöld þegar Suns taka á móti Memphis Grizzlies í öðrum leik liðanna í kvöld. Marion tognaði á hendi í fyrsta leiknum þegar honum var skellt í gólfið, en segist vonast til að verða með í kvöld.

Sport
Fréttamynd

McGrady refsar Dallas

Háloftafuglinn Tracy McGrady hjá Houston Rockets, er búinn að fara illa með lið Dallas í fyrstu tveimur leikjum liðanna og hefur verið maðurinn á bak við óvænta 2-0 forystu Rockets. Hann kórónaði niðurlæginguna með hrikalegri troðslu yfir hinn 230 cm háa miðherja Dallas, Shawn Bradley.

Sport
Fréttamynd

Denver heimtar virðingu

Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio.

Sport
Fréttamynd

Seattle 2 - Sacramento 0

Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt.

Sport
Fréttamynd

Boston 1 - Indiana 1

Vængbrotið lið Indiana Pacers hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppninni í ár og gamli refurinn Reggie Miller ætlar ekki að setjast í helgan stein án þess að berjast til síðasta manns. Eftir að hafa tapað mjög illa í fyrsta leiknum við Boston Celtics, tóku Pacers sig saman í andlitinu og sigruðu í öðrum leiknum í Boston, 82-79.

Sport
Fréttamynd

Dallas 0 - Houston 2

Lið Houston er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Í nótt sigruðu þeir Dallas Mavericks 113-111 á útivelli og eru komnir í afar vænlega stöðu í einvígi liðanna. Tvíeykið þeirra, sem samanstendur af þeim Tracy McGrady og Yao Ming, spilaði frábærlega í leiknum, en Dirk Nowitzki hefur ekki enn fundið fjölina sína hjá Dallas.

Sport
Fréttamynd

Molar dagsins

Liðsmenn Philadelphia og San Antonio eru með það á hreinu hvað þeir þurfa að gera til að laga leik sinn fyrir leik tvö í einvígjum sinna liða og Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento þurfti að opna budduna sína og greiða sekt eftir fíflalæti í leiknum við Seattle.

Sport
Fréttamynd

Miami 1 - New Jersey 0

Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 1 - Memphis 0

Stormsveit Phoenix Suns hefur oft leikið betur en á sunnudagskvöld þegar liðið mætti Memphis Grizzlies í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Það kom ekki að sök, því Suns unnu auðveldan 114-103 sigur og hafa náð 1-0 forystur í einvíginu.

Sport
Fréttamynd

Chicago 1 - Washington 0

Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 0 - Denver 1

Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar úrslitakeppninnar litu dagsins ljós á sunnudagskvöldið þegar hið eldheita lið Denver Nuggets, gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í San Antonio Spurs, 93-87 í fyrsta leik liðanna í San Antonio.

Sport
Fréttamynd

Brown ekki á leið til Cavaliers

Joe Dumars, forseti Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum, bauð fréttamönnum upp á hnitmiðað svar þegar hann var spurður hvort Dan Gilbert, eigandi Cleveland Cavaliers hefði rætt við þjálfarann Larry Brown um að taka við framkvæmdastjórastöðu liðsins.

Sport
Fréttamynd

Boston 1 - Indiana 0

Lið Boston Celtics minnti hressilega á sig á laugardagskvöldið, þegar varamenn liðsins lögðu grunninn að stórsigri á Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna. Indiana náði sér aldrei á strik í leiknum og Boston hafði 102-82 sigur, þrátt fyrir að Paul Pierce skoraði ekki körfu í leiknum fyrr en undir lok leiksins.

Sport
Fréttamynd

Dallas 0 - Houston 1

Aðdáendur NBA körfuboltans þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu óvæntu úrslitunum í úrslitakeppninni þetta árið. Houston Rockets settu einvígi sitt við granna sína í Dallas upp í loft með góðum útisigri, 98-86 og hefur nú tryggt sér oddaleikinn í seríunni.

Sport
Fréttamynd

Detroit 1- Philadelphia 0

Meistarar Detroit Pistons voru lengi í gang gegn Philadelphia í fyrsta leik liðanna á laugardagskvöld, en eftir að hafa lent undir í fyrsta fjórðung, settu þeir í fluggírinn og unnu sannfærandi sigur, 106-85. Pistons leiða því 1-0 í einvíginu.

Sport
Fréttamynd

Seattle 1 - Sacramento 0

Menn sem bjuggust við skotsýningu í fyrstu viðureign Seattle og Sacramento á laugardagskvöld kunna að hafa orðið fyrir vonbrigðum, en það voru stóru strákarnir hjá Seattle sem skópu  87-82 sigur liðsins í fyrsta leiknum með frábærri frammistöðu í fráköstunum.

Sport
Fréttamynd

Mourning gefur launin sín

Alonzo Mourning, miðherji Miami Heat í NBA deildinni, hefur ákveðið að gefa árslaun sín hjá félaginu til góðgerðamála. Þorri peninganna mun fara til nýrnaveikra barna, en Mourining er sjálfur nýrnaþegi.

Sport
Fréttamynd

Jefferson farinn að æfa með Nets

Framherjinn Richard Jefferson hjá New Jersey Nets, sem verið hefur frá keppni síðan fyrir áramót vegna meiðsla, mætti á sína fyrstu æfingu hjá liðinu í gær og stefnir á að vera með í úrlsitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

O´Neal tæpur fyrir fyrsta leikinn

Shaquille O´Neal, miðherji Miami Heat hefur enn ekki geta æft með liði sínu  vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum og óvíst þykir um þáttöku hans í fyrsta leiknum við New Jersey á sunnudagskvöld.

Sport
Fréttamynd

San Antonio - Denver

Þetta einvígi er eitt af þeim áhugaverðari í fyrstu umferðinni í ár. San Antonio er af mörgum talið líklegasta liðið í úrslitin í Vesturdeildinni, en meiðsli Tim Duncan og sú staðreynd að Denver er eitt heitasta liðið í deildinni á síðustu vikum, gera það að verkum að þetta gæti orðið mjög jafnt einvígi.

Sport
Fréttamynd

Phoenix - Memphis

Phoenix Suns státa af besta árangri allra liða í deildinni í vetur og enginn efast um að þar er á ferðinni stórkostlegt körfuboltalið. Lið Memphis á fyrir höndum það erfiða verkefni að halda niðri hraðanum á öflugasta sóknarliði deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Houston

Viðureign Texas liðanna Dallas og Houston verður ef að líkum lætur ein sú jafnasta og mest spennandi í fyrstu umferðinni í ár. Stórskotalið Dallas er óðum að tileinka sér betri varnarleik eftir þjálfaraskiptin og gaman verður að sjá hvernig þeim reiðir af gegn varnarsinnuðum grönnum sínum í Houston Rockets.

Sport
Fréttamynd

Seattle - Sacramento

Það varpar óneitanlega skugga á þessa rimmu að lið Seattle Supersonics og Sacramento Kings, eru í miklum vandræðum með meiðsli lykilmanna sinna og því hafa margir hreinlega afskrifað möguleika þeirra á að ná langt í úrslitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Í fyrsta sinn í úrslitum síðan '98

Aðdáendur Chicago Bulls í NBA-körfuboltanum hafa fulla ástæðu til að fagna um þessar mundir en liðið vann sér inn sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan að stórstirnið Michael Jordan hætti hjá Bulls árið 1998.

Sport
Fréttamynd

Miami - New Jersey

Við fyrstu sýn virðist einvígi Miami Heat og New Jersey Nets ekki ætla að verða spennandi, en liðin enduðu í fyrsta og áttunda sæti í Austurdeildinni og Miami hafði betur í öllum þremur viðureignum liðanna í vetur.

Sport
Fréttamynd

Boston - Indiana

Viðureign Boston Celtics og Indiana Pacers verður forvitnilegt einvígi, en margir hallast að því að Indiana liðið gæti komið á óvart í úrslitakeppninni. Liðið hefur orðið fyrir miklu mótlæti í vetur í kjölfar áfloganna frægu í Detroit í haust og mikil meiðsli hafa hrjáð lykilmenn þeirra í allan vetur.

Sport
Fréttamynd

Chicago - Washington

Viðureign Chicago Bulls og Washington Wizards verður einvígi varnarliðs og sóknarliðs. Washington liðið hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982 og því er kannski á brattann að sækja fyrir liðið, sem hefur komið gríðarlega á óvart í vetur.

Sport