Gríska fríkið frábær og toppliðin á sigurbraut í NBA Milwaukee Bucks og Denver Nuggets eru á toppnum í NBA deildinni um þessar mundir og þau unnu bæði örugga sigra í nótt. Körfubolti 30. desember 2018 09:30
Enginn LeBron James í baráttunni um Englaborg Það var enginn LeBron James í liði Los Angeles Lakers er liðið tapaði á móti nágrönnum sínum úr Englaborg, Los Angeles Clippers í NBA deildinni í nótt. Körfubolti 29. desember 2018 09:32
Vann loksins stóra bróður sinn Curry-bræðurnir eru báðir að spila í NBA-deildinni eins og faðir þeirra, Dell Curry, gerði í sextán ár. Eldri bróðirinn missti takið í nótt. Körfubolti 28. desember 2018 14:45
Flautukarfa afgreiddi LeBron-lausa Lakers-menn og Harden er í ham | Myndbönd Golden State tapaði heima fyrir Portland Trail Blazers. Körfubolti 28. desember 2018 07:30
Slóvenska undrið nálægt þrennu og Rose frábær á heimaslóðum | Myndband Luka Doncic heldur áfram að heilla í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 27. desember 2018 07:30
Curry tryggði Golden State sigurinn með flautukörfu Fjöldin allur af leikjum fór fram í NBA deildinni í nótt. Körfubolti 24. desember 2018 10:00
Durant stigahæstur í sigri Golden State Kevin Durant var aðalmaðurinn í sigri Golden State á Dallas Mavericks í NBA körfuboltanum í nótt en hann skoraði 29 stig. Körfubolti 23. desember 2018 10:00
Öruggur sigur Bucks gegn Celtics Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig í sigri Milwaukee Bucks á Boston Celtics í NBA körfuboltanum í nótt en eftir leikinn er Bucks í öðru sæti Austurdeildarinnar. Körfubolti 22. desember 2018 10:00
Dwyane Wade ætlaði aldrei að leyfa Harden að taka síðasta skotið Nýliðinn Luca Doncic heldur áfram að leika listir sínar í NBA-deildinni en Slóveninn snjalli varð að sætta sig við tap í nótt þrátt fyrir nýtt persónulegt stigamet. Fimm leikja sigurganga Houston Rockets endaði líka í Miami og Houston liðið missti að auki einn sinn besta leikmann meiddan af velli. Körfubolti 21. desember 2018 07:30
Giannis nálgast Shaq í flestum troðsluveislum á einu tímabili Giannis Antetokounmpo hefur verið magnaður með liði Milwaukee Bucks og aðalástæðan fyrir því að liðið er með næstbesta árangurinn í Austurdeildinni. Körfubolti 20. desember 2018 21:00
Harden og félagar í Houston Rockets með þristamet í nótt Leikmenn Houston Rockets voru í miklu stuði í NBA-deildinni i körfubolta í nótt og settu nýtt met í þriggja stiga körfum. Alls skoruðu James Harden og félagar 26 þrista í stórsigri á Washington Wizards. Körfubolti 20. desember 2018 08:00
Jarrett Allen stoppaði troðslu LeBrons og komst í fámennan klúbb LeBron James þurfti ekki aðeins að sætta sig við að tap á móti Brooklyn Nets í NBA-deildinni í nótt því einn af hápunktum kvöldsins var troðslutilraun sem endaði ekki vel fyrir LeBron. Körfubolti 19. desember 2018 13:30
Brooklyn Nets á sex leikja sigurgöngu eftir sigur á Lakers í nótt Los Angeles Lakers tókst ekki að komast aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í nótt þegar liðið heimsótti Brooklyn Nets. Nýliðinn Luka Doncic átti enn einn frábæra leikinn en það dugði þó ekki Dallas Mavericks á móti efsta liði Vesturdeildarinnar Denver Nuggets. Cleveland endaði sjö leikja sigurgöngu Indiana Pacers á sigurkörfu Larry Nance Jr.. Körfubolti 19. desember 2018 07:00
Curry í fimmtán þúsund stigin og Durant upp fyrir Larry Bird Stephen Curry og Kevin Durant náðu báðir flottum tímamótum í öruggum sigri Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook var þrennu og James Harden skoraði 47 stig í sigrum sinna liða. Körfubolti 18. desember 2018 07:30
LeBron James og Lonzo Ball skullu aftur til jarðar í slæmu tapi Lakers í nótt LeBron James og Lonzo Ball voru ekki alveg í sama þrennustuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og nóttina á undan þegar þeir urðu fyrstu liðsfélagararnir í ellefu ár til að bjóða upp á þrennu. Körfubolti 17. desember 2018 07:30
Fyrstu liðsfélagarnir með þrennu í sama leiknum í ellefu ár LeBron James og Lonzo Ball urðu fyrstu samherjarnir til þess að ná báðir í þrefalda tvennu í einum og sama leiknum í NBA deildinni síðan árið 2007 þegar Los Angeles Lakers unnu Charlotte Hornets í nótt. Körfubolti 16. desember 2018 09:30
Gríska undrið mætti með læti til Cleveland Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo jafnaði sinn besta leik á ferlinum þegar Milwaukee Bucks vann Cleveland Cavaliers í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 15. desember 2018 10:19
50 stig og þreföld tvenna hjá Harden James Harden átti algjöran stórleik í sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 14. desember 2018 07:30
Michael Jordan húðskammaði einn leikmann Charlotte Hornets Michael Jordan, að flestra mati besti körfuboltamaður allra tíma, bauð upp á eina stutta en hnitmiðaða skammarræðu í leik síns liðs í NBA-deildinni. Körfubolti 13. desember 2018 23:30
Leonard-lausir Raptors fóru létt með Golden State Topplið Austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta Toronto Raptors átti ekki í neinum vandræðum við að vinna ríkjandi meistara Golden State Warriors á þeirra heimavelli í Oakland í nótt. Körfubolti 13. desember 2018 07:30
NASA vill sanna fyrir Curry að menn hafi komið til tunglsins NASA hefur boðist til þess að sanna fyrir Stephen Curry að Bandaríkjamenn hafi lent á tunglinu árið 1969 eftir að stórstjarnan lét þau orð falla í hlaðvarpsupptöku að hann trúði því ekki að tunglendingin hafi átt sér stað. Körfubolti 12. desember 2018 23:30
Sjáðu LeBron James og Dwyane Wade breytast í gegnum árin LeBron James og Dwyane Wade mættust í síðasta sinn í NBA-deildinni í körfubolta í byrjun vikunnar en þessir vinir og fyrrum liðsfélagar hafa verið ansi oft á sama körfuboltavelli á glæsilegum ferli sínum í deildinni. Körfubolti 12. desember 2018 14:30
Popovich kominn með fleiri sigra en Pat Riley Greg Popovich varð í nótt fjórði sigursælasti þjálfari NBA deildarinnar í körfubolta þegar San Antonio Spurs vann 111-86 sigur á Phoenix Suns. Körfubolti 12. desember 2018 07:30
Golden State íþróttamaður ársins hjá Sports Illustrated Bandarísku NBA meistararnir í Golden State Warriors eru íþróttamaður ársins að mati bandaríska íþróttatímaritsins Sports Illustrated. Sport 11. desember 2018 13:30
Síðasta barátta LeBron og Wade LeBron James og Dwayne Wade mættust í hvað verður líklega síðasta skipti á ferlinum þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat áttust við í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 11. desember 2018 07:30
Milwaukee fyrst til að vinna Raptors tvisvar Milwaukee Bucks vann Toronto Raptors 104-99 í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Bucks er þar með fyrsta liðið til þess að vinna Toronto tvisvar í vetur. Körfubolti 10. desember 2018 07:30
Stærsta tap í sögu Chicago Bulls Chicago Bulls má muna fífill sinn fegurri og í nótt tapaði liðið með 56 stiga mun fyrir Boston Celtics. Körfubolti 9. desember 2018 09:30
Toppliðin í Austrinu töpuðu og Lakers steinlá í San Antonio 10 leikir fóru fram í NBA deildinni vestanhafs í nótt og var boðið upp á óvænt úrslit víða. Körfubolti 8. desember 2018 09:30
Boston Celtics komið á skrið | Myndband Boston Celtics vann fjórða leikinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 7. desember 2018 07:30
Pippen höfðar mál gegn grínista fyrir skemmdarverk Scottie Pippen var svo ósáttur með meðferð leiganda á setri hans í Fort Lauderdale í Flórída fylki að hann ætlar að sækja sér bætur fyrir dómstólum. Körfubolti 6. desember 2018 23:30