„Þá verður LeBron James ekki lengur besti körfuboltamaður heims“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 19:30 LeBron James þarf að kalla fram súpermanninn í sér til að koma Los Angeles Lakers inn í úrslitakeppnina. Getty/Jonathan Bachman LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru í vandræðum í NBA-deildinni eftir tap á móti New Orleans Pelicans í síðasta leik sínum. Líkurnar aukast nú dag frá degi að Los Angeles Lakers missi hreinlega af úrslitakeppninni í ár. Liðið hefur „bara“ unnið 29 af 59 leikjum sínum á leiktíðinni og er eins og er fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Liðin í sjöunda og áttunda sæti, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs, hafa bæði unnið 33 leiki. LeBron James hefur komist með liði sínu í lokaúrslitin undanfarin átta tímabil og hann hefur ekki misst af úrslitakeppninni í fjórtán ár eða síðan hann var á sínu öðru tímabili í deildinni tímabilið 2004-05. Pressan er farin að aukast talsvert á LeBron James sem er ætlað að bjarga málunum og bera Lakers-liðið á herðum sér inn í úrslitakeppnina. LeBron er með 26,8 stig, 8,7 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en það hefur ekki skilað betri stöðu. Fjarvera hans í sautján leikjum í desember og janúar kom Lakers liðinu mjög illa. Sumir álíta sem svo að LeBron James myndi verða fyrir álitshnekki missi hann af úrslitakeppninni í ár. Einn af þeim er Cris Carter sem er í þættinum First Things First á FOX Sports."If they do miss the playoffs, LeBron James will no longer be the greatest basketball player in the world. That title will be transferred." — @criscarter80pic.twitter.com/kqqplWxx9F — FOX Sports (@FOXSports) February 25, 2019„Ef þeir missa af úrslitakeppninni þá mun Lakers reka þjálfarann sinn. Ef þeir missa af úrslitakeppninni þá verður LeBron James ekki lengur besti körfuboltamaður heims. Sá titill mun þá færast yfir á einhvern annan,“ sagði Cris Carter. Cris Carter er líka á því að það gæti líka haft áhrif á ákvarðanir stjörnuleikmanna með lausa samninga í sumar. Missi Lakers liðið af úrslitakeppninni í ár þá gætu þeir farið að efast um framtíðarmöguleika liðsins og það gæti hjálpað þeim að taka ákvörðun um að fara annað en til Los Angeles Lakers. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru í vandræðum í NBA-deildinni eftir tap á móti New Orleans Pelicans í síðasta leik sínum. Líkurnar aukast nú dag frá degi að Los Angeles Lakers missi hreinlega af úrslitakeppninni í ár. Liðið hefur „bara“ unnið 29 af 59 leikjum sínum á leiktíðinni og er eins og er fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Liðin í sjöunda og áttunda sæti, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs, hafa bæði unnið 33 leiki. LeBron James hefur komist með liði sínu í lokaúrslitin undanfarin átta tímabil og hann hefur ekki misst af úrslitakeppninni í fjórtán ár eða síðan hann var á sínu öðru tímabili í deildinni tímabilið 2004-05. Pressan er farin að aukast talsvert á LeBron James sem er ætlað að bjarga málunum og bera Lakers-liðið á herðum sér inn í úrslitakeppnina. LeBron er með 26,8 stig, 8,7 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en það hefur ekki skilað betri stöðu. Fjarvera hans í sautján leikjum í desember og janúar kom Lakers liðinu mjög illa. Sumir álíta sem svo að LeBron James myndi verða fyrir álitshnekki missi hann af úrslitakeppninni í ár. Einn af þeim er Cris Carter sem er í þættinum First Things First á FOX Sports."If they do miss the playoffs, LeBron James will no longer be the greatest basketball player in the world. That title will be transferred." — @criscarter80pic.twitter.com/kqqplWxx9F — FOX Sports (@FOXSports) February 25, 2019„Ef þeir missa af úrslitakeppninni þá mun Lakers reka þjálfarann sinn. Ef þeir missa af úrslitakeppninni þá verður LeBron James ekki lengur besti körfuboltamaður heims. Sá titill mun þá færast yfir á einhvern annan,“ sagði Cris Carter. Cris Carter er líka á því að það gæti líka haft áhrif á ákvarðanir stjörnuleikmanna með lausa samninga í sumar. Missi Lakers liðið af úrslitakeppninni í ár þá gætu þeir farið að efast um framtíðarmöguleika liðsins og það gæti hjálpað þeim að taka ákvörðun um að fara annað en til Los Angeles Lakers.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum