Þriðjudagstilboðið heldur áfram að hækka í verði Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári. Neytendur 5. desember 2023 11:18
Krefjast rannsókna á gerð lánshæfismats Creditinfo Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á Persónuvernd að rannsaka ítarlega framkvæmd lánshæfismats Creditinfo og sérstaklega breytingar sem gerðar voru á dögunum. Innlent 4. desember 2023 08:53
Verðskrá fyrir magnpóst lögð niður Frá og með 1. janúar 2024 verður sérstök verðskrá fyrir magnpóst lögð niður og flokkarnir almenn bréf og magnpóstur sameinaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Neytendur 1. desember 2023 10:00
Skilur reiði fólks en segir tölfræðina tala sínu máli „Það sem að gerðist 1. september var að það var gefin út ný reglugerð af dómsmálaráðuneytinu sem breytir reglunum um það hvernig lánshæfismat er búið til. Og þá er það lagt í hendurnar á fjárhagsupplýsingastofu, sem sagt á okkur, að meta það hvaða vanskilaupplýsingar á að nota. Og kaldur sannleikurinn er sá að ef að fólk hefur lent í því einhvern tímann að borga ekki skuldir sínar til baka, þá er það ólíklegra en aðrir til að borga þær í framtíðinni.“ Viðskipti innlent 30. nóvember 2023 11:04
Neytendasamtökin gagnrýna harðlega framgöngu Creditinfo „Meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins, að mati Neytendasamtakanna og VR. Hafa samtökin því sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð.“ Viðskipti innlent 30. nóvember 2023 10:09
Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. Viðskipti innlent 29. nóvember 2023 14:48
Verðbólgan hækkar lítillega í átta prósent Verðbólga hefur hækkað lítillega og í nóvember mældist hún átta prósent hér á landi, sé litið til síðastliðinna tólf mánaða. Viðskipti innlent 29. nóvember 2023 14:32
Platinum-tryggingin dekkaði ekki hurð sem fauk upp undir Hafnarfjalli Kona fær ekki endurgreitt frá bílaleigu þrátt fyrir að hafa verið með „Platinum-tryggingu“ sem hún taldi dekka tjón sem hún lenti í. Fær hún því ekki endurgreiddar 230 þúsund krónurnar sem hún óskaði eftir. Neytendur 27. nóvember 2023 15:15
Spá því að verðbólgan aukist Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan aukist um 0,2 prósent milli mánaða og verði 8,1 prósent. Þá muni hún hækka enn meira í desember og verða 8,3 prósent. Viðskipti innlent 27. nóvember 2023 10:31
„Þetta líktist helst rokktónleikum“ Svartur föstudagur, einn stærsti verslunardagur ársins, er í dag. Fjöldi verslana bauð upp á afslátt í dag, en sumar þeirra fóru fjölbreyttari leiðir við að halda upp á daginn. Dagurinn er að bandarískri fyrirmynd og markar upphaf jólainnkaupatímabilsins. Viðskipti innlent 24. nóvember 2023 20:00
Svartur föstudagur allt árið um kring Nóvember virðist orðinn að sérstökum útsölu- og tilboðsmánuði, góð kaup birtast í hverju horni, dag eftir dag. Það er auðvelt að fyllast kaupæði við þessar aðstæður og ætli við upplifum ekki mörg að vera sífellt að missa af tækifæri, að við nánast töpum á því að eyða ekki pening þessa dagana? Skoðun 24. nóvember 2023 12:45
Unglingsstúlkur í uppnámi við opnun Ginu Tricot Mikil mannmergð myndaðist í gærkvöldi þegar tískuvöruverslunin Gina Tricot var opnuð í Kringlunni. Lífið 24. nóvember 2023 10:13
Ítali fær íslenska ullarpeysu sem passaði ekki endurgreidda Ónefndri vefverslun hér á landi hefur verið gert að greiða ítölskum viðskiptavini rúmar 50 þúsund krónur eftir að hann hafði skilað ullarpeysu sem hann hafði keypt en aldrei fengið endurgreitt. Neytendur 23. nóvember 2023 12:34
Ekki láta ræna þig heima í stofu Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Skoðun 23. nóvember 2023 10:01
„Prógrammerað í mann að kaupa hluti til að gera vel við sig“ Samhliða tilboðsdögum nær átak Landverndar, Nægjusamur nóvember, hámarki um í vikunni. Formaður segir mikilvægt að hugsa vel um það sem maður kaupir. Það sé á sama tíma gott að nýta tilboðin í það sem manni raunverulega vantar. Viðskipti innlent 22. nóvember 2023 12:00
Sérðu svart? Framundan er hátíð ljóss og friðar - og neyslu. Þá er mikilvægt að vanda valið. Hvaðan kemur það sem keypt er, er það vandað, hvernig eru gæðin, hver bjó það til og við hvaða aðstæður, var framleiðslan mengandi, fékk starfsfólkið sanngjörn laun, hvað með flutninginn? Og svo má spyrja sig hvort eitthvað vanti yfirhöfuð? Skoðun 22. nóvember 2023 12:00
Það er vandlifað í henni neysluveröld Jólin eru handan við hornið og stærstu útsöludagar ársins yfirvofandi. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ vanalega hnút í magann mörgum vikum áður en þeir skella á. Pressan til að stökkva á tilboð og nýta mér afslætti við kaup á hlutum sem ég þarf ekki, í þeim eina tilgangi að spara kannski nokkra þúsundkalla, verður mér einfaldlega ofviða. Skoðun 22. nóvember 2023 11:30
Fær milljónir því stofugólfið var ekki til friðs Héraðsdómur Reykjaness hefur gert verktaka að greiða konu rúmar 2,7 milljónir króna auk málskostnaðar vegna ófullkominnar lagningu hitalagna í stofugólfi í íbúð hennar í fjölbýlishúsi. Innlent 21. nóvember 2023 22:32
Ósáttur við skráningu Byko eftir greiðslu með reiðufé Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að byggingarvörufyrirtækinu Byko hafi verið heimilt að krefja viðskiptavin sinn um kennitölu og framvísun persónuskilríkja þegar hann ætlaði að greiða fyrir vörur með reiðufé. Viðskipti innlent 21. nóvember 2023 10:48
Hvenær er líf verðmætt? Við erum rosalega upptekin af kerfum. Ef það er ekki kapitalismi þá er það sosialismi eða kommunismi. Hvaðan á peningurinn að koma til þess að laga öll vandamálin sem við höfum búið til? Peningur er fyrirbæri sem hefur ekkert verðmætagildi nema í huganum okkar. Skoðun 21. nóvember 2023 10:30
Fæst hamingjan á útsölu? Hvað lætur okkur líða vel? Árið 2008 fól breska ríkisstjórnin samtökunum New Economic Foundation að safna saman niðurstöðum úr fjölda rannsókna sem hafa skoðað hvað það er sem eykur lífshamingju og vellíðan fólks um heim allan. Skoðun 20. nóvember 2023 11:31
Olíufélögin fjarlægjast Costco Það munar fimmtán krónum á bensínlítranum hjá ódýrustu bensínstöðinni og þeirri næstódýrustu. Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni á markaði skýra aukinn verðmun. Neytendur 13. nóvember 2023 22:33
Hopp hækkar verðið Hopp Ísland hækkaði í dag startgjald í fyrsta sinn síðan rafhlaupahjólaleigan var opnuð árið 2019. Þá hækkar mínútugjald einnig. Framkvæmdastjóri segir hækkunina beina afleiðingu verðbólgu. Neytendur 10. nóvember 2023 14:56
Hægt verður að borga strætóferð með korti án aðkomu Klapps Stefnt er að því að innleiða þann möguleika að greiða fyrir strætóferð með snertilausu greiðslukorti á fyrrihluta næsta árs. Þannig verður möguleiki fólks á að greiða fyrir staka strætóferð ekki háður því hvort það hafi aðgang að Klappinu. Viðskipti innlent 10. nóvember 2023 14:02
Stofnendur Krónunnar og Bónuss hluthafar í nýrri verslun Eigendur Heimkaupa vinna að því að opna lágvöruverðsverslun á höfuðborgarsvæðinu á næstunni. Að bakvið verkefninu standa aðilar með mikla reynslu í opnun slíkra verslana eins og Jón Ásgeir Jóhannesson. Viðskipti innlent 9. nóvember 2023 18:05
Fólk verði á varðbergi á Singles Day og Svörtum föstudegi Netöryggis-og viðbragðsteymi CERT-IS hvetur fólk til að vera á varðbergi næstu vikur í tilefni af tilboðsdögum sem framundan eru. Sérstaklega gagnvart öllum smáskilaboðum tengdum kaupum á netinu. Neytendur 9. nóvember 2023 15:19
„Svona viðurkenning gefur manni eldmóð til að halda áfram að gera vel“ „Já mér finnst lífið að mörgu leyti skemmtilegra eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar,“ segir Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar. Atvinnulíf 9. nóvember 2023 07:00
„Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“ „Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu. Atvinnulíf 8. nóvember 2023 07:00
Kvarta til ESB vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda um endurvinnslu Bandalag neytendasamtaka í Evrópu hefur kvartað til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda að umbúðir þeirra séu úr fullendurunnum efnum og/eða séu fullendurvinnanlegar. Erlent 7. nóvember 2023 10:34
Aur gefur út debetkort með endurgreiðslu Aur, sem er í eigu Kviku, hefur opnað nýja bankaþjónustu og fullyrðir bankinn að boðið sé upp á bestu kjörin á debetkortum. Debetkortin eru án allra gjalda og þau fyrstu með endurgreiðslu, að því er segir í tilkynningu frá Kviku. Neytendur njóta ávinningsins af lítilli yfirbyggingu og snjöllum tæknilausnum, segir forstjóri Kviku. Viðskipti innlent 7. nóvember 2023 10:23