Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Olíu­fé­lögin hafi hætt við að elta Costco

Bensínverð á Íslandi er það þriðja hæsta á heimsvísu og dísilverð það næsthæsta. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni og skort á aðhaldi stjórnvalda skýra gríðarlega hátt verð. 

Neytendur
Fréttamynd

Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auð­velt sé að taka lán

Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt.

Innlent
Fréttamynd

Eina sýkla­lyf sinnar tegundar tvö­faldast í verði

Sýklalyf sem er það eina sinnar tegundar á markaði hækkaði tvöfalt í verði á milli mánaða. Skortur á stærri pakkningu lyfsins hefur þýtt að sjúklingar hafa þurft að greiða yfir tólf þúsund krónur fyrir sýklalyfjaskammtinn, um fjórfalt meira en áður.

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar 14 prósent verð­hækkun tryggingarfélags

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins heldur uppteknum hætti á nýju ári og skorar á fyrirtæki og stofnanir að halda aftur af verðlagshækkunum. Hann hefur lagt fram áskorun í sex liðum til stofnana og fyrirtækja þar sem hvatt er til samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva vítahring verðbólgu. Kveikjan að áskoruninni eru umtalsverðar verðlagshækkanir tryggingarfélaga og hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Strætómiðinn dýrari

Ný gjaldskrá hjá Strætó mun taka gildi tekur gildi þann næstkomandi miðvikudag, þann 8. Janúar. Stakt fargjald mun hækka um tuttugu krónur og fara úr 650 krónum upp í 670 krónur.

Neytendur
Fréttamynd

Sorpa undir­býr sig fyrir þjónustufall

Sorpa lokaði fyrir áramót Efnismiðlun sinni í endurvinnslustöðinni á Sævarhöfða. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir lokunina tengda lokun endurvinnslustöðarinnar á Dalvegi síðar á árinu. Það verði að létta á Sævarhöfða samhliða því að stöðinni á Dalvegi verður lokað.

Neytendur
Fréttamynd

Jóla­gjafirnar í ár hittu beint í mark

Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark ef marka má gesti Kringlunnar sem fréttastofa náði tali af. Flestir sem voru mættir til að skipta gjöfum þurfu að skipta yfir í rétta stærð en aðrir skiptu bókum sem þeir fengu tvö, eða jafnvel þrjú eintök af. 

Innlent
Fréttamynd

Skilaréttur neyt­enda ríkari ef varan er keypt á netinu

Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill benda neytendum á að þeir eigi mun ríkari og rýmri skilarétt ef vörurnar sem þeir vilja skila hafa verið keyptar á netinu fremur en í hefðbundnum verslunum. Neytandi á að geta skilað vöru sem keypt er á netinu fjórtán dögum eftir að hann fær hana í hendur.

Innlent
Fréttamynd

Jóla­gjafir ís­lenskra vinnu­staða

Langflest íslenskt fyrirtæki og stofnanir sáu til þess að starfsfólkið færi ekki í jólaköttinn í ár. Líkt og fyrri ár eru gjafabréf vinsæl jólagjöf og virðist nú vera reglan frekar en undantekningin. Vísir tók saman hvað leyndist í jólapökkunum hjá starfsmönnum íslenskra fyrirtækja og stofnana að þessu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Sektuð fyrir að segjast vera best

Neytendastofa hefur sektað eigendur Guide to Europe um sjö hundruð þúsund krónur vegna ósannaðra og villandi fullyrðinga í markaðsefni. Stofnunin hefur einnig bannað Guide to Europe að birta slíkar fullyrðingar.

Neytendur
Fréttamynd

Sekta þau sem ekki greiða rétt far­gjald um fimm­tán þúsund krónur

Í byrjun árs 2025 stefnir Strætó að því að byrja að leggja fargjaldaálag á þá farþega sem ekki geta sýnt fram á gilt fargjald við eftirlit. Fargjaldaálagið verður almennt 15 þúsund krónur en 7.500 krónur á ungmenni og aldraða. Á öryrkja verður gjaldið 4.500 krónur. Ekki verður innheimt fargjaldaálag af börnum yngri en 15 ára. Börn yngri en 15 ára verða ekki krafin um fargjaldaálag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Máttu ekki selja í stæði við Engja­veg fyrir Jóla­gesti Björg­vins

Reykjavíkurborg veitti ekki leyfi til gjaldtöku á bílastæðum við Laugardalshöll fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar um helgina. Sena er því ekki lengur að selja í stæði við Engjaveg. Á vef Senu er upplýsingasíða fyrir stæðasöluna. Þar kemur fram að selt sé í tvö stæði við höllina en jafn mikið kostar í bæði stæðin, 5.990 krónur. 

Innlent
Fréttamynd

Segir eðli­legar skýringar á hæsta raforkuverðinu

Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pakkaflóðið of stórt fyrir flug­vélar er­lendis frá

„Það hefur verið mesta umræðan um vörur erlendis frá. Þar er tappinn bara flugvélar. Það er bara ekki meira pláss í vélunum. Þeir sem hafa þurft að bíða svona lengi, í tíu daga eða eitthvað svoleiðis. Það eru þá flugvélarnar sem eru fullar.“

Innlent
Fréttamynd

Verð á raf­orku rokið upp um tugi prósenta á einu ári

Á einu ári eða frá því í október í fyrra til dagsins í dag hefur verð á raforku hjá smásölum hækkað á bilinu 9-37%. ASÍ vekur athygli á því að ólíkt dreifingu raforku hafi almenningur val um af hvaða smásölu það kjósi að versla raforku. Valið stendur milli níu smásala raforku og geta neytendur fært sig á milli söluaðila með auðveldum hætti en ekki er hægt að velja um dreifiveitu rafmagns.

Neytendur
Fréttamynd

Hægt að borga með korti í strætó

Frá og með deginum í dag er hægt að borga snertilaust með korti í Strætó í gegnum Klapp greiðslukerfið. Fyrirkomulagið hefur verið í prófun hjá fyrirtækinu og er nú komið í fullna virkni að því er segir í tilkynningu frá Strætó.

Neytendur
Fréttamynd

Loka verslun í Smára­lind

Vodafone lokar verslun sinni í Smáralind í lok mánaðarins. Í staðinn munu viðskiptavinir geta farið í verslun Vodafone á Suðurlandsbraut 8 um helgar. Síðasti dagurinn í Smáralind er 29. desember og ný helgaropnun á Suðurlandsbraut hefst strax eftir áramót.

Neytendur
Fréttamynd

Víð­tækar vöruhækkanir eftir ára­mót

Samtök verslunar og þjónustu búast við talsverðum verðhækkunum um áramótin. Íslenskt grænmeti gæti til að mynda hækkað um allt að tólf prósent og þá er von á því að kjöt, mjólkurvörur, kaffi og súkkulaði hækki einnig.

Viðskipti innlent