Fá ekki bætur vegna flugferðar sem seinkaði vegna farþega sem ældi blóði Samgöngustofna hefur hafnað því að bandaríska flugfélagið United Airlines þurfi að greiða tveimur farþegum bætur fyrir seinkun á flugi félagsins frá Íslandi New York í Bandaríkjunum. Seinkunin varð vegna þess að snúa þurfti flugvél félagsins við á leið til Íslands eftir að farþegi ældi blóði skömmu eftir brottför. Innlent 31. janúar 2022 22:49
Þung staða á húsnæðismarkaði: „Þurfum að huga meira að framboðshliðinni“ Svört staða er uppi á húsnæðismarkaði nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og framboð á íbúðum sjaldan verið minna. Fjármálaráðherra segir þetta áhyggjuefni, ekki síst með tilliti til tekjulægri einstaklinga. Viðskipti innlent 31. janúar 2022 19:44
Krónan fram úr Bónus í fyrsta sinn og Boozt kom inn með látum Bónus var með 30,9 prósent markaðshlutdeild á matvörumarkaði árið 2021 og Krónan var með 28,3 prósent hlutdeild sé litið yfir allt árið í fyrra. Hins vegar gerðist það í fyrsta sinn í apríl 2021 að Krónan tók fram úr Bónus á þessum markaði. Innherji 31. janúar 2022 14:00
Íbúðamarkaður með krónískan háþrýsting Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl. Skoðun 31. janúar 2022 08:00
Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. Viðskipti innlent 30. janúar 2022 19:08
Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. Neytendur 30. janúar 2022 13:35
„Ég held að þetta sé framtíðin og ég er glaður að fá að taka þátt í því að búa hana til“ Náttúruvín nýtur vaxandi vinsælda hér á landi og segja vínsérfræðingar að timburmenn læðist síður að manni vegna hreinna efna í víninu. Fréttastofa fékk að vita allt um þessa vinsælu vöru sem sérfræðingarnir segja framtíðina. Neytendur 30. janúar 2022 07:01
Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. Viðskipti innlent 28. janúar 2022 19:41
Telur að Íslendingar muni fyrirgefa Dönum Formaður Norræna félagsins telur ákvörðun Hagkaupa um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna ekki til marks um stækkandi gjá milli Danmerkur og Íslands. Hann telur að Íslendingar muni fyrirgefa nágrönnum sínum meintan grikk á EM í gær, fyrr en síðar. Innlent 27. janúar 2022 21:57
Innkalla próteinpönnukökur vegna aðskotahlutar úr málmi Heilbrigðiseftirlitið hefur stöðvað sölu og hafið innköllun á pönnukökudufti vegna mögulegs aðskotahlutar úr málmi, eins og það er orðað í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu. Varan er af þeim sökum ekki talin örugg til neyslu. Neytendur 27. janúar 2022 17:24
„Það eru allir að boða hækkanir“ Búast má við að verðhækkanir á næstu vikum muni svipa til þeirra sem sáust eftir hrun, að sögn framkvæmdastjóra Bónus. Hins vegar sé staðan í dag sú að bæði innlendir og erlendir aðilar hafi boðað hækkanir en að í hruninu hafi það nær eingöngu átt við um innfluttar vörur. Hann segir allt gert til þess að milda hækkanirnar eins og hægt er. Neytendur 26. janúar 2022 22:01
Stóra bílasalan braut lög Fullyrðingar Stóru bílasölunnar ehf. um að boðið væri upp á allt að 100% lán fyrir kaupum á smájeppa voru villandi, að mati Neytendastofu og hið sama á við óskýran verðsamanburð við bíla hjá samkeppnisaðilum. Viðskipti innlent 26. janúar 2022 09:06
Hafa stefnt Almennri innheimtu og eiganda félagsins Neytendasamtökin hafa stefnt lögmanninum Gísla Kristbirni Björnssyni, fyrirtæki hans Almennri innheimtu ehf. og tryggingafélaginu Verði vegna smálánainnheimtu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Viðskipti innlent 26. janúar 2022 08:39
Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. Innlent 24. janúar 2022 19:16
Heimapróf innkölluð vegna hættu á fölskum jákvæðum niðurstöðum Lyfjastofnun kallar inn tvær lotur af Genrui SARS-CoV-2 Antigen Test Kit (Colloidal Gold) sjálfsrófi vegna hættu á fölskum jákvæðum niðurstöðum við notkun prófsins. Neytendur 24. janúar 2022 16:15
Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. Viðskipti innlent 24. janúar 2022 10:10
Hafði aftur betur gegn Bílabúð Benna vegna illa lyktandi Porsche Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Bílabúð Benna þurfi að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, fjórtán milljónir vegna gallaðs Porsche-jeppa. Neytendur 22. janúar 2022 08:28
Okrað á almenningi: Spurningarnar sem ráðherra verður að svara Í gærkvöldi birtist tilkynning frá fyrirtækinu N1 Rafmagn (sem áður hét Íslensk orkumiðlun) þar sem neytendur eru beðnir afsökunar á rafmagnsokrinu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Skoðun 21. janúar 2022 12:00
Íslenska ánægjuvogin: Sjö fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2021 voru kynntar í morgun og mátti sjá mikinn mun á ánægju viðskiptavina þeirra 37 fyrirtækja í samtals þrettán atvinnugreinum sem voru mæld. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið. Viðskipti innlent 21. janúar 2022 09:16
Bein útsending: Afhending Íslensku ánægjuvogarinnar Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar í dag. Þetta er í tuttugasta og þriðja skipti sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni verða birtar niðurstöður fyrir tólf atvinnugreinar og hafa þær sjaldan verið fleiri. Viðskipti innlent 21. janúar 2022 07:31
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og endurgreiðir viðskiptavinum N1 Rafmagn hefur ákveðið að selja alla raforku á sama verðtaxta til heimila frá og með 1. janúar 2022, hvort sem viðskiptavinir hafi skráð sig sjálfir í viðskipti eða komið í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda. Neytendur 20. janúar 2022 18:20
Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar. Viðskipti innlent 20. janúar 2022 14:31
Heimamenn fylla skarðið sem risinn skildi eftir Heimamenn á Húsavík láta ekki deigan síga þótt búið sé að loka einu byggingarvöruverslun bæjarins. Verktakar á svæðinu hafa tekið höndum saman og munu þeir opna nýja byggingarvöruverslun í bænum í næsta mánuði. Viðskipti innlent 20. janúar 2022 14:10
Viðskiptasiðferði N1 sturtað niður í holræsið Í fréttum í gær var afhjúpað enn og aftur hvernig neytendur á Íslandi eru svívirðilega blekktir, allt til þess eins að fullnægja arðsemisgræðginni sem skekur fjölmörg stór fyrirtæki á Íslandi. Skoðun 20. janúar 2022 11:01
Tryggingafélagið Vörður og Stofnfélagar Sjóvá almennt með lægsta verðið Tryggingafélagið Vörður var með lægsta tilboð í tryggingar í fimm tilfellum af sex samkvæmt nýrri verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Samkvæmt könnuninni var minni verðmunur á tilboðum tryggingafélagana innihéldu þau margar ólíkar tryggingar. Neytendur 20. janúar 2022 10:30
Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. Viðskipti innlent 19. janúar 2022 22:47
Um raforkusölu til neytenda N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. Skoðun 19. janúar 2022 17:31
„Ef þú gerir ekki neitt þá ferðu á hæsta rafmagnsverð Íslandssögunnar“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar gagnrýnir harðlega að ekki sé virkt eftirlit með sölu á raforku í landinu og segir að svindlað sé á neytendum með núverandi fyrirkomulagi. Hún segir óvanalegt að ríkið geti ákveðið til lengri tíma við hvaða fyrirtæki fólk eigi í viðskiptum við og kallar eftir aukinni umræðu. Neytendur 19. janúar 2022 13:00
MAST innkallar ólöglegt hrökkbrauð Matvælastofnun hefur varað við neyslu hrökkbrauðs frá fyrirtækinu Sigdal Bakeri. Rotvarnarefnið ethyline oxide fannst í hráefni sem notað var við framleiðslu á hrökkbrauðinu. Ólöglegt er að nota efnið við matvælaframleiðslu í Evrópu. Neytendur 13. janúar 2022 17:21
Leyft að selja gamlar birgðir: „Þetta verður ekki flutt aftur til landsins“ Hagkaup fékk nýlega heimild hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur til að selja síðustu pakkana sína af Cocoa Puffs. Þeir höfðu safnað ryki í vöruhúsi eftir að tilkynnt var að ekki væri lengur heimilt að selja morgunkornið á Íslandi. Vörurnar voru fluttar til landsins síðasta sumar og hefðu að óbreyttu verið urðaðar. Neytendur 11. janúar 2022 17:22