Taylor Swift mætti til að fylgjast með Kelce Ein heitasta slúðursagan í NFL síðustu vikurnar hefur lítið að gera með íþróttina sjálfa. Það er hvort stórstjörnurnar Travis Kelce og Taylor Swift séu par. Sport 24. september 2023 23:32
Kyndir undir orðróminn um nýtt ástarsamband Síðustu daga hefur mikið verið rætt um meint ástarsamband bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift og bandaríska fótboltakappans Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. Segja má að söngkonan hafi heldur betur kynt undir orðróminn eftir að hafa mætt á leik Chiefs og Chicago Bears á Arrowhead-vellinum í Kansas City í kvöld. Lífið 24. september 2023 23:11
Trevon Diggs frá út tímabilið Trevon Diggs, stjörnuleikmaður Dallas Cowboys í NFL deildinni, verður frá út tímabilið vegna meiðsla. Leikmaðurinn leiddi deildina í fjölda inngripa árið 2021 og skrifaði nýlega undir 97 milljón dollara samning við Cowboys. Sport 22. september 2023 13:00
Kim og Beckham sögð vera að stinga saman nefjum Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og Odell Beckham Jr., leikmaður Baltimore Ravens í NFL-deildinni, eru sögð vera stinga saman nefjum. Sport 21. september 2023 07:30
Stuðningsmaður lést við hlið sonar síns í stúkunni eftir líkamsárás Dale Mooney, stuðningsmaður New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, lést eftir að ráðist var á hann í stúkunni á leik Patriots gegn Miami Dolpins síðastliðinn sunnudag. Sport 20. september 2023 09:00
Leita fyrrverandi leikmanns Patriots eftir að móðir hans fannst myrt Lögreglan í Chicago leitar nú Sergio Brown, fyrrverandi leikmanns liða á borð við New England Patriots og Buffalo Bills, eftir að móðir hans fannst látin við heimili þeirra. Sport 20. september 2023 07:01
Mahomes fékk launaleiðréttingu Besti leikmaður NFL-deildarinnar, Patrick Mahomes, skrifaði í gær undir nýjan samning við Kansas City Chiefs sem er sögulegur. Sport 19. september 2023 17:30
Meiðslin svo alvarleg að atvikið var ekki endursýnt Einn besti hlaupari NFL-deildarinnar, Nick Chubb, meiddist alvarlega á hné í nótt. Svo viðbjóðsleg voru meiðslin að sjónvarpsstöðvar neituðu að sýna atvikið aftur. Sport 19. september 2023 15:46
Versta byrjunin í 22 ár New England Patriots töpuðu í gær öðrum leik tímabilsins á tímabilinu í NFL-deildinni fyrir Miami Dolphins. Liðið er án sigurs eftir tvær umferðir en slíkt hefur ekki gerst í 22 ár. Sport 18. september 2023 14:00
Infantino fékk kaldar kveðjur í Dallas Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fékk heldur kaldar kveðjur þegar hann var á meðal áhorfenda á leik Dallas Cowboys og New York Jets í NFL-deildinni vestanhafs í gærkvöld. Fótbolti 18. september 2023 13:31
Risarnir frá New York unnu sinn stærsta endurkomusigur í sögunni New York Giants vann ótrúlegan 28-31 sigur er liðið heimsótti Arizona Cardinals í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í nótt. Sport 18. september 2023 09:01
Beittur kynþáttaníði og sagt að fremja sjálfsmorð Alexander Mattison, hlaupari Minnesota Vikings í NFL-deildinni, mistókst að skora snertimark þegar hann missti boltann í tapi Víkinganna gegn Philadelphia Eagles á fimmtudag. Í kjölfarið fékk hann fjölda viðbjóðslegra skilaboða á samfélagsmiðlum. Sport 16. september 2023 07:01
Sá myndband af ungum aðdáanda herma eftir sér og færði honum áritaða treyju Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, kom ungum aðdáanda á óvart eftir að hann sá guttann spila í treyju merktri sér. Sport 14. september 2023 22:17
Rýfur þögnina eftir áfallið mikla: „Er gjörsamlega niðurbrotinn“ Aaron Rodgers, leikstjórnandi New York Jets, sem verður frá út tímabilið eftir að hafa slitið hásin í fyrstu umferð NFL deildarinnar á , þakkar fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímum fyrir sig. Hann segist munu rísa enn á ný. Sport 14. september 2023 10:01
Vilja banna gervigras í NFL-deildinni Leikmannasamtök NFL-deildarinnar hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að banna skuli alla gervigrasvelli og spilað verði á venjulegum grasvöllum í deildinni. Yfirlýsingin kemur í kjölfar meiðsla sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers varð fyrir um helgina. Sport 13. september 2023 20:46
Vill að fólk hætti að skrifa minningargreinar um lið sitt í kjölfar áfallsins mikla Þjálfari NFL-deildar liðsins New York Jets biður fólk vinsamlegast um að hætta að skrifa minningargreinar um lið sitt nú þegar að ljóst er að aðalleikstjórnandi Jets verður frá út tímabilið. Sport 13. september 2023 10:31
Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. Sport 12. september 2023 16:14
Óttast að Rodgers hafi slitið hásin Tímabil New York Jets í NFL-deildinni hófst með sigri á Buffalo Bills en leikstjórnandi liðsins, hinn þaulreyndi Aaron Rodgers, gæti verið frá út tímabilið. Þar sem Rodgers er orðinn 39 ára gamall gæti ferillinn verið búinn en óttast er að hann hafi slitið hásin. Sport 12. september 2023 13:02
Dagskráin í dag: U21 árs landsliðið hefur leik í undankeppni EM Nú sem endranær er hægt að finna fjölbreytta dagskrá á sjónvarpsstöðvum Stöðvar 2 Sport. Sport 12. september 2023 06:01
Rakar inn seðlum eftir að hafa fært sig úr MLS yfir í NFL Brandon Aubrey lagði hart að sér til að þess að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum áður en hann ákvað að breyta til. Hann skipti yfir í NFL þar sem spilaður er amerískur fótbolti og er í dag leikmaður Dallas Cowboys. Fótbolti 11. september 2023 15:31
Kúrekarnir skoruðu fjörutíu og sá launahæsti kældur Dallas Cowboys vann ótrúlegan 40-0 sigur á New York Giants í fyrstu viku NFL-deildarinnar. Joe Burrow var langt frá sínu besta en hann skrifaði á dögunum undir risasamning við Cincinnati Bengals sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar. Sport 11. september 2023 09:30
Launahæsti varnarmaðurinn í NFL: „Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti“ Nick Bosa skrifaði á dögunum undir samning við San Fransisco 49ers sem gerir hann að hæstlaunaðasta varnarmanni í sögu NFL. Sport 10. september 2023 14:04
Goff gefið 359 heppnaðar sendingar og nálgast met Rodgers Jared Goff, leikstjórnandi Detroit Lions, nálgast ótrúlegt met þar sem hann hefur gefið 359 heppnaðar sendingar án þess að kasta boltanum í hendur andstæðings. Sport 9. september 2023 21:30
Svæfður í ellefu tíma meðan hann var flúraður Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys í NFL-deildinni, fór engan milliveg þegar hann lét flúra á sér fótlegginn á dögunum. Heljarinnar verk prýðir nú legg hans frá mjöðm niður að ökkla eftir heilmikla aðgerð. Sport 8. september 2023 15:00
Meistararnir étnir af Ljónunum á heimavelli Detroit Lions hefur verið aðhlátursefni NFL-stuðningsmanna svo áratugum skiptir. Það hlær enginn eftir fyrsta leik deildarinnar í nótt. Sport 8. september 2023 09:35
Þjálfarinn þreyttur á Russell Wilson: „Hættu að kyssa smábörn“ Russell Wilson er einn mest áberandi leikmaður NFL-deildarinnar, þjálfara hans til mikils ama. Sport 7. september 2023 15:00
Hrútarnir án lykilmanns í fyrsta leik Los Angeles Rams er ekki spáð góðu gengi í NFL-deildinni í ár en fyrsti leikurinn fer af stað annað kvöld. Liðið þarf að spila fyrsta leik sinn í deildinni án lykilmanns í sóknarleiknum. Sport 6. september 2023 22:31
Fyrsti opinberi homminn í NFL hættur Carl Nassib, sem var fyrsti leikmaðurinn í NFL-deildinni til að koma út úr skápnum, er hættur. Hann greindi frá þessari ákvörðun sinni í dag. Sport 6. september 2023 15:31
Höfðingjarnir mögulega án eins síns besta manns þegar titilvörnin hefst Travis Kelce, innherji NFL-meistara Kansas City Chiefs, gæti verið fjarverandi þegar liðið hefur leik á komandi tímabili. Sport 5. september 2023 22:31
NFL Red Zone á Stöð 2 Sport Bryddað verður upp á nýjung í þeirri umfjöllun sem Stöð 2 Sport býður áskrifendum sínum upp á í tengslum við NFL-deildina í Bandaríkjunum þetta tímabilið því í fyrsta sinn munu áskrifendur geta horft á NFL Red Zone á sunnudögum á Stöð 2 Sport. Sport 4. september 2023 12:53