NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Hamlin vaknaður og spurði strax hvort liðið hefði unnið

Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, er vaknaður eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins gegn Cincinnati Bengals á aðfaranótt þriðjudags. Hann getur tjáð sig með skrifum og spurði strax hvort sínir menn hefðu klárað leikinn með sigri.

Sport
Fréttamynd

Þjálfari Denver Broncos rekinn eftir fimmtán leiki í starfi

Denver Broncos rak Nathaniel Hackett, aðalþjálfara liðsins, innan við sólarhring eftir niðurlægjandi tap gegn Los Angeles Rams 14-51. Nathaniel Hackett tók við Denver Broncos fyrir tímabilið en Broncos hefur aðeins unnið fjóra leiki á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

49ers halda sigurgöngunni áfram og Kúrekarnir snéru taflinu við

NFL-deildin í amerískum fótbolta lætur aðfangadag ekki stoppa sig og fóru tíu leikir fram í gær og í nótt. San Fransisco 49ers unnu sinn áttunda sigur í röð er liðið hafði betur gegn Washington Commanders, 37-20, og Dallas Cowboys snéri taflinu við gegn Philedelphia Eagles og vann góðan sigur, 40-34.

Sport
Fréttamynd

Hrútarnir úr öskunni í eldinn

Los Angeles Rams, ríkjandi meistarar í NFL deildinni, hafa ekki átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni. Liðið hefur aðeins unnið fjóra af 14 leikjum sínum og nú stefnir í að einn af þeirra bestu mönnum sé frá út tímabilið.

Sport
Fréttamynd

Brot bannað börnum: „Hann er eins og tuskudúkka“

Mike White, leikstjórnandi New York Jets í NFL-deildinni, er á batavegi eftir að hafa lent illa í vörn Buffalo Bills um helgina. Hann var fluttur af vellinum í sjúkrabíl og undirgekkst rannsóknir vegna hættu á innvortis blæðingum.

Sport
Fréttamynd

Ein lúmskasta sending NFL-sögunnar

Útherjinn Tyreek Hill hefur skorað mörg mögnuð snertimörk á ferlinum en ekkert þeirra þó eins og það sem hann skoraði í Sunnudagskvöldsleiknum á móti Los Angeles Chargers.

Sport
Fréttamynd

Lék eftir frægt box-fagn Roon­ey

JuJu Smith-Schuster, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, virðist mikill aðdáandi Waynes Rooney ef marka má fagn Smith-Schuster í sigri Chiefs á Denver Broncos um liðna helgi.

Sport
Fréttamynd

Mikið baulað í endurkomunni eftir langt bann

Deshaun Watson sneri aftur á fótboltavöllinn í gærkvöld er lið hans Cleveland Browns hafði betur gegn fyrrum liði hans Houston Texans. Mikið var baulað á Watson sem átti erfitt uppdráttar í sínum fyrsta NFL-leik í um tvö ár.

Sport
Fréttamynd

Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets?

NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir.

Sport