Hamlin vaknaður og spurði strax hvort liðið hefði unnið Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, er vaknaður eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins gegn Cincinnati Bengals á aðfaranótt þriðjudags. Hann getur tjáð sig með skrifum og spurði strax hvort sínir menn hefðu klárað leikinn með sigri. Sport 5. janúar 2023 19:21
Allt bendir til þess að leikur Bills og Bengals verði aldrei kláraður NFL-deildin stöðvaði leik Cincinnati Bengals og Buffalo Bills á mánudagskvöldið eftir að leikmaður Bills hné niður á vellinum. Sport 5. janúar 2023 10:30
Hamlin sýnir framfarir en er ennþá á gjörgæsludeild Buffalo Bills segja á Twitter-síðu sinni að Damar Hamlin hafi sýnt framfarir eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins aðfaranótt þriðjudags. Hann liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild. Sport 4. janúar 2023 23:31
Tók viðtal við strákinn sem fáir trúa að sé bara tólf ára Bandaríski ruðningskappinn Jeremiah Johnson sló óvænt í gegn á netmiðlum á dögunum þegar mynd af honum fór á mikið flug á helstu samfélagsmiðlum heimsins. Sport 4. janúar 2023 15:30
Brady einn þeirra gjafmildu: Samtök Hamlin hafa safnað 780 milljónum Peningarnir halda áfram að streyma inn á GoFundMe síðu NFL-leikmannsins Damar Hamlin sem hneig niður í leik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals á mánudagskvöldið. Sport 4. janúar 2023 10:16
Góðgerðasamtök Hamlin fengu yfir milljón dollara á nokkrum klukkutímum Damar Hamlin, leikmaður Buffalo Bills, hné niður í leik Bills og Bengals í NFL-deildinni í nótt eftir að hafa fengið hjartastopp. Sport 3. janúar 2023 09:30
Mánudagsleik NFL-deildarinnar aflýst eftir að leikmaður Bills hné niður Lokaleikur sautjándu og næstsíðustu leikviku deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist ekki í nótt eins og áætlað var. Ástæðan var óhugnanlegt atvik strax í fyrsta leikhlutanum. Sport 3. janúar 2023 06:21
Rauk úr útsendingu og beint á fæðingardeildina: „Pabbi er á leiðinni“ Robert Griffin III var í beinni útsendingu hjá ESPN í gærkvöldi þegar hann tók skyndilega upp símann. Hann rauk svo af stað þegar í ljós kom að konan hans væri komin með hríðir. Sport 1. janúar 2023 22:32
Lokasóknin: „Þegar þeir kom heim þá var það þetta sem beið þeirra“ Liðurinn „Góð/Slæm vika“ var á sínum stað í síðasta þætti Lokasóknarinnar. Ef það hefur snjóað mikið á Íslandi að undanförnu þá er það ekki í hálfkvist á við það sem hefur snjóað í Buffalo. Sport 30. desember 2022 23:31
Lokasóknin: „Í úrslitakeppninni þá refsa góðu liðin fyrir mistök“ Liðurinn „Stórar spurningar“ voru á sínum stað í Lokasókninni á þriðjudag. Farið var yfir hvort Miami Dolphis kæmist í úrslitakeppnina, hvort það sé styrkleiki eða veikleiki hjá Minnesota Vikings að vinna alltaf tæpt og hvaða Wild card-lið gæti komið á óvart í úrslitakeppninni. Sport 28. desember 2022 23:30
Þjálfari Denver Broncos rekinn eftir fimmtán leiki í starfi Denver Broncos rak Nathaniel Hackett, aðalþjálfara liðsins, innan við sólarhring eftir niðurlægjandi tap gegn Los Angeles Rams 14-51. Nathaniel Hackett tók við Denver Broncos fyrir tímabilið en Broncos hefur aðeins unnið fjóra leiki á tímabilinu. Sport 26. desember 2022 23:00
49ers halda sigurgöngunni áfram og Kúrekarnir snéru taflinu við NFL-deildin í amerískum fótbolta lætur aðfangadag ekki stoppa sig og fóru tíu leikir fram í gær og í nótt. San Fransisco 49ers unnu sinn áttunda sigur í röð er liðið hafði betur gegn Washington Commanders, 37-20, og Dallas Cowboys snéri taflinu við gegn Philedelphia Eagles og vann góðan sigur, 40-34. Sport 25. desember 2022 10:30
Hrútarnir úr öskunni í eldinn Los Angeles Rams, ríkjandi meistarar í NFL deildinni, hafa ekki átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni. Liðið hefur aðeins unnið fjóra af 14 leikjum sínum og nú stefnir í að einn af þeirra bestu mönnum sé frá út tímabilið. Sport 24. desember 2022 16:00
Lokasóknin: Baker gat ekki borið Rams á herðum sér Hverjir áttu góða helgi í NFL-deildinn í amerískum fótbolta og hverjir áttu slæma helgi? Strákarnir í Lokasókninni svöruðu þessum spurningum í seinasta þætti, ásamt því að fara yfir mögnuð tilþrif. Sport 23. desember 2022 23:01
NFL goðsögn lést nokkrum dögum áður en það átti að heiðra hann NFL-deildin og fólk tengt henni hafa minnst hlauparans frábæra Franco Harris sem féll frá í vikunni. Sport 22. desember 2022 12:31
„Þegar þú ert með besta liðið ertu yfirleitt með bestu vörnina“ Að venju var liðurinn Stóru spurningarnar á sínum stað í Lokasókninni en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NFL deildinni. Að þessu sinni voru þeir Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson með Andra Ólafssyni, þáttastjórnanda. Sport 21. desember 2022 23:30
Komst aftur í sögubækurnar fyrir að tapa niður forskoti Matt Ryan, leikstjórnandi Indianapolis Colts, komst í sögubækurnar í nótt þegar hann tapaði gegn Minisota Vikings 39-36 eftir að hafa verið 33 stigum yfir í hálfleik. Þetta var stærsta endurkoma í sögu NFL-deildarinnar. Sport 18. desember 2022 13:00
Brot bannað börnum: „Hann er eins og tuskudúkka“ Mike White, leikstjórnandi New York Jets í NFL-deildinni, er á batavegi eftir að hafa lent illa í vörn Buffalo Bills um helgina. Hann var fluttur af vellinum í sjúkrabíl og undirgekkst rannsóknir vegna hættu á innvortis blæðingum. Sport 14. desember 2022 17:01
Það trúa fáir að þessi fótboltastrákur sé bara tólf ára gamall Jeremiah Johnson er kannski nafn sem áhugamenn um ameríska fótboltann ættu jafnvel að fara að leggja á minnið. Sport 14. desember 2022 11:30
Ein lúmskasta sending NFL-sögunnar Útherjinn Tyreek Hill hefur skorað mörg mögnuð snertimörk á ferlinum en ekkert þeirra þó eins og það sem hann skoraði í Sunnudagskvöldsleiknum á móti Los Angeles Chargers. Sport 13. desember 2022 15:30
Lék eftir frægt box-fagn Rooney JuJu Smith-Schuster, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, virðist mikill aðdáandi Waynes Rooney ef marka má fagn Smith-Schuster í sigri Chiefs á Denver Broncos um liðna helgi. Sport 12. desember 2022 19:15
Stal boltanum af Tom Brady og fékk hann svo til að árita boltann Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers fengu slæma útreið á móti sjóðheitu liði San Francisco 49ers í NFL-deildinni í gær. Sport 12. desember 2022 14:00
Lokasóknin: „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna“ Strákarnir í Lokasókninni fóru um víðan völl eins og svo oft áður í síðasta þætti þegar Andri Ólafsson, stjórnandi þáttarins, bar upp Stóru spurningarnar. Sport 9. desember 2022 23:31
Einar Bollason og fíflaskapur sem hræddi marga í Lokasókninni Lokasóknin fer yfir gang mála í NFL-deildinni í hverri viku og ræða meðal annars hverjir hafi átt góða og slæma viku. Sport 9. desember 2022 15:01
Ekki dauður úr öllum æðum: Sjáðu Tom Brady stýra ótrúlegri endurkomu Tampa Bay Hinn 45 ára gamli Tom Brady minnti heldur betur á sig í gærkvöld þegar Tampa Bay Buccaneers risu eins og Fönix úr öskunni í ótrúlegum eins stigs endurkomu sigri á New Orleans Saints í NFL deildinni. Sport 6. desember 2022 11:30
Mikið baulað í endurkomunni eftir langt bann Deshaun Watson sneri aftur á fótboltavöllinn í gærkvöld er lið hans Cleveland Browns hafði betur gegn fyrrum liði hans Houston Texans. Mikið var baulað á Watson sem átti erfitt uppdráttar í sínum fyrsta NFL-leik í um tvö ár. Sport 5. desember 2022 08:30
Lögreglan í Tampa situr um hús Antonio Brown sem neitar að koma út Lögreglan í Tampa hefur gefið út handtökuskipun á hendur Antonio Brown eftir að hann hótaði barnsmóður sinni með skotvopni. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neiti að koma út. Sport 1. desember 2022 22:05
Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. Sport 30. nóvember 2022 23:31
Hrósar Pulisic fyrir að fórna eistunum fyrir sigurmarkið Ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar hrósaði Christian Pulisic fyrir fórnfýsi þegar hann skoraði sigurmark Bandaríkjanna gegn Íran í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í fótbolta í Katar. Fótbolti 30. nóvember 2022 08:00
Gaf þjálfara sínum óvart einn á kjammann í miðjum leik Titilvörnin hefur ekki gengið vel hjá liði Los Angeles Rams í NFL-deildinni í ár og liðið tapaði í áttunda skiptið á tímabilinu í gær. Sport 28. nóvember 2022 17:00