NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

LeBron James: Ég held með Tim Tebow

nbaLeBron James er mikill áhugamaður um amerískan fótbolta og hann er mikill stuðningsmaður Dallas Cowboys. Þar sem að hans menn komust ekki í úrslitakeppnina þá ætlar James að halda með Tim Tebow og félögum hans í Denver Broncos í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár.

Sport
Fréttamynd

Tebowing hefur tekið við af plankinu

Vinsældir leikstjórnandans og trúboðans Tim Tebow ná út um allan heim. Það heitasta í heiminum núna er svokallað "Tebowing" og má segja að það sé búið að leysa plankið af hólmi.

Sport
Fréttamynd

Ótrúlegar trúartengdar tilviljanir

Uppgangur trúboðans og leikstjórnandans Tim Tebow hjá Denver Broncos er lyginni líkastur. Tebow framkvæmdi enn eitt kraftaverkið um helgina og er enginn skortur á trúartengdum tilviljunum eftir þennan ótrúlega leik hjá manninum sem byrjað er að kalla Messías.

Sport
Fréttamynd

Tebow setti met á Twitter | Ótrúlegt sjónvarpsáhorf

Aðdráttarafl leikstjórnanda Denver Broncos, Tim Tebow, er með hreinum ólíkindum en uppgangur þessa unga drengs hefur verið lygilegur. Rúmlega 42 milljónir fylgdust með leik Broncos og Pittsburgh Steelers í Bandaríkjunum um helgina sem er stórkostlegt áhorf.

Sport
Fréttamynd

Sonur sóknarþjálfara Green Bay drukknaði um helgina

Það er erfið stemning í herbúðum NFL-liðsins Green Bay Packers í dag þar sem að sonur sóknarþjálfara liðsins drukknaði um helgina. Sóknarþjálfarinn heitir Joe Philbin og hann er í Oshkosh í Wisconsin í dag þar sem sonur hans drukknaði.

Sport
Fréttamynd

Lánið lék ekki við Luck

Leikstjórnandinn hæfileikaríki Andrew Luck, sem flestir búast við að verði valinn fyrstur í næsta nýliðavali fyrir NFL-deildina, lauk háskólaferli sínum í nótt með tapi. Háskólinn hans, Stanford, varð þá að játa sig sigraðan gegn Oklahoma State í dramatískum, framlengdum leik. Lokatölur 41-38.

Sport
Fréttamynd

NFL: Tebow-ævintýrið að enda? | Patriots sitja hjá í fyrstu umferð

Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999.

Sport
Fréttamynd

Þegar Tebow hitti Jesús

Hinn heittrúaði Tim Tebow mátti sætta sig við tap í gær þegar Tom Brady kom í heimsókn á Mile High í Denver.

Sport
Fréttamynd

Manning spilar ekkert í vetur

Indianapolis Colts hefur gefið það út að leikstjórnandinn Peyton Manning muni ekki spila neitt í vetur. Colts á tvo leiki eftir af tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Hurd rekinn frá Chicago Bears

NFL-liðið Chicago Bears er búið að reka útherjann Sam Hurd frá félaginu en hann hefur verið handtekinn fyrir eiturlyfjasölu og gæti átt yfir höfði sér 40 ára fangelsisdóm.

Sport
Fréttamynd

Ruddaleg tækling í NFL-deildinni

Hinn grjótharði varnarmaður Pittsburgh Steelers, James Harrison, gæti fengið allt að tveggja leikja bann fyrir afar ruddalega tæklingu á Colt McCoy, leikstjórnanda Cleveland Browns.

Sport
Fréttamynd

Stefnir í fullkomið tímabil hjá Packers - Tebow einnig óstöðvandi

Staðan í NFL-deildinni breyttist lítið í gær. Green Bay stóðst risapróf gegn NY Giants þar sem Aaron Rodgers, leikstórnandi Green Bay, bauð upp á enn eina ótrúlegu frammistöðuna. Hann keyrði liðið upp allan völlinn á 58 sekúndum og Packers vann leikinn með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út.

Sport
Fréttamynd

Gerði grín að Plaxico og þóttist skjóta sig í fótinn

Það gleymist seint þegar Plaxico Burress skaut sjálfan sig í lærið, í bókstaflegri merkingu, á næturklúbbi í New York. Stevie Johnson, leikmaður Buffalo Bills, var svo sannarlega ekki búinn að gleyma því er hann mætti Burress um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Stóri bróðir vann "Harbowl" - Packers vann enn einn leikinn

Sögulegur atburður átti sér stað í NFL-deildinni í nótt þegar bræður mættust í fyrsta skipti sem aðalþjálfarar í NFL-deildinni. Alls voru þrír leikir spilaðir í NFL-deildinni í gær þar sem Bandaríkjamenn héldu upp á Þakkargjörðardaginn.

Sport
Fréttamynd

Ekkert sem stöðvar Green Bay Packers

Það er ekkert lát á góðu gengi Green Bay Packers í NFL-deildinni en liðið vann í gær sinn tíunda leik í röð í vetur. Packers er búið að vinna 16 leiki í röð ef sigurhrina síðasta tímabils er tekin inn í reikninginn.

Sport