Íslensk frumkvöðlafyrirtæki ná sínum besta árangri hingað til Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. Skoðun 23. febrúar 2023 12:00
Jón, Snorri Páll, Sylvía Kristín og Finnur hlutu stjórnunarverðlaun Fjórir einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2023 sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Nauthól að viðstöddum forseta Íslands í gær. Viðskipti innlent 21. febrúar 2023 07:38
„Mikil tíðindi“ að útgjöld til rannsóknar og þróunarstarfs hafi aldrei verið meiri Útgjöld til rannsókna og þróunarstarfs hafa ekki verið meiri frá því mælingar hófust árið 2014. „Þetta eru mikil tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Segja má að atvinnulífið hafi tekið rækilega við sér þegar auknir skattahvatar tóku gildi árið 2020. Uppskeran af aðgerðum stjórnvalda og drifkrafti í íslenskum iðnaði, ekki síst hugverkaiðnaði, eru að koma fram,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, í samtali við Innherja. Innherji 20. febrúar 2023 18:05
Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. Innlent 19. febrúar 2023 08:05
„Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. Atvinnulíf 13. febrúar 2023 07:00
Sigga Dögg og Sævar hlutu Gulleggið Teymið á bak við Better Sex, „lykillinn að góðu kynlífi er samtalið,“ vann Gulleggið 2023, elstu frumkvöðlakeppni landsins. Úrslitin voru kynnt í dag. Viðskipti innlent 10. febrúar 2023 19:02
Bein útsending: Hvaða hugmynd hlýtur Gulleggið 2023? Gulleggið 2023 verður afhent í hátíðarsal Grósku í Vatnsmýrinni í Reykjavík í dag. Tíu teymi munu kynna hugmyndir sínar fyrir dómurum Gulleggsins og verður í kjölfarið tilkynnt hvaða hugmynd hlýtur Gulleggið í ár. Viðskipti innlent 10. febrúar 2023 14:47
Verðlækkanir á mörkuðum gerir fjármögnun sprota erfiðari Fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja og sala tæknilausna verður erfiðari vegna þess að verð á hlutabréfum lækkaði á árinu 2022. Þær lækkanir eru að koma fram og munu skila sér í „verulegum verðlækkunum á óskráðum eignum.“ Innherji 7. febrúar 2023 13:01
Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. Atvinnulíf 6. febrúar 2023 07:01
„Vísindamenn læra ekkert um business“ Íslendingar voru tuttugu árum eftir á í að grípa til markvissra aðgerða til að stuðla markvisst að því að vísindamenn kæmu niðurstöðum rannsókna sinna í arðbæran eða hagnýtan farveg, að sögn Einars Mäntylä framkvæmdastjóra Auðnu tæknitorgs, sem stofnað var 2018. Vísindamenn læra að hans sögn „ekkert um business“ - því þarf að kenna hann. Innlent 5. febrúar 2023 10:06
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. Atvinnulíf 3. febrúar 2023 07:00
Aldrei meira fjárfest í nýsköpunarfyrirtækjum en árið 2022 Fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum hafa aldrei verið meiri en árið 2022. Það ætti ekki að koma á óvart að met hafi verið slegið í ljósi þess að fimm vísisjóðir söfnuðu miklum fjárhæðum árið áður. Erlendir fjárfestar fjármagna vaxtarskeið fyrirtækjanna en innlendir fjárfestar styðja við þau þegar fyrstu skrefin eru tekin. Þetta segir ritstjóri Northstack, fréttavefs á ensku um nýsköpun hérlendis. Innherji 2. febrúar 2023 17:32
Hugmyndirnar sem keppa í úrslitum Gulleggsins í ár Tíu teymi hafa verið valin til að taka þátt í lokakeppninni um Gulleggið 2023. Keppnin fer fram þann 10. febrúar næstkomandi í Grósku og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu hér á Vísi. Viðskipti innlent 2. febrúar 2023 16:28
Verkfræðinemar við HR fengu Nýsköpunarverðlaun forsetans Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson hlutu Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin hlutu þeir fyrir verkefnið „Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika“. Innlent 30. janúar 2023 15:41
Graskögglaverksmiðja reist við Húsavík? Nú er unnið að því að koma upp Graskögglaverksmiðju við Húsavík með nýtingu jarðhita við Hveravelli í Reykjahverfi. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna en hún mun taka til starfa 2025 ef allt gengur upp. Innlent 15. janúar 2023 15:16
Íslenskt gos úr villtum jurtum slær í gegn Óáfengir drykkir úr íslenskum villijurtum í Fljótsdal hafa slegið í gegn og nær framleiðandinn ekki að anna eftirspurn. Um er að ræða nokkrar tegundir af gosdrykkjum eins og Skessujurta gos og Rabarbara gos. Innlent 14. janúar 2023 10:03
Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. Innlent 12. janúar 2023 14:39
Hugvitið í sókn á Norðurlandi Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra tilkynnti í dag um úthlutun á yfir milljarði króna til aukins samstarfs háskóla á Íslandi. Hugmyndin var fyrst tilkynnt í haust og fór strax af stað gríðarlega mikið og öflugt samtal á milli háskólanna um aukið og bætt samstarf milli þeirra til að efla gæði náms á háskólastigi. Skoðun 12. janúar 2023 13:00
Controlant í „stöðugum“ viðræðum við fjárfesta um möguleg kaup á stórum hlut Viðræður standa stöðugt yfir við sum af stærstu sjóðastýringarfyrirtækjum heims um möguleg kaup á ráðandi hlut í Controlant en íslenska hátæknifyrirtækið hefur engu að síður gefið út að það hyggist sækja sér aukið fé á komandi vikum til að brúa fjárþörf þess til skamms tíma. Í hópi stærri hluthafa Controlant gætir nokkurra efasemda um það verði gert með hlutafjárútboði en félagið, sem er í dag metið á nærri 100 milljarða, segist ekki vera búið að ákveða hvort það verði niðurstaðan eða sótt fjármagn með annars konar hætti. Innherji 12. janúar 2023 11:12
Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Til að Ísland tapi ekki í samkeppni þurfa nýsköpunar- og tæknifyrirtækin okkar að geta ráðið til sín fólk. Lög um atvinnuréttindi útlendinga eru of stíf og hindra okkur í þessari samkeppni. Í rúm fimm ár hefur því ítrekað verið lofað að til standi að auðvelda ráðningar erlendra sérfræðinga en lítið gerst hingað til. Skoðun 9. janúar 2023 15:00
Á döfinni í fyrra: Vinnan okkar, verkefnin og líðanin Vegvísir í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi er eftirfarandi skilgreining: „Atvinnulíf fjallar á fjölbreyttan hátt um stjórnun, mannauðsmál, fyrirtækjamenningu, jafnvægi heimilis og vinnu og fleira.“ Atvinnulíf 8. janúar 2023 08:01
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. Atvinnulíf 2. janúar 2023 07:00
Arctic Therapeutics fær tæplega tveggja milljarða króna fjármögnun Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics (AT) hefur tryggt sér 12,5 milljón evra fjármögnun, sem samsvarar rúmlega 1,9 milljarði íslenskra króna, frá Evrópska nýsköpunarráðinu (European Innovation Council, EIC). Innherji 29. desember 2022 05:31
Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. Atvinnulíf 27. desember 2022 07:01
Controlant hyggst flytja höfuðstöðvar sínar í heilsubyggð í Garðabæ Íslenska tæknifyrirtækið Controlant, sem hefur gegnt lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir Pfizer, hefur undirritað viljayfirlýsingu um að flytja framtíðarhöfuðstöðvar sínar í nýja heilsubyggð sem félagið Arnarland hyggst reisa í Garðabæ við Arnarnesháls. Það er á mörkum Garðabæjar og Kópavogs, steinsnar frá íþróttahúsinu Fífunni. Innherji 23. desember 2022 12:01
Yay fer í útrás til Írlands Íslenska fjártæknifyrirtækið Yay hefur samið við írska fjárfestingarfyrirtækið Olympia Capital um uppsetningu, sölu og dreifingu á þjónustu Yay á Írlandi. Yay er helst þekkt fyrir að hafa haldið utan um ferðagjöfina fyrir íslenska ríkið í gegnum gjafabréfakerfi sitt. Viðskipti innlent 21. desember 2022 15:52
Kristín Soffía segir upp stöðu sinni hjá KLAK Kristín Soffía Jónsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra hjá KLAK - Icelandic Startups, síðan í júní 2021 og hefur nú sagt starfi sínu lausu. Kristín gengur til liðs við Leitar Capital á nýju ári. Viðskipti innlent 14. desember 2022 15:39
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. Atvinnulíf 13. desember 2022 07:26
Selja ferska mjólk í sjálfssölum og þróa spennandi nýjungar Fjölskyldan í Gunnbjarnarholti er drifin áfram af áhuga og metnaði fyrir heilnæmri, íslenskri framleiðslu og þar fæðast spennandi hugmyndir. Á síðasta ári hófu þau sölu á eigin framleiðslu úr ferskri, gerilsneyddri en ófitusprengdri mjólk undir vörumerkinu Hreppamjólk. Samstarf 8. desember 2022 11:15
Ráðinn markaðsstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Justikal Sölvi Rúnar Pétursson hefur verið ráðinn markaðsstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Justikal. Viðskipti innlent 7. desember 2022 09:00