Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 27-27

    Sigurbergur Sveinsson tryggði Haukum stig með síðasta skoti leiksins í 27-27 jafntefli gegn Valsmönnum í Olís-deild karla í kvöld. Haukar fengu vítakast þegar leiktíminn rann út og þar steig Sigurbergur ískaldur á línuna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 29-24 | Enn tapar HK

    FH vann fínan sigur á HK, 29-24, í Olís-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásbjörn Friðriksson var frábær í liði FH og skoraði 10 mörk. Daníel Freyr Andrésson var einnig magnaður í liði FH og varði 23 skot.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kannski fulllangt gengið hjá Gunnari Steini

    Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður franska liðsins Nantes, hefur ekki enn fengið tækifæri með landsliðinu þó svo hann hafi staðið sig vel með félagsliði sínu. Miðjumaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í sumar að hann ætti skilið að fá tækifæri.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rándýrt að skipta um útlending

    "Þetta hefur ekki gengið nægilega vel hjá okkur og það er margt sem við þurfum að skoða í okkar eigin leik,“ segir Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, en liðið er í næst neðsta sæti Olís-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Elti kærustuna sína til Íslands

    Litháinn Giedrius Morkunas hefur verið í ham í marki Hauka í Olís-deild karla í handbolta vetur og öðrum fremur séð til þess að Hafnarfjarðarliðið saknar ekki landsliðsmarkvarðarins Arons Rafns Eðvarðssonar sem fór í atvinnumennsku til Svíþjóðar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukarnir á toppinn eftir stórsigur fyrir norðan

    Haukar komust í efsta sæti Olísdeildar karla í handbolta í kvöld eftir átta marka sigur á Akureyri, 30-22, fyrir norðan í 6. umferð Olís-deildar karla í handbolta. ÍR og FH geta bæði náð toppsætinu af Haukum toppsætinu seinna í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Húsvörðurinn til vandræða | Myndir

    Skrautleg uppákoma varð á leik Hauka og ÍR í Olís-deildinni í gær. Þá varð eftirlitsdómari leiksins, Ólafur Örn Haraldsson, að gera hlé á leiknum til þess að róa húsvörðinn á Ásvöllum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Vilja að Guðmundur skili Ólympíugulli

    Það verður pressa á Guðmundi Guðmundssyni með danska landsliðið næstu árin. Hann þarf að fylgja í fótspor Ulrik Wilbek sem hefur náð frábærum árangri með liðið og Danir vilja meiri árangur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðmundur: Ég er mjög stoltur í dag

    Guðmundur Þórður Guðmundsson var í dag kynntur sem arftaki Ulrik Wilbek með danska landsliðið í handbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska handknattleikssambandið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Leik ÍBV og FH frestað til morguns

    Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að fresta leik ÍBV og FH í Olís deild karla vegna ófærðar frá Vestmannaeyjum en leikurinn átti að fara fram klukkan 15.00 í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kom lítið á óvart að fáir hefðu trú á okkur

    Framarar hafa farið virkilega vel af stað í Olís-deild karla í handknattleik en liðið hefur unnið þrjá leiki í röð. Liðið er skipað ungum og efnilegum heimamönnum og fékk góðan liðsstyrk frá Danmörku en markvörður liðsins hefur slegið í gegn.

    Handbolti