Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði Stéttarfélagið Hlíf og Hafnarfjarðarbær hafa skrifað undir kjarasamning vegna félaga Hlífar í leikskólum bæjarins. Þannig hefur verkfalli sem hefði lamað starfsemi allra leikskóla bæjarins verið afstýrt. Innlent 18. nóvember 2024 17:04
Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Skoðun 18. nóvember 2024 13:17
Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. Innlent 18. nóvember 2024 12:12
Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Á Sauðárkróki hafa verkfallsaðgerðir leikskólakennara haft víðtæk áhrif. Í lítilli, óformlegri örkönnun sem ég lagði fyrir foreldra í síðustu viku komu margslungin áhrif verkfallsins í ljós. Það sem mér finnst vera alvarlegustu áhrifin eru vanlíðan, óöryggi og óvissa foreldra og barna í samfélaginu. Skoðun 18. nóvember 2024 10:31
Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. Innlent 18. nóvember 2024 10:25
Frekar vandræðalegt Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Skoðun 18. nóvember 2024 09:32
Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Nú eru verkföll skollin á og allt hnút í kjaraviðræðum kennara og hins opinbera. Snemma var sú hugmynd viðruð að kennarar þyrftu einfaldlega að kenna meira, eins og Inga Rún kom svo einlæglega til skila í Kastljósi. Skoðun 18. nóvember 2024 08:15
Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Verkfall kennara við Menntaskólann í Reykjavík hófst nú á miðnætti og mun það standa fram til 20. desember ef ekki verður samið í millitíðinni. Kennarar og leiðbeinendur sem eru í KÍ leggja niður störf, sem og náms- og starfsráðgjafar. Innlent 18. nóvember 2024 06:53
Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. Innlent 17. nóvember 2024 19:35
Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Foreldrar sem eiga börn í skólum í verkfalli upplifa mikið vonleysi. Fjögurra barna móðir segist neyðast til að nota sumarfrísdagana sína og önnur þurfti að hætta í vinnunni því hún hefur ekki getað mætt í rúmar tvær vikur. Innlent 17. nóvember 2024 19:03
„Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. Innlent 17. nóvember 2024 12:23
„Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Innlent 16. nóvember 2024 22:54
Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. Innlent 16. nóvember 2024 19:36
Nærsýni afinn og baunabyssan Þegar ljóst varð að sveitarfélög gætu ekki komið sér undan því að semja við kennara með uppdiktuðum kærum um ólögmæti verkfalls hófst herferð sem var í senn afhjúpandi og raunaleg. Skoðun 16. nóvember 2024 16:01
Fjölfræðingur óskar eftir starfi Ef ekki næst sátt í kjaradeilu kennara. Sinnir í dag verkefnum sem skarast á við ýmis sérfræðistörf. Skoðun 16. nóvember 2024 11:17
Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Hinn 5. nóvember síðastliðinn voru Íslensku menntaverðlaunin svonefndu veitt í sjötta sinn eftir að þau voru endurvakin frá fyrri tíð. Tilnefningarnar báru vott um metnaðarfullt og skapandi skólastarf, sem vonandi hafði ræktað hjá íslenskum ungmennum þá mannkosti, er forseti Íslands tiltók í lokaræðu sinni við verðlaunaafhendinguna: „Mennsku, samkennd, seiglu, virðingu, hugrekki, auðmýkt og kærleika“. Skoðun 16. nóvember 2024 10:29
Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. Innlent 15. nóvember 2024 20:00
„Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. Innlent 15. nóvember 2024 19:00
Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Meistararéttindi liggja til grundvallar iðnrekstrar í okkar samfélagi og eru slík réttindi staðfesting þess efnis að einstaklingur hafi lokið tilskildu bók- og verknámi og uppfyllir kröfur um færni. Skoðun 15. nóvember 2024 11:32
Brenna líkin á nóttunni Forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafa lagt til að lík verði brennd í bálstofunni í Öskjuhlíð að næturlagi á meðan endurskoðun á starfsleyfi bálstofunnar stendur yfir. Innlent 15. nóvember 2024 10:44
Kennari í verkfalli Þann 3. október síðastliðinn þegar stjórn KÍ kom að máli við okkur kennara í Lundarskóla á Akureyri og bað okkur um að taka fyrstu vakt í verkfalli kennara kom strax upp mikil samstaða í hópnum. Skoðun 15. nóvember 2024 09:47
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Ég skrifa ykkur í dag sem móðir barns með fötlun, barn sem hefur verið heima hjá mér í ótímabundnu verkfalli leikskólans í 13 daga. Verkfallið er vissulega ætlað að knýja fram breytingar á kjörum starfsfólks leikskóla, og ég hef skilning á þeim kröfum. Skoðun 15. nóvember 2024 09:15
Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Arion banki ætlar á næstu mánuðum að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Forstöðumaður segist vona til þess að daggæslan létti líf fleiri en bara starfsmanna. Innlent 15. nóvember 2024 09:13
Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Á hverju hausti inni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum má heyra neyðaróp foreldra einhverfra barna sem spyrjast fyrir um skóla sem geta veitt börnum þeirra viðeigandi þjónustu þar sem þau hafa gengið á vegg hvert sem litið er. Skoðun 15. nóvember 2024 08:31
Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Fyrrverandi nemandi Flugakademíu Íslands, segir framgöngu þrotabús skólans gagnvart nemendum vera eins og lélegt grín sem hafi gengið of langt. Hún hafi borgað næstum fjórar milljónir fyrir flugtíma áður en að skólanum var lokað. Hún fékk upphæðina endurgreidda en er nú krafin um endurgreiðslu ári eftir að skólanum var lokað. Innlent 15. nóvember 2024 07:02
Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku. Skoðun 14. nóvember 2024 14:30
Kennarar – sanngjörn laun? Það er ágætt að spyrja sig að þessu. Svona til að minna Samband íslenskra sveitarfélaga á, að það er ekki hægt til lengdar að borga laun sem eru í engu samræmi við menntunarkröfur. Samband íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í því að ýta á ríkisstjórnina að setja á föst fjárframlög til kennarastéttarinnar. Skoðun 14. nóvember 2024 14:17
Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. Innlent 14. nóvember 2024 14:05
Það eiga allir séns Margir halda að þeir sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskóla eigi engan séns á að mennta sig í framtíðinni. Það er mikill misskilningur. Það eiga allir möguleika og það eru til margar leiðir. Ein leiðin er í gegnum símenntunarmiðstöðvar. Skoðun 14. nóvember 2024 11:16