„Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. Innlent 19. apríl 2021 09:13
Annar starfsmaður smitaðist á undan og veiran fengið að „malla“ Talið er að starfsmaður á leikskólanum Jörfa í Reykjavík sem greindist fyrst smitaður af kórónuveirunni á föstudag hafi smitast af öðrum starfsmanni leikskólans. Sá hafi einnig mætt með einkenni til vinnu í síðustu viku og veiran því fengið að „malla“ einhvern tíma inni á leikskólanum. Innlent 18. apríl 2021 16:41
Foreldrar um hópsmitið á Jörfa: „Ég held að margir séu reiðir en við höfum öll gert mistök“ Móðir fimm ára drengs á leikskólanum Jörfa sem greindist með covid-19 um helgina tekur ástandinu af æðruleysi og er þakklát að sonur hennar sé ekki mikið veikur. Hún segir nokkra reiði ríkja meðal foreldra eftir að í ljós kom að smit sem upp kom á leikskólanum megi rekja til brots á reglum um sóttkví en allir geti lent í því að gera mistök og allir geri sitt besta. Innlent 18. apríl 2021 16:17
Ekki hægt að keppa við ríkisstyrkt námskeið á þrjú þúsund krónur Annað árið í röð munu stjórnvöld veita hundruð milljóna króna til háskóla og framhaldsskóla til að efla framboð á sumarnámi. Einkarekin fræðslufyrirtæki gagnrýna harðlega að stjórnvöld ætli að endurtaka leikinn á meðan málið er til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Félag atvinnurekenda (FA) segir stuðninginn jafngilda samkeppnishamlandi ríkisstyrkjum. Viðskipti innlent 18. apríl 2021 15:30
Smitið á Jörfa rakið til sóttkvíarbrots á landamærunum Smitið sem greindist á leikskólanum Jörfa á föstudag má rekja til sóttkvíarbrots á landamærunum. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Innlent 18. apríl 2021 12:32
Inntaka í ritlist að verða sama eldraun og í læknisfræði Þær eru árvissar átakanlegar sögurnar sem heyrast af þeim sem ítrekað sækja um sama háskólanám hér á landi en hafa ekki erindi sem erfiði. Innlent 18. apríl 2021 09:01
Smitum fjölgar á leikskólanum Jörfa: Starfsfólk, börn og foreldrar í sóttkví fram á föstudag Fleiri starfsmenn á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hafa greinst með kórónuveiruna í dag eftir starfsmaður þar greindist með veiruna í gær. Starfsmaðurinn fór veikur heim á fimmtudag og voru rúmlega tuttugu börn og allt starfsfólk á einni deild sett í sóttkví. Innlent 17. apríl 2021 21:17
Nemandi í Sæmundarskóla greindist með veiruna Nemandi í 2. bekk í Sæmundarskóla í Grafarholti greindist með kórónuveiruna. Allir nemendur árgangsins eru nú í sóttkví. Innlent 17. apríl 2021 21:10
22 börn auk starfsfólks leikskólans Jörfa í sóttkví 22 börn og allri starfsmenn á einni deild leikskólans Jörfa í Reykjavík eru í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá starfsmanni á leikskólanum. Smitið greindist í gær og er óvíst hvort leikskólinn getur verið opinn að sögn Bergljótar Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Jörfa. Innlent 17. apríl 2021 11:36
Getur ekki lengur vaknað í rólegheitum á morgnana Hera Grímsdóttir, forseti Iðn- og tæknifræðideildar við Háskólann í Reykjavík (HR), segir nýjasta fjölskyldumeðliminn, tíu vikna Bichon tík, vera að hrófla við allri hefðbundinni morgunrútínu. Heru finnst best að skipuleggja verkefni vikunnar á mánudögum og þar sem iðn- og tæknifræðideild HR hefur stækkað svo mikið frá því að hún var stofnuð fyrir tveimur árum, eru verkefni vikunnar æði mörg. Atvinnulíf 17. apríl 2021 10:01
Mögnuð tilfinning að taka flugprófið yfir eldgosi „Ég fékk fyrst áhuga á flugi þegar ég var í níunda eða tíunda bekk þegar það kom flugmaður í grunnskólann minn og hélt kynningu um flug,“ segir Birta Óskarsdóttir, nýútskrifaður atvinnuflugmaður. Lífið 17. apríl 2021 07:31
Skóli braut persónuverndarlög við meðferð eineltismáls Grunnskóli braut gegn persónuverndarlögum þegar hann miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum um nemanda til ráðgjafafyrirtækis eftir að ákvörðun var tekin um að fyrirtækið kæmi ekki lengur að málinu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Innlent 16. apríl 2021 00:01
Lækningaleyfi veitt að loknu sex ára námi Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerðarbreytingu sem kveður á um að læknaleyfi verði veitt að loknu sex ára læknanámi við Háskóla Íslands. Starfsnám sem hefur farið fram á kandídatsári, og verið hluti af grunnnámi lækna hingað til, verður nú hluti af sérnámi. Innlent 15. apríl 2021 20:21
Vítamínsprauta fyrir framtíðina ekki fyrir börnin í Háteigsskóla? Sama dag og grafan mætir og síðasta nálæga græna svæðið er tekið frá börnunum í Háteigsskóla er eftirfarandi birt á vef Reykjavíkurborgar: Skoðun 15. apríl 2021 14:31
Smit í Öldutúnsskóla í fimmta sinn Nemandi í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði greindist með kórónuveiruna í gær. Hátt í þrjátíu nemendur í 5. bekk skólans og þrír starfsmenn þurfa í sóttkví. Þetta er í fimmta sinn sem smit kemur upp í skólanum frá því faraldurinn hófst. Innlent 14. apríl 2021 10:35
Menntun í heimabyggð Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur. Skoðun 14. apríl 2021 07:31
Fjarkennsla út vikuna í MH eftir að kennari smitaðist Allir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð munu verða í fjarkennslu út vikuna eftir að kennari við skólann greindist smitaður. Innlent 13. apríl 2021 15:19
Barnasprengja í Mýrdalshreppi – nýr leikskóli byggður Það er engin lágdeyða í Vík í Mýrdal þó að þar liggi niðri meira og minna öll ferðaþjónusta vegna heimsfaraldursins, því nú á að fara að byggja þar nýjan leikskóla fyrir sextíu börn. Þá þarf sveitarfélagið meira af starfsfólki í grunnskólann og leikskólann því börnum í Mýrdalshreppi fjölgar svo hratt Innlent 11. apríl 2021 13:04
Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði starfsfólks leik- og grunnskóla í fyrra Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði af hálfu starfsfólks í leik og grunnskólum borgarinnar bárust barnavernd Reykjavíkur í fyrra. Flest málin snúast um harðræði en einnig eru dæmi um óeðileg samskipti af kynferðislegum toga. Innlent 10. apríl 2021 19:01
Standa í því að innheimta laun leikskólastarfsmanna Stéttarfélagið Efling innheimti tæpar 35 milljónir króna fyrir hönd 103 Eflingarfélaga vegna vangreiddra launa á fyrstu þremur mánuðum ársins að því er kemur fram í fyrstu ársfjórðungsskýrslu Kjaramálasviðs fyrir yfirstandandi ár. Innlent 9. apríl 2021 14:01
Leyndarmál eða lygar? Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál. Skoðun 9. apríl 2021 11:30
Telja prófahald stangast á við sóttvarnareglur: „HA hefur verið að draga lappirnar“ Nemendur í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri fengu í dag tölvupóst frá viðskiptadeildinni þar sem þeim var greint frá því að lokapróf deildarinnar muni fara fram í húsnæði skólans. Mikil óánægja ríkir meðal nemenda vegna þessa, enda aðeins tvær vikur í fyrstu lokapróf, og hafa nemendur tekið sig til og safnað undirskriftalista til þess að skora á yfirvöld skólans að halda fjarpróf. Innlent 8. apríl 2021 23:30
Ráðin í starf markaðsstjóra Flugakademíunnar Alexandra Tómasdóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra Flugakademíu Íslands. Alexandra starfaði áður sem markaðsstjóri Private Travel þar sem hún hóf störf árið 2016. Viðskipti innlent 8. apríl 2021 13:14
Ungu og vel gefnu fólki er kerfisbundið haldið frá því að sækja sér menntun, en því má breyta Menntakerfið hefur löngum verið óhagstætt stórum hópum nemenda og þrátt fyrir að gott eitt gangi til ætlunar, hefur íhlutun okkar ekki náð fram því sem að var stefnt. Tæknin getur breytt nálgun okkar að námi og gert okkur kleift að veita fjölbreyttari hópum aðgengi að menntun. Skoðun 7. apríl 2021 11:31
Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur. Innlent 6. apríl 2021 13:04
Viljum við einfalda þjónustuna eða bæta hana? Gerum bæði Jóna og Gunna eru að sækja um leikskólapláss fyrir yngsta barnið. Miðbarnið er á Sunnuási og því vilja þær gjarnan sækja um ungbarnadeildina þar. Þær sjá hins vegar í Reykjavíkurappinu að biðlistinn á ungbarnadeildina í Langholti er nokkuð styttri. Skoðun 3. apríl 2021 14:31
Í beinni: Hvort kemst Tækniskólinn eða Verslunarskólinn í úrslit? Klukkan 18.30 mætast Tækniskólinn og Verslunarskóli Íslands í fyrri undanúrslitaviðureign Framhaldskólaleikunum í rafíþróttum. Eftir viku mætast svo Menntaskólinn í Kópavogi og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Rafíþróttir 1. apríl 2021 18:16
Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. Innlent 1. apríl 2021 12:00
Smitin tengjast skólunum og meðalaldur smitaðra er 17 ára Sex manns greindust með kórónuveiruna hér á landi síðastliðinn sólarhring og aðeins einn var utan sóttkvíar. Meðalaldur smitaðra er 17 ára. Innlent 1. apríl 2021 11:58
Ingi skólastjóri kveður Verzló Ingi Ólafsson, sem gegnt hefur stöðu skólastjóra Verzlunarskóla Íslands í fjórtán ár, lætur senn af störfum en staða skólastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar. Innlent 1. apríl 2021 10:24