Segir „ómanneskjulegt“ álag á foreldrum einhverfra barna Einstæð móðir einhverfrar stúlku brann út og þurfti að segja upp vinnunni til þess að geta annast dóttur sína. Hún segir stjórnvöld verða að gera betur fyrir einhverf börn og foreldra þeirra, álagið sé í raun ómanneskjulegt. Innlent 17. apríl 2024 19:30
Úrslitin ráðast í kvöld: FSu gefst tækifæri á að hreppa sinn fyrsta FRÍS bikar Úrslit Framhaldsskólaleikanna munu fara fram í kvöld kl. 19:30 þar sem Tækniskólinn og Fjölbrautaskóli Suðurlands munu etja kappi um sigursæti FRÍS árið 2024. Samkvæmt hefð leikanna verður keppt í Counter-Strike, Valorant og Rocket League. Rafíþróttir 17. apríl 2024 18:06
Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. Innlent 17. apríl 2024 16:39
Deilur Persónuverndar og borgarinnar beint til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Reykjavíkurborgar á hendur Persónuvernd fyrir, án þess að það komi við í Landsrétti. Milljónaendurgreiðslur á stjórnvaldssektum eru undir í málinu Innlent 16. apríl 2024 20:24
Systkinin í Celebs frumfluttu lag Barnamenningarhátíðar Suðureyrska systkinahljómsveitin Celebs frumfluttu lag sitt Spyrja eftir þér í Hlíðskóla í dag við mikla kátínu gesta. Texti lagsins er byggður á svörum barna í verkefni um lýðræði. Lífið 16. apríl 2024 16:17
Bestu árin Á dögunum hélt Sveitarstjórnarráð VG ráðstefnu um menntamál, sem bar heitið Máttur menntunar. Þar kenndi ýmissa grasa og eitt dagskrárefna var samtal um framhaldsskólann. Skoðun 16. apríl 2024 14:01
Börnin spennt að taka þátt í „stórubarnaverkefni“ Hildur Lilja Jónsdóttir fagstjóri leikskóla hjá Reykjavíkurborg segist skilja kvíða margra foreldra yfir því að barnið þeirra eigi að fara fyrr yfir í frístund en áætlað var. Hún segir börnin þó vel undirbúin og að fagmenntað fólk taki á móti þeim sem hún treysti vel. Innlent 14. apríl 2024 08:01
Aðsóknarmet slegið í Listaháskólanum Tvöfalt fleiri fleiri sóttu um nám í Listaháskóla Íslands í ár heldur en í fyrra. Skammt er síðan tilkynnt var að skólagjöld yrðu felld niður frá og með haustönn ársins 2024. Rektor hefur ekki áhyggjur af auknu brottfalli nemenda og fagnar aukinni aðsókn. Hún býst við enn frekari aðsókn á næsta ári. Innlent 13. apríl 2024 14:17
Safnar undirskriftum gegn foreldrum Nemandi í 10.bekk Laugalækjarskóla segir kennara hafa hemil á árgangnum alla daga og því sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir fari einir með krökkunum í útskriftarferð. Hún stofnaði því undirskriftalista til að mótmæla fjölda foreldra í ferðina. Innlent 12. apríl 2024 20:31
Auglýst er eftir endurreisn framhaldsskólans Hann var ansi góður þátturinn um málefni framhaldsskólans á Torginu á Rúv í gærkvöldi. Formaður Félags framhaldsskólakennara er vissulega eyðilagður yfir að hafa ekki getað mætt til leiks en formaður Kennarasambandsins leysti verkefnið afskaplega vel fyrir hönd framhaldsskólans. Skoðun 12. apríl 2024 18:31
Verður forseti viðskiptadeildar HA Dr. Sigurður Ragnarsson hefur verið ráðinn sem forseti viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri frá 1. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 12. apríl 2024 10:49
Skipaður deildarforseti lagadeildar HR Dr. Gunnar Þór Pétursson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur verið skipaður deildarforseti lagadeildar HR. Viðskipti innlent 12. apríl 2024 10:32
Fjölbrautaskóli Suðurlands mætir Tækniskólanum í úrslitum Fjölbrautaskóli Suðurlands mætir Tækniskólanum í úrslitum FRÍS, Framhaldsskólaleika Rafíþróttasambands Íslands, næsta miðvikudag 17. apríl kl. 19:30 eftir sigur gegn Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær, miðvikudaginn 10. apríl. Rafíþróttir 11. apríl 2024 19:03
Höfðu afskipti af barnaníðingi í Dalslaug Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af dæmdum barnaníðingi í Dalslaug í Úlfarsárdal fyrr í dag. Maðurinn sótti laugina á skólatíma og var lögregla kölluð á vettvang. Innlent 11. apríl 2024 17:43
Lausnargjaldið ógreitt en gögnin hvergi að sjá Háskólinn í Reykjavík hefur enn ekki greitt lausnargjald fyrir gögn sem stolið var af rússneskum hakkarahópi í byrjun árs. Þrátt fyrir það hafa gögnin ekki verið birt. Lektor í tölvunarfræði segir þetta óvenjulegt fyrir hópinn en fleiri íslensk fyrirtæki hafi lent í því sama. Innlent 11. apríl 2024 15:01
Ætla að fæla barnaníðing úr sundlauginni Skólastjórinn í Dalskóla í Úlfarsárdal hefur varað foreldra og forráðamenn barna í skólanum við dæmdum kynferðisbrotamanni sem leitar í Dalslaug á skólatíma. Hann spjalli reglulega við drengi í skólasundi. Allt kapp verði lagt á að fæla manninn frá sundlauginni. Innlent 11. apríl 2024 12:19
FSu og FG keppast um úrslitasæti gegn Tækniskólanum Hörkuslagur mun eiga sér stað í FRÍS, Framhaldsskólaleikum Rafíþróttasambands Íslands í kvöld kl. 19:30 þegar Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Fjölbrautaskóli Suðurlands munu berjast um sæti í úrslitum gegn Tækniskólanum. Rafíþróttir 10. apríl 2024 19:12
Vinnuskólabörnin fá loksins launahækkun Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hækka laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2024. Vinnuskólabörnin fá því sína fyrstu launahækkun í tvö ár. Innlent 10. apríl 2024 16:16
Kennari sem sló barn fær milljónir Hæstiréttur hefur dæmt Dalvíkurbyggð til þess að greiða konu tæpar ellefu milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Konan var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir veita þrettán ára stúlku kinnhest. Innlent 10. apríl 2024 15:34
Skólasókn í forgang og aukin virðing fyrir skólastarfi Undanfarið hefur farið fram umræða um fjarveru nemanda frá skólastarfi vegna ferðalaga og leyfa af ýmsum toga. Leyfisóskum foreldra vegna fría innanlands og erlendis á skólatíma hefur fjölgað og er það eitthvað til að hugsa um. Í einhverjum tilfellum hafa mál komið inn á borð barnaverndaryfirvalda þegar fjarvera vegna ferðalaga er orðin óhóflega mikil. Skoðun 10. apríl 2024 12:31
Óánægja með tilraunaverkefni í frístund: „Okkar hópur logar bara, á okkar leikskóla“ Foreldrar barna sem eiga að fara beint í frístund eftir leikskólaútskrift í vor eru einhverjir ósáttir við stuttan fyrirvara á tilraunaverkefninu. Þá finnst þeim kostnaður of mikill, óheppilegt að frí sé ekki á sama tíma og í leikskóla og of lítið samráð við bæði foreldra og fagaðila. Innlent 10. apríl 2024 06:45
Fjórðungur kennara sér ekki framtíð í kennslu Stór hluti kennara sér ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem er til umræðu á ráðstefnu Kennarasambandsins í dag. Innlent 9. apríl 2024 13:00
Tækniskólinn kominn í úrslit Framhaldsskólaleikanna Fyrstu undanúrslitin í FRÍS, Framhaldsskólaleikum Rafíþróttasambands Íslands, hófust síðastliðinn miðvikudag kl.19:30 þar sem Tækniskólinn atti kappi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Keppt var í leikjunum Rocket League, Counter-Strike og Valorant. Rafíþróttir 9. apríl 2024 12:00
Leikskólinn sem foreldrar elska og starfsfólkið vill ekki hætta Leikskólinn Laufásborg þykir einn vinsælasti leikskólinn á landinu. Sindri Sindrason leit við í skólanum á dögunum og reyndi að komast að því af hverju hann væri svona eftirsóttur hjá foreldrum og einnig leikskólakennurum. Lífið 9. apríl 2024 11:31
Raddir skólafólks í fyrirrúmi Umræða um skólamál er mikilvæg. Bæði í íslensku samhengi sem og því alþjóðlega enda menntun undirstöðuatriði farsældar í samfélagi. Hvort sem er á vettvangi fjölmiðla, stjórnmálanna, hagsmunasamtaka eða bara í fermingarveislum og öðrum viðburðum á meðal almennings. Oft og tíðum sprettur umræðan upp sem viðbrögð við einstökum þáttum skólastarfs, eða bara jafnvel einstöku atviki sem upp kann að koma á ákveðnu skólastigi eða í einstökum skóla. Skoðun 9. apríl 2024 09:00
Bein útsending: Skóli nútíðar — vegvísir til framtíðar Áherslur og afstaða kennara, stjórnenda og skólafólks til kennslu og skólastarfs verður í fyrirrúmi á ráðstefnu Kennarasambandsins sem fer fram í Hörpu í dag. Innlent 9. apríl 2024 09:00
Emelíana Lillý úr FNV vann Söngkeppni framhaldsskólanna Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 í kvöld fyrir hönd Framhaldsskóla Norðurlands vestra. Emelíana söng nýja íslenska útgáfu af laginu Never Enough úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Tónlist 7. apríl 2024 00:09
Fara beint í frístund eftir leikskólaútskrift í júní Foreldrum fimm og sex ára barna í sautján leikskólum í Reykjavíkur var tilkynnt í gær að þau fái uppsögn á sínu leikskólaplássi fyrir 30. apríl og að uppsögn taki gildi 10. júní. Börnum þeirra verður í staðinn boðið pláss í frístund í þeim grunnskólum sem þau eiga að hefja grunnskólagöngu sína í næsta haust. Innlent 6. apríl 2024 07:01
Vilja létta á leikskólum með því að bjóða börnum í skóla fimm ára Sjálfstæðisflokkurinn vill að börnum sé boðið að hefja skólagöngu sína fimm ára í Reykjavík í stað sex ára. Flokkurinn leggur fram á næsta borgarstjórnarfundi tillögu um tilraunaverkefni. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, vonast til þess að fimm skólar í það minnsta geti tekið þátt. Innlent 5. apríl 2024 09:31
Hlíft við tækifærum Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk. Skoðun 4. apríl 2024 15:30