Segir þingið lamað vegna sundrungar innan ríkisstjórnar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina óstarfhæfa vegna sundrungar og Alþingi vera lamað fyrir vikið. Bendir þingmaðurinn á því til stuðnings á fá stjórnarfrumvörp hafi komið til þingsins og að það sem af sé hausti hafi þingið einungis afgreitt tvö stjórnarfrumvörp. Innlent 23. nóvember 2023 11:08
Talað í sitthvora áttina Seðlabankinn hefur nú ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni. Bankinn metur það svo að hvorki sé tilefni til hækkunar né lækkunar en helst er á honum að heyra að ef ekki væri fyrir óvissu vegna stöðunnar í Grindavík þá myndi hann hækka vexti. Skoðun 23. nóvember 2023 08:30
Vill umbylta starfinu og byggja stjórnstöð: „Dauðafæri að vinna gullið“ Húsfylli var á ráðstefnu í Hörpu í vikunni þegar kynnt var til sögunnar ný stefna í afreksíþróttum hérlendis. Afreksstjóri ÍSÍ segir Ísland vera í dauðafæri að bæta árangurinn en ljóst er að ef stefnan gengur eftir mun það kosta sitt. Sport 23. nóvember 2023 08:00
Erum einfaldlega saman á báti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og áfram eru vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. Því miður hafa verðbólguhorfur þó versnað, spennan í þjóðarbúinu reynist meiri og gengi krónunnar lækkað. Skoðun 23. nóvember 2023 07:00
Kannast ekki við útilokun Arnars Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að sjá til þess að Arnar Þór Jónsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, muni ekki taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn. Innlent 22. nóvember 2023 21:33
Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. Innlent 22. nóvember 2023 19:21
Neistaflug í Framsóknarflokknum Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi og Jóhann H. Sigurðsson, skristofustjóri Framsóknar, eru að stinga saman nefjum. Það fór ekki fram hjá Framsóknarfólki sem sótti miðstjórnarfund flokksins í Vík í Mýrdal um helgina. Lífið 22. nóvember 2023 16:01
Biðstaða á leikskólum -Fjölskylduland bjargar geðheilsunni Sonur minn sem er 2,5 árs hefur enn ekki fengið að mæta á leikskólann sem hann komst inn á núna í haust, vegna manneklu. Það þarf að ráða inn 6 starfsmenn áður en hann má mæta, sem þýðir að það gæti mögulega gerst eftir áramót eða næsta haust. Þessi óvissa er mjög óþægileg. Skoðun 22. nóvember 2023 16:01
Gagnrýni eða rangfærslur? VG liðar keppast nú við að segja grein mína í gær uppfulla af rangfærslum. Stefán Pálsson tínir þær svo til í svargrein sinni í dag með heldur slælegum árangri og nokkrum Staksteinablæ, sem hefur reyndar verið viðloðandi þessa stjórn, henni til nokkurrar minnkunar. Skoðun 22. nóvember 2023 15:30
Krefst þess að Birgir og Inga dragi orð sín til baka Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, óskar þess að fullyrðingar um afhöfðuð börn verði dregin til baka. Innlent 22. nóvember 2023 15:24
„Stundum er litið á þig sem óvin fólksins“ Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Malaví segir margt líkt með malavísku og íslensku samfélagi. Hún starfar sem einskonar löggæsla mannréttinda og kynjajafnréttis og segir það oft erfitt. Ungt fólk taki málstaðnum betur en það eldra. Innlent 22. nóvember 2023 15:02
Þingmenn xD í Suðvestur mega ekki verða veikir Arnar Þór Jónsson lögmaður, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, segist hafa öruggar heimildir fyrir því að ekki megi til þess koma að hann taki sæti á þingi. Innlent 22. nóvember 2023 14:35
Reykjanesbrautin næst því að uppfylla skilyrði um hærri hámarkshraða Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar er sá vegur á landinu sem kemst næst því að uppfylla skilyrði laga um fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetrar á klukkustund. Til að slíkt gæti yfir höfuð gerst þyrfti að ráðast í ýmsar framkvæmdir á veginum. Innlent 22. nóvember 2023 13:50
Þrálát verðbólga heldur vöxtum áfram háum Verðbólga hefur verið og verður samkvæmt spá Seðlabankans þrálátari en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það og vegna aukinnar óvissu í efnahagsmálum í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í morgun. Viðskipti innlent 22. nóvember 2023 12:23
Norðurlandamet í rangfærslum án atrennu Atli Bollason heitir tæplega fertugur maður sem er titlaður fjöllistamaður (e. „multi disciplinary artist“) og munar um minna. Í grein á Vísi í gær, undir titlinum „Takk, Katrín!“ útbýr hann einhvers konar innsetningu þar sem hver staðreyndavillan og rangtúlkunin rekur aðra. Skoðun 22. nóvember 2023 11:01
Ábyrgð okkar allra gagnvart Grindvíkingum Fyrir þrjátíu árum gekk ég í Björgunarsveit Hafnarfjarðar af því að ég fann mig knúinn til þess að gefa til baka til samfélagsins. Af sömu ástæðu hef ég boðið fram krafta mína, reynslu og þekkingu undanfarna tíu daga í Samhæfingarstöð Almannavarna. Skoðun 22. nóvember 2023 10:30
Flokkur fólksins leggur til auknar álögur á skuldsetta Í dag mælir formaður Flokks fólksins, fyrir hönd alls þingflokksins, fyrir tæplega sexföldun bankaskatts. Samkvæmt greinargerð er áætlað að aðgerðin skili 30 þúsund milljónum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Hvaðan ætli þessir peningar komi? Skoðun 22. nóvember 2023 09:30
Á ríkið að reka flutningsfyrirtæki? Svarið við því er skýrt NEI í mínum huga, en þá má velta fyrir sér hvað Íslandspóstur er og af hverju hann er enn þá í eigu ríkisins. Skoðun 22. nóvember 2023 08:01
Telur galla í hönnun Fossvogsbrúarinnar Byggingarverkfræðingur telur áríðandi að breyta hönnun Fossvogsbrúarinnar áður en hún kemur til framkvæmda svo fólk geti notið sólarlagsins áhyggjulaust. Gangandi umferð þurfi að vera á vestari hluta brúarinnar ólíkt því sem hönnun geri ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir hönnunina úthugsaða. Innlent 22. nóvember 2023 07:01
Eigum kröfu á að íslenska sé notuð þar sem hægt er Stjórnvöld hvetja landsmenn til að tilkynna auglýsingar hér á landi á öðrum tungumálum en íslensku. Fyrrverandi prófessor segir eðlilegt að auglýsa á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. Innlent 21. nóvember 2023 23:00
Allra leiða leitað til standa með Grindvíkingum Ráðherrar reikna með að Grindvíkingar fái einhver svör við lána- og húsnæðismálum sínum fyrir helgi. Unnið væri að lausnum til skamms og lengri tíma á mörgum vígstöðvum en Grindvíkingar geti treyst því að stjórnvöld muni standa með þeim á þeim óvissutímum sem nú ríki á Reykjanesi. Innlent 21. nóvember 2023 19:21
Ráðgjafa- og skýrslukaup borgarinnar komin úr böndum Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum. Skoðun 21. nóvember 2023 15:01
Tek undir með Vilhjálmi Birgissyni um að metnir verði kostir og gallar nýs gjaldmiðils Ég tek undir með formanni Starfsgreinasambandsins sem telur rétt að þjóðin meti kosti og galla þess að taka upp annan gjaldmiðil. Gjaldmiðlar hafa nefnilega kosti og galla eins og Vilhjálmur bendir á. Skoðun 21. nóvember 2023 14:00
Gunnar Bragi ráðgjafi Miðflokksins en ekki kominn aftur í pólitík Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið skráður sem starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Innlent 21. nóvember 2023 13:17
Niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun. Innlent 21. nóvember 2023 11:47
Ætla að fylgjast grannt með aðgerðum bankanna Þingmaður Framsóknarflokksins segir Alþingi munu fylgjast vel með aðgerðum bankanna er varða fólk og fyrirtæki í Grindavík. Gripið verði til aðgerða þyki þinginu bankarnir ekki standa sína vakt. Innlent 21. nóvember 2023 11:15
Orkulaus ríkisstjórn Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin. Skoðun 21. nóvember 2023 09:54
Takk, Katrín! Um mánaðarmótin verða liðin sex ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum. Ég vil nota tækifærið og fá að þakka þér, Katrín, fyrir styrka stjórn á forsætisráðherrastóli þessi umbrotaár. Ráðherrarnir hafa verið alls konar en óhvikandi stuðningur þinn við allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefur sýnt okkur hver stendur í brúnni. Skoðun 21. nóvember 2023 08:00
Vonar að frumvarpið skili fullum launum til Grindvíkinga Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um. Innlent 20. nóvember 2023 21:48
Keyptu byssur fyrir 165 milljónir en gefa ekki upp fjöldann Mat dómsmálaráðuneytisins er að birting nákvæmra upplýsinga yfir byssur í eigu lögreglu falli undir lykilupplýsingar um viðbragðsgetu lögreglu. Hún geti þar með haft afdrifaríkar afleiðingar, stofnað öryggi ríkisins í hættu og haft áhrif á öryggi lögreglumanna. Skotvopn voru keypt fyrir 165 milljónir króna fyrr á árinu vegna leiðtogafundar í Hörpu. Innlent 20. nóvember 2023 21:07