Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Standast jarða­lög skoðun

Nýlega tóku í gildi breytingar á jarðalögum nr. 81/2004 er varða m.a. jarðir í óskiptri sameign. Breytingarnar sem snéru að jörðum í sameign fólu einkum í sér reglur um samráð og ákvarðanir sameigenda en einnig var kveðið á um forkaupsrétt þeirra að eignarhlutum í sameigninni.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er full­kom­lega ó­eðli­legt“

Hugmyndafræðin á bak við opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem vill að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Hann segir óþolandi að ríkismiðill stundi samkeppni við litla einkaaðila sem berjast í bökkum.

Innlent
Fréttamynd

Hætt komin hönnunarperla

„Þá hefi ég lent í höfuðborginni. Margt hefur breyst síðan ég kom hingað fyrir fjórum árum. Straumlínulaga og nýtískuleg funkis-hús setja nú svip sinn á bæjarlífið. Mér finnst eitthvað stórborgar menningarlegt við að sjá hve stundvísi bæjarbúa hefir aukist“ skrifaði vestfirðingur í dagbók sína árið 1936 undir teikningu af framtíðarspá hans fyrir Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Ingi­björg Sól­rún kemur Krist­rúnu til varnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, kemur Kristrúnu Frostadóttur, núverandi formanni, til varnar í pistli á Facebook. Kristrún hefur mátt sæta gagnrýni vegna ummæla hennar um málefni innflytjenda og hælisleitenda. Ingibjörg segir vangaveltur Kristrúnar almennar og að grunnstefið hafi verið sanngirni, mannúð og sjálfbærni. 

Innlent
Fréttamynd

Vill taka þrjá­tíu milljarða lán vegna jarð­hræringa

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu fjárlaga sem snúa að allt að þrjátíu milljarða lántöku í erlendri mynt. Á það að mæta mögulegri fjárþörf vegna jarðhræringa á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Orkuinnviðum á Suður­nesjum ógnað

Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrr­verandi þing­maður á­minntur fyrir lögmannsstörf

Höskuldur Þór Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins um árabil, var á dögunum áminntur fyrir störf sín sem lögmaður. Hann hélt eftir fjármunum erfingja í dánarbúi og reyndi að villa um fyrir úrskurðarnefnd lögmannafélagisns.

Innlent
Fréttamynd

Orð Krist­rúnar gangi gegn jafnaðar­stefnunni

Samflokkskonur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar segja mannréttindi vera kjarna jafnaðarstefnunnar. Þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni.

Innlent
Fréttamynd

Mann­réttindi eru kjarni jafnaðar­stefnunnar

Samfylkingin er flokkur jafnaðarfólks, sósíaldemókrata. Við trúum á jöfn tækifæri, öfluga samtryggingu samhliða öflugu atvinnulífi, og pólitík þar sem almannahagsmunir eru settir ofar sérhagsmunum hinna ríku.

Skoðun
Fréttamynd

Skapa þarf traust á skattframkvæmd en hún hefur verið ó­fyrir­sjáan­leg

Það er til lítils að breyta reglum ef skattayfirvöld beita túlkunum á lagaákvæðum sem samræmast ekki rekstrarumhverfi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði sem er um margt ólíkur öðrum rótgrónari atvinnugreinum, segja Samtök iðnaðarins um fyrirhugaðar breytingar á tekju­skatts­lög­um, sem eiga að ein­falda reglu­verk fyr­ir er­lenda fjár­fest­ingu. „Beiting skattayfirvalda á skattareglum tekur of sjaldan mið af stöðu og raunveruleika sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.“

Innherji
Fréttamynd

Vonar að frum­varp um húsakaup fljúgi í gegn

Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­mæli um stjórnar­skrár­brot

Kosningalög voru uppfærð síðasta vor, í þeim breytingum var mælt fyrir um nokkrar reglugerðir, drög að þeim reglugerðum liggja nú fyrir. Því miður eru á þeim alvarlegir gallar, allt að því að mæla fyrir um framkvæmd sem gengur gegn stjórnarskrá.

Skoðun
Fréttamynd

Sveitar­fé­lögin gætu sam­einast í sumar

Við vinnu að sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar er gert ráð fyrir að sameiningin geti tekið gildi þann 1. júní næstkomandi, svo lengi sem hún sé samþykkt í íbúakosningu. Verkefnahópur hefur síðustu vikur skoðað mögulega sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

Ó­þarfa sóun úr sam­eigin­legum sjóðum?

Forstjóri Ríkiskaupa skrifaði um margt áhugaverð grein í tilefni Viðskiptaþings 2024. Það er fullt tilefni til að taka undir margt sem fram kemur í þeirri grein og ég hjó sérstaklega eftir þeim kafla er fjallaði um þær miklu fjárhæðir sem ríkið greiðir árlega í leigu á húsnæði.

Skoðun