Viðreisn hætt við ESB? Miðað við grein Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Vísir.is á dögunum mætti helzt halda að flokkurinn hafi gefið meginstefnumál sitt um inngöngu í Evrópusambandið upp á bátinn. Þar gagnrýndi formaðurinn umfang hins opinbera hér á landi og sagði að í ríkisstjórn yrði eitt af forgangsmálunum Viðreisnar að ganga hreint til verka í þeim efnum. Skoðun 4. febrúar 2024 11:00
Má ekki lengur leggja á eigin lóð Nokkrir íbúar í miðbæ Reykjavíkur eru ósáttir við að fá ekki lengur að leggja í stæði á einkalóðum sínum. Borgin segir stæðin ólögleg. Þegar nágrannar kvarti svo yfir því að lagt sé í stæðin, sé ekkert annað í stöðunni en að sekta. Innlent 3. febrúar 2024 21:01
Hafa enn ekki tekið afstöðu til þess hvort fólkið verði sótt Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gasasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandanna. Innlent 3. febrúar 2024 19:23
Mótmæla við Alþingi á mánudag vegna fjölskyldusameininga Boðað hefur verið til mótmæla við Alþingi á mánudag þar sem á að krefjast þess að ráðamenn geri meira til að tryggja að fólk sem hefur fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar á Gasa komist til landsins. Innlent 3. febrúar 2024 15:39
Ákall frá mastrinu Það eru komnir fimm mánuðir síðan við Anahita Babaei tókum þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva för Kristjáns Loftssonar á hvalveiðar með því að koma okkur fyrir í möstrum hvalveiðibátanna í Reykjavíkurhöfn. Skoðun 3. febrúar 2024 15:01
Ráðherrar stjórnist af tilfinningum og ótta Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. Innlent 3. febrúar 2024 12:01
Hafi þegar leiðrétt ummæli sín Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af því að hún hafi farið með ósannindi varðandi stefnu stjórnvalda á Norðurlöndunum í aðstoð þeirra við flóttafólk á Gasa vera rangan. Hún hafi þegar leiðrétt ummæli sem hún hafi látið falla um málið þann 29. desember síðastliðinn. Innlent 3. febrúar 2024 11:31
Yfirvöld á Norðurlöndunum hafi aðstoðað aðra en eigin ríkisborgara Yfirvöld á hinum Norðurlöndunum hafa aðstoðað aðra en ríkisborgara sína við að komast burt frá Palestínu. Rúv greindi frá þessu fyrr í kvöld. Innlent 2. febrúar 2024 23:18
Nota garðslöngu sem sturtu og sofa á mygluðum dýnum Landsmenn fengu þarfa innsýn inn í stöðu fanga á Íslandi í þætti Kveiks í vikunni. Í þættinum var þó aðeins sýnt brotabrot af því hve afleitar aðstæður eru í fangelsum landsins, og þá sérstaklega á Litla hrauni. Eina leiðin til þess að átta sig almennilega á þeim er að sjá þær með eigin augum eða virkilega hlusta þegar fangar stíga fram og lýsa eigin raunveruleika. Skoðun 2. febrúar 2024 22:33
Tugmilljóna mál skrifstofustjóra fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni íslenska ríkisins um áfrýjunarleyfi í máli Jóhanns Guðmundssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Jóhanni voru dæmdar 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Innlent 2. febrúar 2024 16:27
Fékk SMS í tæka tíð og þarf að kaupa hund Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinni og dóttur í Kryddsíldinni og kaupa hund á heimilið þar sem þær stóðu við sinn hluta áskorunar. Hann segist örlítið móðgaður yfir því hvað SMS barst seint frá mæðgunum sem er til marks um að þær hafi ekki horft á þáttinn. Lífið 2. febrúar 2024 13:53
Farið yfir forgangsröðun vegna mögulegs goss Forsætisráðherra mun funda með almannavörnum um stöðuna í og við Grindavík síðar í dag. Hún segist vona að línur skýrist fyrir Grindvíkinga í næstu viku þegar von sé á að frumvarp um stuðning þeim til handa verður kynnt. Innlent 2. febrúar 2024 12:15
Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. Innlent 2. febrúar 2024 10:09
„Sumir myndu bara kalla þetta pjúra spillingu“ Bæjarfulltrúar Viðreisnar, Garðabæjarlistans og Framsóknar í Garðabæ gera alvarlegar athugasemdir við ráðningu Lúðvíks Arnar Steinarssonar lögmanns í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í Garðabæ. Þær segja ekki gætt að óhlutdrægni og segja Lúðvík flokksbundinn. Sá sem gegni stöðunni þurfi að vera hlutlaus. Innlent 1. febrúar 2024 22:51
Skoðunarferð með Sigmundi um nýtt og umdeilt húsnæði þingsins Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis hefur verið í umræðunni þessa vikuna eftir að þingmenn stigu fram og gagnrýndu aðstöðuna. Við skelltum okkur í túr um húsið í fylgd með miðflokksmanninum Sigmundi Davíð sem er líklega ósáttastur með framkvæmdina. Innlent 1. febrúar 2024 19:40
Innantómir fagurgalar og Dagur augljóslega mjög áhrifamikill Borgarstjóri boðaði í dag sérstakan átakshóp í húsnæðismálum til að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fyrri átakshóp borgarstjórans sem hún segir að boðað hafi verið til árið 2022 aldrei hafa fundað. Sjálfur kannast borgarstjóri ekki við að hafa boðað slíkan hóp og segir uppbyggingu eiga að vera aðalatriði málsins. Innlent 1. febrúar 2024 16:13
„Ríkisstjórnin eyðir eins og drukkinn sjómaður“ Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn sótti mjög að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra á þingi í morgun. Innlent 1. febrúar 2024 13:19
Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. Innlent 1. febrúar 2024 11:59
Heift milli stjörnulögmanna brýst upp á yfirborðið Svo virðist sem stríð hafi brotist út milli lögmanna á samfélagsmiðlum og víðar. Eigast þar við Brynjar Níelsson annars vegar og hins vegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson auk þess sem Sveinn Andri Sveinsson blandast í slaginn. Innlent 1. febrúar 2024 11:01
Vilhjálmur segir verðlækkun IKEA gott innlegg í kjaraviðræður Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins settust aftur að samningaborði hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan níu í morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir verðlækkun IKEA gott innlegg í viðræðurnar. Innlent 1. febrúar 2024 10:32
Stóraukið framboð af íslenskunámi Lykillinn að hverju samfélagi er tungumálið. Eitt af því sem ráðherranefnd um íslenskt mál hefur lagt ríka áherslu á er að stórauka aðgengi að menntun í íslensku. Fjarnám í íslensku á BA-stigi, sameiginlegt fjarnám í íslensku sem öðru máli og háskólabrú fyrir innflytjendur eru meðal aðgerða í aðgerðaráætlun í málefnum íslenskrar tungu sem ráðherranefndin kynnti í desember sl. Skoðun 1. febrúar 2024 08:31
Hljóð og mynd í Efstaleiti „Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin. Skoðun 1. febrúar 2024 08:00
Bjarni segir ekki hafa verið gerlegt að kanna hæfi hans gagnvart kaupendum Þingflokksformaður Pírata segir Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra reyna að kenna Alþingi um hans eingin mistök við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir tæpum tveimur árum. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því að hann þyrfti ekki að kanna hæfi sitt gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum. Innlent 31. janúar 2024 19:20
Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 31. janúar 2024 14:07
Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. Innlent 31. janúar 2024 13:34
Bjarni hafi verið með útúrsnúninga og stæla á nefndarfundi Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Innlent 31. janúar 2024 12:02
Fjölbreytni er ofmetin Víða í skipulagi nýrra hverfa er sett fram krafa um fjölbreytni. Hún birtist helst í tvennu: Í fyrsta lagi í kröfu um að útlit húsa sé ekki einsleitt heldur brotið upp með einhverjum hætti. Í öðru lagi í kröfu um að ólíkir arkitektar komi að hönnun ólíkra reita. Hvort tveggja má til dæmis finna í skipulagi Hlíðarenda sem og skipulagi Nýja-Skerjafjarðar. Skoðun 31. janúar 2024 11:00
Gullhúðuð ríkisstjórn Ég sótti Framleiðsluþing Samtaka iðnaðarins á dögunum. Þar var rætt um íþyngjandi regluverk undir forskriftinni Gullhúðun á færibandi. Við vissum það fyrir að reglubyrðin á Íslandi er meiri en tilefni er til og það er ágætt að fólk sé að vakna. Þetta er að öllu leyti heimatilbúinn vandi – ekki innfluttur frá Evrópusambandinu. Skoðun 31. janúar 2024 09:01
Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. Innlent 31. janúar 2024 08:46
Fjárhagslegt ofbeldi í skjóli nætur Desembermánuður á að vera mánuður kærleiks og mannúðar, ekki satt? Skoðun 31. janúar 2024 08:30