Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Svan­hildur ekki einn af nánustu vinum Bjarna

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði fyrir skipun sína á Svanhildi Hólm Valsdóttur í sendiherrastöðu í Bandaríkjunum í Kryddsíldinni á Stöð 2. Hann sagði gagnrýni á skipunina ekki koma sér á óvart, en Svanhildur hefur starfað með Bjarna um margra ára skeið. Hann vill þó meina að hún sé ekki náinn vinur sinn, en þó vinur.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vin­sældir Bjarna sláandi

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir óvinsældir Bjarna Benediktssonar samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Maskínu sláandi.

Innlent
Fréttamynd

Saman gerum við betur!

Árið 2023 hefur á margan hátt verið ákveðið tímamótaár og fjölmörg verkefni og áskoranir sem við sem störfum að sveitarstjórnarmálum höfum staðið frammi fyrir og tekist á við. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi, rétt utan við Grindavík, hefur haft gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins og sveitarfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

Til­búin að verða for­maður flokksins

„Ég held ég sé nú bara mjög venjuleg stelpa af Skaganum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, spurð um hver hún sé. Hún segist tilbúin í að verða formaður Sjálfstæðisflokksins og vonast til að flokksfólk treysti henni til þess að sinna því hlutverki.

Innlent
Fréttamynd

Gefur ekkert fyrir tal um ó­mögu­leika og vill senda út full­trúa til að hjálpa

Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu.

Innlent
Fréttamynd

Segja Ingu og Flokk fólksins bara víst eiga heiðurinn

Upp er risin sérkennileg deila sem varðar tiltölulega flókna lagasetningu sem miðar að því að ellilífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis njóti eftir sem áður persónuafsláttar. Málið snýst um hverjum ber að þakka, hver eigi heiðurinn.

Innlent
Fréttamynd

Skilur ör­væntinguna en segir málið flókið og í skoðun

Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skylda fjór­tán ára drengs föst á Gasa

Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Smáaurar í öllu sam­hengi

Kostnaður við uppbyggingu varnargarða norðan við Grindavíkurbæ er smáaurar miðað við þau verðmæti sem garðarnir verja að sögn bæjarstjóra Grindavíkur. Það sé mikilvægt fyrir þjóðarbúið að ráðist verði í uppbyggingu garðanna sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Svar við á­kalli heil­brigðis­starfs­fólks

Það voru ánægjuleg og mikilvæg tímamót fyrir íslenska heilbrigðiskerfið þegar frumvarp um hlutlæga refsiábyrgð var samþykkt samhljóða á Alþingi rétt fyrr jól. Frumvarpið á sér langan aðdraganda og byggir á tillögum sem komu fram í skýrslu starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu ásamt tillögum til úrbóta frá árinu 2015.

Skoðun
Fréttamynd

Inga liggur eins og skata

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er meðal þeirra sem liggja flatir þessi jólin. Ekki þó sökum ofáts heldur náði Covid-19 í skottið á Ingu.

Lífið
Fréttamynd

„Við fylgjumst bara með fjöl­skyldu okkar deyja smám saman“

Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr.

Innlent
Fréttamynd

Auðunn látinn taka skellinn

Auðunn Atlason, sem gegndi stöðu sérfræðings í alþjóðamálum í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, var látinn súpa seyðið af samskiptaleysi því sem leiddi til þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu alls­herj­arþings Sam­einuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Reynsluboltinn sem Svan­hildur tekur við af í Washington

Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar.

Innlent
Fréttamynd

Þrjá­tíu milljónir til verk­efna gegn fíknisjúkdómum

Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þrjátíu milljónum króna í styrki til frjálsra félagasamtaka vegna verkefna sem miða að því að vinna gegn fíknisjúkdómum, einkum ópíóíðafíkn. Hæsti styrkurinn, átta milljónir króna, rennur til verkefnis Matthildar, samtaka um skaðaminnkun.

Innlent
Fréttamynd

Nægar á­stæður fyrir Willum að aug­lýsa stöðu Markúsar

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mátti auglýsa stöðu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í september síðastliðnum. Fráfarandi forstjóri stofnunarinnar stefndi íslenska ríkinu vegna ákvörðunar ráðherra og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Þá vildi hann bætur frá ríkinu. Ríkið var sýknað í málinu og er niðurstaðan afdráttarlaus.

Innlent
Fréttamynd

Loksins kviknað á perunni?

Síðustu daga hafa þingmenn og heilu þingflokkarnir lýst því yfir að þeir ætli að beita sér fyrir aukinni orkuöflun til að mæta yfirvofandi raforkuskorti hér á landi. Ítrekaðar áhyggjur hafa verið hunsaðar og nú, þegar vandinn er farinn að vera virkilega alvarlegur og er orðinn öllum kýrskýr, keppast þingmenn við að koma með háfleygar yfirlýsingar eins og að hulunni hafi verið svipt.

Skoðun
Fréttamynd

Þver­skorin ýsa og hamsa­tólg

Með hækkandi aldri leitar hugurinn gjarnan á þessum tíma til jólanna í „gamla daga“ eins og barnabörnin myndu orða það. Þá var öldin sannarlega önnur. Þá eins og nú, ríkti ójöfnuður í samfélaginu, sumir höfðu gnótt, aðrir minna og enn aðrir ekki neitt.

Skoðun
Fréttamynd

Ef ég nenni…

Aðventan er tími jólalaga, sem í furðumörgum tilvikum eru ítölsk að uppruna. Eitt það eftirminnilegasta úr þeim ranni er slagarinn „Ef ég nenni“, þar sem Helgi Björns – frændi þess er þetta ritar – syngur snjallan texta eftir Jónas Friðrik um öll þau djásn og gersemar sem hann hann hyggst færa elskunni sinni. Sögumaður slær þó í og úr – allt þetta hangi á þeirri spýtu að hann nenni því þegar á hólminn er komið.

Skoðun