Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Guðni vísaði til slagara Bríetar við setningu Alþingis

Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, lagði á­herslu á breytingar á ís­lensku sam­fé­lagi og fjöl­breyti­leika þess við setningu Al­þingis í dag. Hann sagði að í stjórnar­skrá mætti koma fram að ís­lenska sé þjóð­tunga Ís­lendinga og opin­bert mál á Ís­landi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er gríðarlegt högg“

Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir það gríðarlegt högg að sjá að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna samtakanna í fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Hann kveðst þó vongóður um að því fáist breytt, verkefni samtakanna haldi áfram að stækka líkt og umræðan síðustu daga sýni fram á.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum að fara fram á að­hald í ríkis­rekstrinum“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna.

Innlent
Fréttamynd

Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Gert er ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum í nýju fjár­laga­frum­varpi. Inn­leitt verður nýtt tekju­öflunar­kerfi í tveimur á­föngum. Fjár­mála­ráð­herra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildar­tekjum vegna raf­bíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl.

Neytendur
Fréttamynd

Sigurður Ingi kominn með nýja mjöðm

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra missti aldrei þessu vant af réttunum í ár þar sem hann er fastagestur. Ástæðan er sú að hann gekkst undir mjaðmaskiptaaðgerð í liðinni viku.

Lífið
Fréttamynd

Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum

Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands.

Innlent
Fréttamynd

„Það er enn hægt að afstýra þessu“

Aðgerðasinnar sem stóðu fyrir mótmælum fyrir utan matvælaráðuneytið í morgun segja ríkisstjórnina leyfa veiðar sem samræmist ekki lögum um dýravelferð. Þeir segja ekki of seint að afstýra frekara drápi. Fjórar langreyðar voru veiddar í gær og verður þeim landað í Hvalfirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Menntun má kosta!

Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Gjald­taka við Reykja­víkur­flug­völl eftir tvö ár

Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir félagið þurfa að bíða eftir samþykktri samgönguáætlun til að geta hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við Reykjavíkurflugvöll. Fjöldi fólks leggi ökutækjum sínum þar án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn. 

Innlent
Fréttamynd

Af kjördæma poti

Ég og reyndar allir þingmenn kjördæmisins, fengum kaldar kveðjur frá formanni SSA, formanni byggðaráðs Múlaþings og varaþingmanninum Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í morgunútvarpinu.

Skoðun
Fréttamynd

Lofts­lags­mál í lausa­gangi hjá um­hverfis­ráð­herra

Forystuleysi ríkisstjórnarinnar er að verða að sjálfstæðu vandamáli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hjá umhverfisráðherra birtist það gjarnan í því að hann víkur sér undan umræðu um aðgerðir með því að fara með margtuggða rullu um hitaveituvæðinguna. Horfir til fortíðar frekar en framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Víða leynast ger­semar í geymslum

Við Íslendingar höfum löngum þótt nýjungagjarnir og á stundum jafnvel fram úr hófi. Það hefur til dæmis átt við þegar kemur að innanhússhönnun og húsbúnaði. Þá hefur öllu verið hent út og byrjað upp á nýtt, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða heimili.

Skoðun