Bein útsending: Forsætisráðherrarnir ræða við blaðamenn í Osló Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna í Osló í dag. Innlent 13. desember 2023 11:44
Glæpurinn kynlífsmansal Við Íslendingar höfum sýnt það með löggjöf og samfélagslegri sátt að við lítum kynferðisbrot sérstaklega alvarlegum augum. Kynlífsmansal er alvarlegasta kynferðisbrot sem hægt er að fremja og því þurfa valdhafar hvers tíma að leggja sig fram við að endurspegla vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Skoðun 13. desember 2023 11:00
Undirstaða friðar og farsældar Um nýliðna helgi var því fagnað að 75 ár eru frá samþykkt mannréttindayfirlýsingarinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Skoðun 13. desember 2023 09:30
Það er ekki of seint að sýna gæsku Í dag verða greidd atkvæði um breytingartillögu Flokks fólksins um skatta og skerðingalausan jólabónus handa eldra fólki í sárri neyð. Um er að ræða sambærilegan jólabónus og greiddur verður til öryrkja nú þriðju jólin í röð. Upphæðin nú, 66.381 kr. Skoðun 13. desember 2023 08:31
Selenskí á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló Volodómír Selenskí Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Noregs í morgun en hann hefur síðustu daga verið í Bandaríkjunum til að afla Úkraínu stuðnings í stríðinu gegn Rússum. Erlent 13. desember 2023 07:26
Á tæpasta vaði: Deilur og drama á stjórnarheimilinu Viðburðaríkt ár er að baki á sviði stjórnmálanna og ólga er kannski orð sem nær ágætlega utan um það. Ólga vegna kjaramála, verðbólgu, hvalveiða, laxeldis, stríðsreksturs á Gasa, bankasölu og í sjálfu stjórnarsamstarfinu. Við förum yfir liðið ár sem einkennist af deilum og dramatík. Innlent 13. desember 2023 07:02
Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. Erlent 13. desember 2023 00:16
Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. Erlent 12. desember 2023 22:11
Stjórnarslit skárri kostur en orkuskortur Formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins segir að víkja þurfi með lögum öllu því úr vegi sem hindri eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Hann segir að kosti það stjórnarslit að leysa vandann, sé það gjaldið fyrir lausn hans. Innlent 12. desember 2023 21:31
Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. Innlent 12. desember 2023 20:52
Útlendingastofnun setur fjölskyldusameiningar Palestínumanna í forgang Utanríkisráðherra segir að Ísland og Norðurlöndin muni styðja tillögu Egyptlands og Máritáníu um tafarlaust vopnahlé á Gaza og jafnvel vera meðflutningsmenn á tillögunni. Stjórnvöld hafi aukið framlög til neyðaraðstoðar við Palestínu og Útlendingastofnun sett sameiningu fjölskyldna fólks frá Palestínu í sérstakan forgang. Innlent 12. desember 2023 19:30
Neyðarlegt raforkulagafrumvarp Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð. Skoðun 12. desember 2023 17:31
Stólaskiptin höfðu mikil áhrif á traustið Landsmenn bera mest traust til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í nýrri könnun Maskínu þar sem spurt er út í traust til ráðherra þjóðarinnar. Traust til ráðherra er lítið heilt yfir. Innlent 12. desember 2023 14:25
Fækkum rauðu rósunum Það var afar áhrifamikið að vera á Austurvelli á laugardaginn en þar var aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm mótmælt. Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við Alþingishúsið. Skoðun 12. desember 2023 12:30
Eru Fljótsdælingar fjarri hlýju hjónasængur? Enn einu sinni finn ég mig knúinn til þess að svara Innviðaráðuneytinu vegna úttektar á fámennustu sveitarfélögum landsins. Ég veit að ég er ekki einn um þessa skoðun enda var hvatinn að því að gera þetta hér og nú símtal frá kollega. Skoðun 12. desember 2023 12:00
Ísland styður tillöguna um tafarlaust vopnahlé Ísland er á meðal fjölmargra þjóða sem ætla að styðja tillögu tveggja Afríkuríkja á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gaza. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Innlent 12. desember 2023 12:00
Miklar breytingar framundan í Sundhöllinni Nýtt laugarker, endurgerðir pottar, tveir nýir gufuklefar aðstaða fyrir laugarverði eru meðal þeirra breytinga sem gerðar verða í Sundhöll Reykjavíkur á næstunni. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar samþykkti breytingarnar á fundi sínum fyrir helgi. Möguleg gætu stökkbretti innilaugarinnar horfið. Innlent 12. desember 2023 11:56
Svandís gerir ráð fyrir 20 prósenta afföllum Í frumvarpi til laga um lagareldi, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var að leggja fram til kynningar í Samráðsgáttinni, er ráð fyrir 20 prósent „afföllum“, sem þýðir að einn af hverjum fimm eldislöxum mun drepast í sjókvíunum. Innlent 12. desember 2023 11:47
Vopnahlé strax! Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslendinga ályktun þar sem kallað var eftir tafarlausu vopnahléi á Gazasvæðinu og allar aðgerðir Ísraels sem brjóta gegn alþjóðalögum fordæmdar. Ályktunin var samþykkt í kjölfar hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé af mannúðarástæðum, sem samþykkt var með 120 atkvæðum þann 27. október. Skoðun 12. desember 2023 11:45
Aðför ríkisstjórnarinnar að samkeppni Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Skoðun 12. desember 2023 11:31
Samkeppniseftirlitið segir aðhaldskröfur ekki standast neina skoðun Samkeppniseftirlitið er harðort í viðbótarumsögn sinni um nýtt fjárlagafrumvarp og segir eftirlit með samkeppni á Íslandi í grafalvarlegri stöðu. Framlög til eftirlitsins séu lækkuð á sama tíma og umsvif í efnahagslífinu aukist. Innlent 12. desember 2023 11:22
Ef ekki aðgerðir nú þá hvenær? Það er með lífsins ólíkindum, að á meðan hér renna, til einskis, þúsundir megawatta til sjávar dag hvern, að á Alþingi Íslendinga sé nú verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Skoðun 12. desember 2023 11:00
Hvernig vilt þú hafa þjónustu við 0 - 6 ára börn í Reykjavík? Ákall er um lausnir frá sveitarfélögum í dagvistunarmálum. Það er nauðsynlegt svo foreldrar geti lagt samfélaginu til vinnuframlag sitt og séð sér og sínum fyrir framfærslu um leið og þau ala upp yngstu kynslóðina. Sömuleiðis eru sjónarmið um að ríki og sveitarfélög auðveldi foreldrum að vera meira með börnum sínum á fyrstu æviárum þeirra. Skoðun 12. desember 2023 10:31
Fátækt: Pólitísk stefna eða náttúrulögmál? Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvort það sé mögulegt að uppræta fátækt. Þetta sagði ráðherrann orðrétt þegar hann svaraði fyrirspurn Björns Levís rétt fyrir helgi. Mér finnst tilefni til að staldra við og íhuga hvað felst í þessu svari, telur ráðherra fátækt vera einhvers konar náttúrulögmál frekar en mannana verk? Skoðun 12. desember 2023 10:00
Strangt þak á kaupauka hefur leitt til hærri launa í fjármálakerfinu Bankastjórar evrópskra banka, sem geta greitt allt að 200 prósenta kaupauka til starfsmanna miðað við árslaun, kalla eftir því að fara sömu leið og Bretar og afnema hámarkið. Hérlendis er þakið lögum samkvæmt 25 prósent sem hefur haft í för með sér að föst laun hafa hækkað, segja stjórnendur fjármálafyrirtækja. Það eykur rekstraráhættu fyrirtækjanna, einkum þeirra minni. Innherji 12. desember 2023 07:01
Einhliða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael þjóni engum tilgangi Utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gaza. Almennt fari Ísland ekki þá leið að slíta stjórnmálasambandi við aðrar þjóðir, ekki einu sinni Rússa. Innlent 11. desember 2023 23:53
Fauk í Guðlaug Þór á þinginu: „Nei, nei, við segjum nei!“ Umhverfisráðherra byrsti sig í óundirbúnum fyrirspurnartíma um orkumál á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan hafði kynt undir ráðherra með gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórnarinnar í orkumálum áður en fyrirspurn þingmanns Pírata um rafmagnsreiðhjól fyllti mælinn. Innlent 11. desember 2023 23:21
Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. Innlent 11. desember 2023 15:39
Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. Innlent 11. desember 2023 14:46
Trúverðugleiki Íslands í loftslagsmálum Yfir 80 íslenskir fulltrúar sækja loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sem lýkur 12. desember. Þar á meðal eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku-, og loftslagsráðherra. Skoðun 11. desember 2023 14:00