Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

„Í mínum huga alveg skýrt að ríkis­fjár­málin eru á réttri leið“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svig­rúm er

Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum

Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Andrés Pírati flytur í næstu götu

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og Rúna Vigdís Guðmarsdóttir hafa sett íbúð sína við Rauðalæk 14 í Laugarneshverfi í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 87,9 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Hyggst gefa út reglur um far­síma­notkun í grunn­skólum

Næstum öll börn í grunnskólum landsins eiga eigin farsíma, 95 prósent barna í 4. til 7. bekk og 98 prósent í 8. til 10. bekk. Um 7 prósent nemenda í 4. til 7. bekk nota netið daglega til að leysa skólaverkefni, 38 prósent nemenda í 8. til 10. bekk og 74 prósent framhaldsskólanema.

Innlent
Fréttamynd

„Þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er“

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir verðbólguvæntingar benda til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgu niður. Fjármagna þurfi að fullu næsta kjarapakka sem sé ómögulegt með ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um ákvarðanir.

Innlent
Fréttamynd

„Ógerlegt“ að auglýsa lóð lúxusíbúða á Kársnesi

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði.

Innlent
Fréttamynd

Í fullum rétti til að setja stórt spurninga­merki við hug­mynd Guð­rúnar

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, fé­lags-og vinnu­markaðs­ráð­herra, sagðist heyra skila­boðin sem honum bárust vegna mála flótta­fólks sem svipt hefur verið þjónustu. Ráð­herrann á­varpaði fund sem haldinn var af 28 fé­laga­sam­tökum í gær vegna málsins og sagðist meðal annars setja stórt spurninga­merki við hug­myndir dóms­mála­ráð­herra um lokað bú­setu­úr­ræði fyrir fólk í ó­lög­mætri dvöl hér­lendis.

Innlent
Fréttamynd

Egg­heimta vegna krabba­meins­með­ferðar verði niður­greidd

Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

María Rut snýr aftur til Þorgerðar

María Rut Kristinsdóttir mun snúa aftur sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Síðasta ár hefur hún starfað sem kynningarstýra UN Women, en þar á undan var hún aðstoðarmaður Þorgerðar í fjögur ár.

Innlent
Fréttamynd

Jöfnum leikinn

Vax­andi ójöfn­uð­ur á Ís­landi er stað­reynd. Póli­tískar ákvarð­anir ýta undir þá þróun. Það er hægt að snúa þessari þróun við ef pólitískur vilji leyfir. Ástæðurnar blasa við fólki sem skilur hvernig gott og öruggt samfélag virkar best fyrir flesta og sér á hvaða sviðum er brýnt að grípa til aðgerða.

Skoðun
Fréttamynd

Svan­dís svarar um­boðs­manni: Ekki unnt að ná mark­miðum með öðru en frestun

Svan­dís Svavars­dóttir, mat­væla­ráð­herra, hefur svarað bréfi um­boðs­manns Al­þingis þar sem óskað er eftir svörum vegna á­kvörðunar ráð­herra um að banna hval­veiðar tíma­bundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná mark­miðum um dýra­vel­ferð með öðrum hætti en frestun upp­hafs veiði­tíma­bils.

Innlent
Fréttamynd

Við erum að bregðast bændum!

Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Lög eða ólög?

„Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs.

Skoðun
Fréttamynd

„Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir.

Innlent
Fréttamynd

Lof­söngur um lygina

Í Heimildinni birtist á dögunum grein undir fyrirsögninni „Lágkúra illskunnar“ eftir Láru Pálsdóttur, félagsráðgjafa. Greinin er dæmigerð fyrir málflutning margra þeirra sem ekki vilja una niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála (og í sumum tilvikum einnig dómstóla).

Skoðun