Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Ert þú að velja milli Sam­fylkingar og Við­reisnar?

Val margra okkar stendur á milli þessara tveggja flokka, enda ekki skrítið að fólk vilji stjórn sem er samhentari en síðasta ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn hræða kjósendur Viðreisnar með tali um vinstristjórn, en er Viðreisn velferðarsinnaður flokkur?

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum breytingar – Kjósum Pírata

Píratar er hreyfing sem þorir að leiða alvöru kerfisbreytingar á Íslandi. Við þorum að takast á við útgerðarisana og koma sjávarauðlindinni aftur í hendur almennings með innköllun aflaheimilda og uppboði á frjálsum markaði.

Skoðun
Fréttamynd

Er þetta gott plan í heil­brigðis­málum?

Samfylkingin segist vera með „plan“ í heilbrigðismálum. Þegar rýnt er í planið er ýmislegt sem stingur í augun, en eitt af því er að samfylkingin stefnir að aukinni miðstýringu þegar kemur að veitingu heilbrigðisþjónustu, eða eins og þau orða það „veitum sjúkrahúsum aukið svigrúm til að ákveða hvernig þau vinna með einkarekstri“.

Skoðun
Fréttamynd

Sögu­legt tæki­færi til breytinga með Sam­fylkingunni

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, nýtur yfirburðatrausts hjá kjósendum til að leiða næstu ríkisstjórn sem forsætisráðherra. Þetta sýna kannanir. Til þess að það nái fram að ganga verður Samfylkingin að fá sterka kosningu á laugardaginn og verða stærsti flokkurinn að loknum kosningum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig getur þú stutt þjóðar­morð?

Öll vitum við að árangursríkasta leiðin til að styðja þjóðarmorð er ekki að segja beint út „ég styð þjóðarmorð“. Það sama á við um þá sem ætla að fremja þjóðarmorð. Þeir segja ekki „ég ætla að fremja þjóðarmorð“, þeir segja „við verðum að drepa alla þá sem ógna okkur og því miður munum við í leiðinni drepa öll börnin þeirra, frændur, frænkur, foreldra, afa og ömmur, en það er í raun þeim sem ógna okkur að kenna.“

Skoðun
Fréttamynd

Viljum við frjáls­hyggju?

Frjálshyggjan var kölluð gamalfrjálshyggja á millistríðsárunum og hafði mjög svo neikvæða merkingu og þangað skyldi aldrei farið aftur með þjóðfélagsþróunina.

Skoðun
Fréttamynd

Krefjast úr­bóta á leikskólastarfi í leik­skólanum Lundi

Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju að kjósa Við­reisn - C fyrir frelsi og frið

Viðreisn hefur lagt á það áherslu að við værum að berjast fyrir málefnum. Við erum ekki að hrauna yfir aðra flokka. Allir hafa rétt á að tjá sig, en við leggjum áherslu á að það sé gert af virðingu og við séum að leita betri lausn. Hjálpast að til að skapa betra samfélag fyrir alla til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri læk – betra skap

Flest börn sem komin eru á ákveðinn aldur eru á samfélagsmiðlum í gegnum símana sína. Mörg eru á samfélagsmiðlum marga tíma á sólarhring. Stór hópur barna geta ekki hugsað sér að skilja við símann nema kannski í örstutta stund og fengju þau að ráða myndu þau aldrei skilja við hann.

Skoðun
Fréttamynd

108 ár – hverjum treystir þú?

Íslensk stjórnmál hafa gengið í gegnum ótal umbreytingar síðustu áratugi. Flokkar hafa komið og farið, öfgar hafa verið reiddar fram og óstöðugleiki hefur oft sett mark sitt á landslagið. En eitt stendur upp úr sem stoð í íslenskri samfélagsgerð: Framsóknarflokkurinn.

Skoðun
Fréttamynd

Að­hafast ekkert vegna leyni­upp­takanna

Greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið skoðun sinni á máli Gunnars Bergmanns Jónssonar, sem varðar leynilegar upptökur á Edition-hótelinu. Niðurstaðan er sú að ekki sé grundvöllur til að opna formlega rannsókn á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Tími til að endur­vekja frelsið

Það er kominn tími til að setja vinnandi fólk og lítil og meðalstór fyrirtæki í fyrsta sæti á Íslandi. Gömlu flokkarnir á Íslandi hafa lengi státað af því að frelsi sé leiðarljós þeirra en veruleikinn er annar.

Skoðun
Fréttamynd

Einka­fram­takið í sinni fegurstu mynd

Ísland er land óþrjótandi tækifæra. Við erum rík af bæði auðlindum og hæfileikaríkum einstaklingum - sem eiga sinn þátt í framúrskarandi lífskjörum þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Við­reisn vakti hjá mér von

Ég bjó í 12 ár í Danmörku og flutti heim fyrir nokkrum árum. Það sem dró mig heim var sú taug sem við berum flest öll til Íslands, fjölskyldan, vinir, móðurmálið, menningin og náttúran.

Skoðun
Fréttamynd

Segist sækja fé í auka­fjár­veitingu vegna inngildingar

 Barnamálaráðherra segir að fyrir atbeina núverandi fjármálaráðherra sé hægt að stórefla Ráðgjafar-og geiningarmiðstöð barna. Fé til þess sé m.a. sótt í aukafjárveitingu í fjárlögum til inngildingar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fullyrðingar barnamálaráðherra, um að Bjarni Benediktsson hafi staðið fjármögnun stofnunarinnar barna fyrir þrifum, vera til marks um taugaveiklun Framsóknarmanna.

Innlent
Fréttamynd

Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar

Samfylkingin er tilbúin til að leiða fram þær breytingar sem þjóðin kallaði eftir á hundruðum funda síðastliðin tvö ár og birtast nú í plani Samfylkingarinnar. Íbúar landsins eru búnir að fá alveg nóg af háum vöxtum, heilbrigðiskerfi sem virkar ekki, ónýtum húsnæðismarkaði og vilja sjá átak í samgöngumálum.

Skoðun
Fréttamynd

Á á­byrgð okkar allra

Ég hef verið lögreglumaður í hátt í fjóra áratugi. Síðustu ár hef ég verið fulltrúi íslenskra lögregluyfirvalda hjá Europol, löggæslustofnun Evrópusambandsins.

Skoðun
Fréttamynd

Tvær sviðs­myndir á kjör­dag

Kjördegi í heild sinni verður ekki frestað að sögn framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem liggur yfir veðurspánni. Veðrið gæti þó valdið því að niðurstaða kosninga liggi fyrir síðar en ella.

Innlent
Fréttamynd

Ég gef kost á mér sem rödd launa­fólks á Al­þingi

Það er ákall eftir því að rödd launafólks heyrist á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hef verið ötull í minni verkalýðsbaráttu á undanförnum tæpum tveimur áratugum í baráttu fyrir bættum kjörum og bættri stöðu launafólks.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­átta í ára­tugi fyrir auknu starfsnámi

Árin mín í stéttarfélagsstörfum voru um margt merkileg en þar voru til staðar angar af stuttu starfsnámi sem í minni tíð var síðan eflt og sífellt bætt ofan á. Þegar síðan 5 stéttarfélög sameinuðust 1998 -1999 þá kom í minn hlut að leiða starfsmenntun innan hins nýja stéttarfélags, Eflingar. Búnar voru til ótal nýjar stuttar starfsmenntabrautir sem unnið var að í samvinnu við vinnuveitendur og svo sveitafélögin. Síðar komu svo starfsgreinaráðin sem ætlað var að þróa eftir þörfum námsleiðir á framhaldsskólastigi. Þar hófst nýr kafli og merkilegur því sótt var til Norðurlanda um reynslu og gekk það vel.

Skoðun