Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Innlent 15. júní 2023 09:19
Frelsið kemur að utan Flest framfaraskref sem við höfum tekið sem samfélag byggja á meira frelsi og aukinni samkeppni. Þannig er óumdeilt að aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu undir lok síðustu aldar braut upp einokun og ríkisrekstur á fjölmörgum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs. Aðgangur að stærri markaði gjörbreytti smásölu með vöru og þjónustu og það sem meira er, bætti þjónustu til neytenda og lækkaði vöruverð. Skoðun 15. júní 2023 08:32
Þingflokkurinn fundar um ráðherraskiptin á sunnudag Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun funda á sunnudaginn um ráðherraskipti. Þá verður ákvörðun tekin í málinu en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á mánudag. Innlent 15. júní 2023 06:36
Mikilvægt að læra af því sem hefur gengið illa Fjöldi fólks situr alþjóðlega ráðstefnu um hugmyndafræði velsældarsamfélagsins í Hörpu í dag og á morgun. Forsætisráðherra segir öruggt húsnæði fyrir alla vera meðal verkefna velsældarsamfélagsins. Innlent 14. júní 2023 23:01
Stjórnunarvandi valdi slæmri framkomu vagnstjóra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir fjölgun kvartana í garð strætóbílstjóra stafa af stjórnunarvanda Strætó. Á árinu 2022 voru kvartanir vegna framkomu vagnstjóra strætó 560 talsins sem er talsverð hækkun frá árinu áður, þá 342. Innlent 14. júní 2023 21:28
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Neytendur 14. júní 2023 15:51
Segir svör Bjarna yfirgengilega ósvífin og ófullnægjandi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur nú sent frá sér svör við spurningum um hæfi til Umboðsmanns alþingis. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna. Innlent 14. júní 2023 15:21
Samfylkingin telur samgönguáætlun ekki full fjármagnaða Fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis segir ný framlagða samgönguáætlun ekki full fjármagnaða og hefur áhyggjur af efndum um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri um 80 milljarða uppsöfnuð viðhaldsskuld á þjóðvegum landsins sem skynsamlegt væri að ráðast í sem fyrst. Innlent 14. júní 2023 13:59
Ert þú atvinnurekandi? Viltu benda mér á eitthvað sem betur má fara? Ég tók nýlega þátt í umræðum í útvarpsþætti um hvaða meginlínur væru í gangi í íslenskum stjórnmálum og hvað skildi helst á milli manna og flokka, ef þá eitthvað. Mér kom fyrst til hugar að nefna að það væri ótrúlegt að uppgötva það að ekki væru allir stjórnmálamenn sammála um það hvernig verðmætin í samfélaginu yrðu til, þ.e.a.s. fjármagnið sem greiðir fyrir þjónustu hins opinbera. Skoðun 14. júní 2023 07:31
Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. Innlent 13. júní 2023 21:00
Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. Innlent 13. júní 2023 20:05
Forsætisráðuneytið kaupir siðfræðilega ráðgjöf Forsætisráðuneytið og Háskóli Íslands, fyrir hönd Siðfræðistofnunar, hafa gert með sér samning um ráðgjöf stofnunarinnar til stjórnvalda um siðferðisleg efni og gerð kennsluefnis um siðareglur. Samningurinn gildir til tæplega eins árs og kostar stjórnvöld alls sjö milljónir króna. Innlent 13. júní 2023 17:58
Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku. Innlent 13. júní 2023 15:33
Samningur í höfn um uppsteypu bílakjallara nýs Landspítala Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verk undirrituðu í dag samning Nýs Landspítala ohf. um uppsteypu á bílakjallara undir Sóleyjartorgi við hliðina á meðferðarkjarnanum. Innlent 13. júní 2023 14:26
Verið undirbúin fyrir flugtak Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald. Skoðun 13. júní 2023 14:00
909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. Innlent 13. júní 2023 13:20
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. Innlent 13. júní 2023 13:00
Hættum þessu málþófi „Málþóf kallast það þegar þingmaður eða þingmenn í löggjafarþingi reyna að hindra kosningu um frumvarp. Ein leið til þess er að draga umræður um frumvarpið á langinn með ræðuhöldum þangað til að flytjendur þess gefast upp á umræðunum og draga frumvarpið til baka.“ - af Wikipedia Skoðun 13. júní 2023 12:30
Jón nánast örugglega á förum úr ráðherraliðinu Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á mánudaginn næsta og ekki er gert ráð fyrir öðru en að þá verði gengið frá breytingum á ráðherraliði í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: Að Jón Gunnarsson hverfi úr ríkisstjórn og Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn. Innlent 13. júní 2023 12:02
Bein útsending: Kynnir tillögu sína um nýja samgönguáætlun 2024-2038 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15. Innlent 13. júní 2023 11:30
Enn og aftur ráðist á opinbera vefi Netárásir voru gerðar í morgun á nokkra stjórnsýsluvefi, þar á meðal vef Alþingis, Stjórnarráðsins og Hæstaréttar. Forstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir sama hóp að baki árásunum og stóð að netárásum á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í maí. Innlent 13. júní 2023 11:28
Litla Rússland Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Skoðun 13. júní 2023 10:30
Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. Innlent 13. júní 2023 07:54
Segir það óskhyggju að hún hafi þurft einhvern í lið með sér Bára Halldórsdóttir, aðgerðarsinni, segir það óskhyggju af Sigmundi Davíð að halda því fram að hún hafi þurft einhvern í lið með sér til skipulagningar á klaustursupptökunum. Hún segir það fyndið hvernig Sigmundur leiði umræðuna sífellt að eftirmálum málsins en ekki málinu sjálfu. Innlent 12. júní 2023 19:55
Sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu muni dýpka enn frekar í haust Prófessor í stjórnmálafræði segir að upptaktur að kosningabaráttunni muni lita næsta þingvetur. Þá muni sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu dýpka enn frekar. Innlent 12. júní 2023 19:30
Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. Innlent 12. júní 2023 18:44
Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi. Innlent 12. júní 2023 13:13
Innræti og manndómur íslenzkra ráðherra og alþingismanna Á síðustu dögum og vikum hafa komið upp tvö mál, þar sem reynt hefur sérstaklega á innræti og manndóm, innri mann, ráðamanna hér. Einkar athyglisvert hefur verið, að fylgjast með því, hvern mann ráðamenn hafa í reynd að geyma, á bak við sitt breiða bros, fallegu orðræðu og ótæpilegu loforð, til Péturs og Páls. Hér urðu menn að koma til dyranna, eins og þeir eru í raun klæddir. Skoðun 12. júní 2023 13:01
Hildur Björnsdóttir og Jón Skaftason eignuðust stúlku Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, eignuðust stúlku laugardagskvöldið 10. júní. Lífið 12. júní 2023 09:21
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. Innlent 12. júní 2023 07:03