Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Hættum að brjóta lög á fólki með geðrænar áskoranir

Umboðsmaður Alþingis segir í nýju áliti að ekki séu fyrir hendi fullnægjandi heimildir í lögum til vistunar á öryggisgangi réttargeðdeildar. Er þetta þriðja álit/skýrsla umboðsmanns á síðustu þremur árum þar sem fram kemur að ekki séu lagaheimildir fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins eru beittir. Á þetta hefur Geðhjálp ítrekað bent á og þá staðreynd að brotið sé á mannréttindum inni á stofnunum landsins nær daglega.

Skoðun
Fréttamynd

VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent

Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. 

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“

Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum.

Innlent
Fréttamynd

LOGOS fékk alls 6,2 milljónir frá Banka­sýslunni

Lögmannsstofan LOGOS fékk samtals greitt 1.475.750 krónur fyrir vinnu við lögfræðiálit um hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði. Lögmannsstofan hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar en var þá ekki sérstaklega beðin um að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði.

Innlent
Fréttamynd

Árni Gunnarsson látinn

Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og blaðamaður, er látinn 82 ára að aldri. Árni lést aðfaranótt föstudags. 

Innlent
Fréttamynd

„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“

Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið.

Innlent
Fréttamynd

Geta ekki útlendingar lært íslensku?

Áslaug Arna og Eiríkur Rögnvaldsson stönguðust hornum nýlega um auglýsingu frá hinu opinbera varðandi þess efnis að hún mestmegnis var á ensku og íslenska útgáfan skrifuð í molum. Var að auglýsa starf fyrir tölfræðing og að mati Áslaugar var engin þörf fyrir íslenskukunnáttu þ.s. starfið faldist í ,,tölum en ekki tungumálanotkun."

Skoðun
Fréttamynd

Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund

Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug Arna segir gagnrýni mál­­fræðings „dæmi­­gert kerfis­svar“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni á starfsauglýsingu ráðuneytis síns þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði. Íslenskuprófessor telur auglýsinguna brjóta í bága við lög. Ráðherra segir á Facebook að hún ætli að kanna betur hvort auglýsingin brjóti í bága við lög en hún sé „eðlilegt skref í takt við tímann“

Innlent
Fréttamynd

Ódýr og örugg notkun greiðslu­korta

Hvers vegna er notkun greiðslukorta og greiðslumiðlunar hér á landi margfalt dýrari fyrir okkur Íslendinga en íbúa hinna norrænu ríkjanna? Svarið er að það er að mestu vegna þess að greiðslulausnir okkar eru allar háðar erlendum aðilum. Heimildargjöf og uppgjör innlendra debetkorta fer fram erlendis. Þó kostnaður vegna íslensku krónunnar og færri íbúa spili einnig eitthvert hlutverk vegur hitt þyngra.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin

Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Tvö prósent af fjárfestingum ríkisins voru græn

Um tvö prósent af heildarfjárfestingu íslenska ríkisins geta talist til grænna fjárfestinga samkvæmt þröngri skilgreiningu á hugtakinu. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar.

Innherji
Fréttamynd

Ísland tæplega „norrænt velferðarríki“

Erfitt er að kalla Ísland „norrænt velferðarríki“ samkvæmt Kjarafréttum stéttarfélagsins Eflingar. Útgjöld til velferðarríkisins á Íslandi eru minni að vöxtum en á hinum Norðurlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil vinna fram­undan áður en nýja hverfið rís

Þrjú hundruð og sextíu íbúðir munu rísa í nýju hverfi við Leirtjörn í Úlfarsárdal en mikil vinna er framundan við deiliskipulag. Formaður borgarráðs segir mikilvægt að ryðja land undir ný hverfi samhliða þéttingu byggðar.

Innlent
Fréttamynd

Efast um að ný starfs­aug­lýsing Ás­laugar Örnu sam­ræmist lögum

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, efast um að starfsauglýsing sem birtist á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta mánudag samræmist lögum um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls. Ráðherra deildi auglýsingunni í gær og stærði sig af því að þarna væri í fyrsta skipti auglýst starf í íslensku ráðuneyti þar sem íslenskukunnátta væri ekki skilyrði. 

Innlent
Fréttamynd

Líst ekkert á vef­­söluna og vill skerpa á lögum

Þing­­maður Vinstri grænna segir flokkinn mót­­fallinn því að heimila vef­­sölu með á­­fengi. Réttara væri að herða lög­­gjöfina til að koma í veg fyrir að Ís­­lendingar geti stofnað fyrir­­­tæki er­­lendis og selt á­­fengi inn á ís­­lenskan markað.

Innlent
Fréttamynd

Bergmál úr fortíðinni

Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Verðbólga af mannavöldum

Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við.

Skoðun